Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Side 3
Vikublað 10.–12. mars 2015 Fréttir 3 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er Íslenskt kjöt sett á bannlista Rússa n Kom stjórnendum SS og KS í opna skjöldu n Miklir hagsmunir í húfi n Sviptu 16 fyrirtæki leyfi útskýra betur fyrir Rússum hvern- ig leikreglurnar eru hérna hjá okk- ur og sannfæra þá um að þær full- nægi þeirra kröfum,“ segir Ágúst. Lokuðu líka á fiskinn Fiskifréttir greindu í lok febrúar frá því að tollabandalagið hefði neitað að taka við fiskafurðum frá nokkrum af stærstu sjávarútvegsfyrirtækj- um landsins eins og HB Granda, Skinney-Þinganesi og Vinnslu- stöðinni í Vestmannaeyjum. Sam- kvæmt upplýsingum DV hafa sjávar útvegsfyrirtækin ekki enn fengið leyfi til að hefja aftur út- flutning til landa tollabandalags- ins. „Það er pólitískur vilji beggja þjóða að efla viðskiptin milli Ís- lands og Rússlands og þá sérstak- lega Rússa megin. Þessi ákvörðun er því engan veginn í takt við vilja stjórnvalda í Rússlandi. Þarna er um gríðarlega viðskiptahagsmuni fyrir Íslendinga að ræða og við teljum okkur vera með mjög góða framleiðslu og gott utanumhald sem eigi að standast allar skoðan- ir hjá þjóðum eins og Rússum og öðrum,“ segir Ágúst. n Þrjú hrunmál eru enn órannsökuð Enn á eftir að rannsaka þrjú mál tengd bankahruninu hjá sérstökum saksóknara E nn á eftir að hefja rannsókn á þremur af þeim 107 málum sem Fjármálaeftirlitið sendi sérstökum saksóknara til meðferðar eftir bankahrunið. Fimmtán málanna eru í rannsókn um þessar mundir. Þetta kemur fram í svari embættisins við fyrirspurn DV. Fjórir mánuðir til stefnu Samkvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um meðferð sakamála er gert ráð fyrir að embætti sérstaks saksóknara verði lagt niður 1. júlí næstkomandi. Við það mun nýtt embætti héraðssaksóknara taka við þeim verkefnum sem sérstakur sak- sóknari á ólokið á þeirri stundu. Af því leiðir að einungis eru um fjórir mánuðir eftir af starfstíma embættis sérstaks saksóknara nái frumvarpið fram að ganga. „Þarf bara að klára þetta“ Alls hefur 56 málum lokið án ákæru en 31 er í ákærumeðferð. Þar af hefur verið ákært í samtals 23 málum. Þess má geta að í sumum málum sem ákært var í hafa tvö eða fleiri mál ver- ið sameinuð í eitt ákæruskjal. „Tölurnar tala sínu máli. Mörg af þeim málum sem eru skráð í rann- sókn hjá okkur í dag eru nokkuð vel á veg komin. Við ætlum að reyna að klára sem allra mest á þessu ári. Í fyrra tókst okkur að fækka þessum málum sem eru opin og virk, mjög verulega. En það þarf bara að klára þetta,“ segir Ólafur Hauksson, sér- stakur saksóknari, sem býst ekki við því að embættið þurfi að hætta við nein mál. 99 af 107 eru hrunmál Af þeim 107 málum sem FME sendi sérstökum saksóknara teljast 99 til svokallaðra hrunmála. Þau eru skilgreind sem sá málaflokkur sem embættið hafði á hendi fyrir sam- einingu við efnahagsbrotadeild lög- reglunnar. Áætlað er að rannsókn- um í hrunmálum verði lokið á þessu ári en það fer eftir ákæruþættinum og dómstólunum hvenær unnt er að ljúka dómsmeðferðinni. Töluvert fleiri verkefni Fjárþörf embættis sérstaks sak- sóknara eins og það er mannað nú er um 375 milljónir króna fyrir það hálfa ár sem því er ætlað að starfa miðað við þann starfsmannafjölda sem orðinn er hjá embættinu eft- ir niðurskurð í lok síðasta árs. Nýtt embætti héraðssaksóknara mun þurfa samsvarandi fjárhæð til reksturs frá 1. júlí til ársloka 2015 en þess ber að geta að það emb- ætti mun hafa á hendi töluvert fleiri verkefni en embætti sérstaks sak- sóknara er með á sinni könnu í dag. „Það er gert ráð fyrir ákveðnum lagaskilyrðum um að nýja emb- ættið muni taka við þeim málum sem er ólokið hjá embætti sérstaks saksóknara og að auki taka við þeim málum sem eru til meðferðar hjá ríkissaksóknara. Einnig tekur það við þeim málum sem eru í gangi hjá peningaþvættisskrifstofunni og annast öll mál lögreglumanna í starfi og brot gegn valdstjórninni,“ segir Ólafur. n Freyr Bjarnason freyr@dv.is FME Alls 99 af 107 mál- um sem FME sendi til sérstaks saksóknara tengdust hruninu. Ólafur Hauksson Leggja á embætti sér- staks saksóknara niður 1. júlí. næstkomandi. Kjötafurðastöð KS Kaupfélag Skagfirðinga flutti út um 60 tonn af lambakjöti til Rússlands eftir síðustu sláturtíð. Miklir hagsmunir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS og ræðismaður Rússlands á Sauðárkróki. Forstjóri SS Steinþór Skúlason segir Slát- urfélag Suðurlands hafa selt hrossa-, ær- og lambakjöt til Rússlands. Mynd Hag@vB.iS „Úttektin í fyrra gekk mjög vel og sendinefndin var mjög ánægð með það sem hún sá. Við áttum því ekki von á neinu svona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.