Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2015, Side 11
Fréttir 11Vikublað 10.–12. mars 2015 Bragðið er betra með Hellmann’s Verkföll gætu hafist í apríl út í lok febrúar n Lágmarkslaun fari í 300 þúsund krónur döfinni. Byrjum á áðurnefndu Starfs- greinasambandi Íslands. Þeirra krafa er einföld. Samningur til þriggja ára með hækkun lágmarkslauna upp í 300 þúsund krónur. Á meðan vill annað stórt samband, Landssam- band íslenzkra verzlunarmanna, semja til 1 árs og hækka lágmarks- launin í 254 þúsund krónur. Eins og áður segir eru lágmarkslaun nú 214 þúsund krónur. Svipaðar kröfur – spurning um lengd samningsins Launakröfurnar sem slíkar eru svip- aðar. Starfsgreinasambandið fer fram á 86 þúsund króna hækkun lágmarks- launanna á þremur árum. Það er árleg hækkun upp á tæpar 30 þúsund krón- ur á mánuði. Verzlunarmenn vilja hins vegar 40 þúsund króna hækkun til eins árs. En hver eru rökin fyrir 3 ára samn- ingi eða 1 árs samningi? Þeir sem vilja 1 árs samn- ing segja að engar forsend- ur séu fyrir langtíma- samningi þar sem mikil óvissa ríkir um afnám hafta og afleiðingar slíkra aðgerða. Einnig sé mikið van- traust ríkjandi milli hagsmunaaðila. Félögin sem eru hlynnt þriggja ára samningi segja hins vegar að lengri samningar skapi aukinn stöðugleika hér á landi og eyði óvissu fyrir laun- þega og atvinnurekendur. Það er dýrt fyrir samfélagið að standa í árlegri kjarabaráttu. Staða verkafólks sé sterk nú um stundir enda afkoma stærstu atvinnuveganna góð. Nú sé því verka- lýðshreyfingin í dauðafæri til þess að knýja fram verulega kjaraleiðréttingu og festa hana í sessi til lengri tíma. Samtök atvinnulífsins eru uggandi Það má þó ekki gleyma þeim sem sitja hinum megin við borðið. Samtök atvinnulífsins, ríki og sveitarfélög. Röksemdir Samtaka atvinnulífsins eru þær að stöð- ugleika í efnahagslífinu sé ógnað ef laun hækki um tugi prósenta, hækkun um tveggja stafa tölu sé útilokuð að þeirra mati. Verðbólga fari þá á fullt og kaupmáttur launa lækki og það sé hinn raunverulegi mælikvarði á kjör launþega. Að þeirra mati væru íslenskir laun- þegar að pissa í skóinn sinn, það væri skammgóður vermir og smátt og smátt myndu afleiðingarnar líta dagsins ljós. Atvinnurekendur telja að svigrúm til launahækkana sé á milli 3–4 prósent. Ef við mið- um við að lágmarkslaunin hækki um 4 prósent á ári og horfum til þriggja ára þá væru lágmarkslaun- in komin í rúmlega 240 þúsund í lok samningstímabilsins, eins og kom fram fyrr í greininni. Hnefarnir á loft Hvað sem verð- ur þá er ljóst að djúp gjá er milli deiluað- ila og talsmenn verkalýðsfé- laga eru þegar farnir að undir- búa þá baráttu sem fram und- an er. Aðgerða- hópar hafa ver- ið skipaðir og skýrasta dæm- ið er sennilega að verkfallstákn hefur verið út- búið. Þrír hnef- ar eru komnir á loft og þeir hvika hvergi. n Lausir samningar og fjöldi félagsmanna Samningar þegar lausir 28.febrúar eða að losna 30.apríl ASÍ – um 100 þúsund félagsmenn, 51 aðildarfélag BHM – um 22 þúsund félagsmenn, 27 aðildarfélög BSRB – um 11 þúsund félagsmenn, 25 aðildarfélög Utan samtaka – um 10 þúsund félagsmenn, 11 félög með lausa samninga Samtals: 143 þúsund félagsmenn í 114 félögum *Þó eru alls ekki allir félagsmenn þessara félaga með lausa samninga. Erfitt er að gera sér grein fyrir nákvæmum fjölda en líklega eru það á bilinu 120-130 þúsund launþegar. 100 þúsund félagsmenn ASÍ n Fimm stór landssambönd n Sjö félög með beina aðild Starfsgreinasamband Íslands: 19 aðildarfélög - 50.000 félagsmenn Landssamband íslenskra verzlunarmanna: 12 aðildarfélög - 35.000 félags- menn Samiðn - 12 aðildarfélög - 5.500 félagsmenn Rafiðnaðarsamband Íslands - 9 aðildarfélög - 1.500 félagsmenn. Sjómannasamband Íslands - 18 aðildarfélög - 3.500 félagsmenn Sjö smærri félög eru með beina aðild: Fjöldi félagsmanna í þeim er um 4.500. n Félag leiðsögumanna n Flugfreyjufélag Íslands n Mjólkurfræðingafélag Íslands n Félag bókagerðarmanna n Matvís n Félag vélstjóra og málmtæknimanna n Félag hársnyrtisveina. Verkfallstáknið Undirbúningur aðgerða er hafinn. DV fékk leyfi til að frumsýna sjálft verkfallstáknið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.