Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Side 10
10 Fréttir Vikublað 10.–12. mars 2015
n Hnefarnir komnir á loft n 59 kjarasamningar renna út í lok apríl til viðbótar við þá 70 sem runnu
Verkföll gætu hafist í apríl
Þ
að má búast við því að senn
dragi til tíðinda í kjarabar-
áttunni sem fram undan er.
Þögnin undanfarið hefur
verið ærandi miðað við það
að fjölmargir samningar eru þegar
lausir. Í dag, þriðjudag, er fund-
ur samningaanefndar Starfsgreina-
sambandsins (SGS) og samkvæmt
viðmælendum DV er ekki ólíklegt
að loks dragi til tíðinda. Vilhjálmur
Birgisson, formaður Verkalýðsfélags
Akraness, verður á fundinum: „ Það
er æði margt sem bendir til þess að
ef ekki fást nein svör frá Samtökum
atvinnulífsins hvað kröfugerð SGS
varðar þá séu meiri en minni líkur á
að viðræðum verði slitið eða að lýst
verði yfir árangurslausum viðræðum
hjá sáttasemjara. Slíkt er forsenda
fyrir því að hægt sé að hefja kosn-
ingu varðandi verkfallsaðgerðir,“
sagði Vilhjálmur í pistli á heimasíðu
Verkalýðsfélags Akraness síðdegis
á mánudag. „Það er mat mitt að fátt
geti komið í veg fyrir að verkfall skelli
á í byrjun aprílmánaðar enda er enga
viðleitni af hálfu Samtaka atvinnu-
lífsins að finna þar sem þeir hafa
alfarið hafnað kröfugerð SGS.“ Að
hans mati kemur það ekki til greina
að ábyrgðinni á efnahagsstöðugleik-
anum sé varpað yfir á þá sem hafi
lægstu launin. Stóru atvinnuvegirnir
skili myljandi hagnaði og það sé erfitt
að horfa upp á það þegar mánaðar-
launin duga ekki fyrir lágmarksfram-
færslu. Hann vísar málatilbúnaði
talsmanna atvinnurekenda til föður-
húsanna og segir að græðgissjónar-
mið ráði för.
Fjölmargir kjarasamningar
runnu út í lok febrúar – Snertir
meirihluta þjóðarinnar
Alls runnu 79 kjarasamningar
út þann 28. febrúar síðastliðinn
og þann 30. apríl næstkomandi
renna út aðrir 59 samningar. En
hvað starfa margir launþegar sam-
kvæmt þessum kjarasamningum?
Í þremur stærstu samtökum ís-
lenskra launþega, ASÍ, BHM og
BSRB, eru samtals um 133 þúsund
manns. Þar er ASÍ langstærst með
um 100 þúsund félagsmenn, BSRB
með um 22 þúsund og BHM um
11 þúsund. Mörg félög standa þó
utan þessara samtaka en lauslega
má ætla að um 10 þúsund félags-
menn séu innan þeirra vébanda.
Í heildina eru þetta því um 143
þúsund launþegar. Aðspurðir eiga
talsmenn stærstu félaganna þó
erfitt með að meta hversu marga
launamenn þetta snertir beint en
eitt er ljóst. Þetta er bróðurpartur
félagsmanna. Lauslega væri hægt
að skjóta á að á bilinu 120–130
þúsund manns muni standa uppi
með lausa samninga þann 30. apr-
íl næstkomandi ef ekkert gerist í
samningaviðræðum deiluaðila.
Bitist um lágmarkslaunin
Mest hefur borið á umræðunni um
lágmarkslaunin. Starfsgreinasam-
band Íslands, sem er langstærsta
aðildarfélag ASÍ, vill hækka þau
um 86 þúsund krónur á næstu
þremur árum, eða úr 214 þúsund-
um í 300 þúsund krónur á mánuði.
Samtök atvinnulífsins telja aðeins
svigrúm til að hækka launin um 26
þúsund á þessu tímabili. Munur-
inn er 60 þúsund krónur, eitthvað
sem að munar verulega um fyrir
þá sem lægstu launin hafa.
ASÍ: Félögin munu semja hvert í
sínu lagi
Innan ASÍ eru fimm stór landssam-
bönd og innan þessara sambanda
eru alls 44 félög. Landssamböndin
sem um ræðir eru Starfsgreinasam-
band Íslands, Landssamband ís-
lenzkra verzlunarmanna, Samiðn,
Rafiðnaðarsamband Íslands og Sjó-
mannasamband Íslands. Að auki
kjósa sjö smærri félög að standa
utan þessara fimm landssambanda
og eiga aðild að ASÍ með beinni að-
ild. Þar er um að ræða Félag leið-
sögumanna, Flugfreyjufélag Íslands,
Mjólkurfræðingafélag Íslands, Félag
bókagerðarmanna, Matvís, Félag vél-
stjóra og málmtæknimanna og Félag
hársnyrtisveina.
Í síðustu kjarasamningum voru
félögin innan ASÍ samtaka í samn-
ingaviðræðunum en nú horfir öðru-
vísi við. Samböndin munu semja
hvert í sínu lagi og innan þeirra eru
mismunandi kröfur. Við skulum ein-
beita okkur að lágmarkslaununum
þó að fjölmörg önnur kjaramál séu á
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Fjöldi lausra
kjarasamninga
79 Samningar lausir frá og með 28. febrúar
59 Samningar lausir frá og með 30. apríl
Alls: 138 kjarasamningar
Vilhjálmur Birgisson Býr sig undir harða
baráttu. Kjaraleiðréttingar þeirra sem
lægstu launin hafa verða sótt fast að hans
sögn. Mynd dV
drífa Snædal Hefð er fyrir því að SGS sé
í fararbroddi þegar kemur að ákvörðunum
um aðgerðir. Drífa er framkvæmdastjóri
sambandsins.