Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Side 12
Helgarblað 13.–16. mars 201512 Fréttir Mikil vonbrigði fyrir Eldheima n Lokun Landeyjahafnar stöðvar ferðamannastraum til Vestmannaeyja L okun Landeyjahafnar hefur orðið til þess að straumur er­ lendra ferðamanna til Vest­ mannaeyja hefur stórminnkað undanfarna mánuði, þar á meðal í gosminjasafnið Eldheima sem var opnað í fyrravor með pomp og prakt. Ekkert að gera í marga mánuði Safnið var opnað 23. maí í fyrra og nam kostnaðurinn um einum millj­ arði króna. Í upphafi var reiknað með um sextán þúsund gestum árið 2014 en fjöldinn fór fram úr öllum vænting­ um og varð að lokum 26 þúsund. „Þetta gekk óskaplega vel þangað til í lok nóvember er Landeyjahöfn lokað­ ist. Síðan hefur nánast ekkert verið að gera. Við bíðum eftir að höfnin opn­ ist aftur og þá verður flautað af stað,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri Eldheima. Fótunum kippt undan Hún bætir við að lokun hafnarinnar hafi orðið til þess að safnið hafi misst damp í kynningarmálum. „Þetta kipp­ ir undan okkur fótunum. Þetta eru gríðarleg vonbrigði og það er slæmt að sitja á þessu flotta ferðaþjónustu­ verkefni, sem er flaggskipið okkar,“ segir safnstjórinn, ósáttur við gang mála. „Hluti landsmanna vælir yfir því að það sé orðið of mikið af ferða­ mönnum í landinu. Við í Vestmanna­ eyjum getum ekki skrifað undir það. Við gætum tekið við miklu fleira fólki allt árið en þetta er að stoppa okkur.“ Ferðamenn vilja ekki fljúga Aðeins tekur rúman hálftíma að sigla með Herjólfi frá Landeyjahöfn í stað Þorlákshafnar, þar sem siglingin tekur tæpar þrjár klukkustundir. Það hefur því fælt erlenda ferðamenn frá þegar ekki er siglt frá Landeyjahöfn, því flestir vilja ekki fljúga til Eyja, meðal annars vegna kostnaðar. Ástæðan fyr­ ir lokun Landeyjahafnar er sambland af aðstæðum við höfnina og hvernig Herjólfur er smíðaður. Í skelfilegum málum Aðspurð segir Kristín að aðeins nokkrir tugir erlendra ferðamanna hafi komið í Eldheima það sem af er þessu ári. „Það sem ég er að gera þessa dagana er að endurgreiða og afbóka. Ég var með bókaða hópa í febrúar og átti að vera með stóran 100 manna hóp um síðustu helgi,“ segir hún. „Ég hefði svo innilega alla burði til að vera með flottasta safn lands­ ins allt árið. Ég gæt verið að moka fólk þarna inn ef allt væri í lagi. Ef þessi tenging frá Landeyjahöfn væri til staðar allt árið væri ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum með öðrum brag. Hún er í skelfilegum málum þessar vikur og mánuði sem Landeyjahöfn er lokuð.“ Safnið stendur undir sér Þrátt fyrir að aðeins örfáir hafi heim­ sótt Eldheima síðan í lok nóvember segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, að safnið sé ekki rekið með tapi. „Safnið stendur undir sér en við erum ekki að hafa þær tekj­ ur út úr því sem við myndum annars hafa,“ segir Elliði. Lokun Landeyjahafnar er honum mikil vonbrigði. „Daginn eftir að Landeyjahöfn lokar verður mað­ ur strax var við breytinguna. Það er varla að við sjáum erlenda ferðamenn en það er mjög mikið af þeim þegar Landeyjahöfn er opin. Við höfum bent á að þjóðhagslegur ávinningur af samgöngum sem þessum sé gríðar­ lega mikill,“ segir hann. Mörg hundruð milljónir „Hvað varðar það sem nú er og það sem verður þegar Landeyjarhöfn verður farin að virka, þá er ljóst að þessar töpuðu tekjur má telja í hundr­ uðum milljóna króna, bæði í ferða­ þjónustu og flutningi á hráefni. Þegar við bætist að hver dagur sem siglt er um Þorlákshöfn er milljón krónum dýrari en hver dagur sem siglt er um Landeyjahöfn þá er von að fólk spyrji sig af hverju í ósköpunum hlutirnir eru ekki lagaðir.“ Fólk fjárfesti fyrir aleiguna Elliði segir mikla óánægju ríkja innan ferðaþjónustunnar í Eyjum með gang mála. „Í aðdraganda opnunar Land­ eyjahafnar höfðum við mikla trú á þessu og fólk fjárfesti rúmlega al­ eiguna í ferðaþjónustutækifærum, sem væru að ganga vel ef ríkið lag­ aði það sem miður fer við höfnina,“ segir bæjar stjórinn, sem reiknar með því höfnin verði opnuð í lok mars eða byrjun apríl. Hann býst þó við áfram­ haldandi lokunum yfir vetrartímann. „Í að minnsta kosti tvö ár verðum við í nákvæmlega sömu stöðu, það er hverjum degi ljósara.“ Stækkaði hótelið í góðri trú Magnús Bragason, hótelstjóri Hótel Vestmannaeyja, réðst í að stækka það um helming á síðasta ári í von um að allt skánaði með tilkomu Landeyja­ hafnar. „Við héldum að við gætum gengið að þessu vísu eins og talað var um, stærri hluta ársins. Eins og þetta er núna er þetta rétt hálft árið. Þegar búið er að vera lokað í marga mánuði hefur þetta mikil áhrif,“ segir hann. „Við þolum þetta eins og er en maður er kvíðinn ef þetta fer ekki að verða betra.“ Fólk í ferðaþjónustu uggandi Að sögn Magnúsar hefur ástandið mikil áhrif á aðra innan ferðaþjón­ ustunnar í Eyjum, til dæmis mat­ sölustaði. „Menn eru mjög uggandi hérna í ferðaþjónustunni. Auðvitað er búið að vera óvenjuvont veður og það verður að taka það inn í dæmið. En við þráum að fara að fá einhverja fram­ tíðarlausn á þessi mál. Maður vonar og trúir því að þessir menn séu að vinna í þeim af fullum krafti. En ein­ hvern veginn finnst manni stundum það ekki alveg vera að gerast,“ segir hann. n Freyr Bjarnason freyr@dv.is Magnús Bragason Stækkaði Hótel Vestmannaeyjar um helming í fyrra. Elliði Vignisson Bæjarstjórinn segir að ekkert hafi verið gert til að bæta ástand mála í Landeyjahöfn. „Hluti landsmanna vælir yfir því að það sé orðið of mikið af ferðamönnum í landinu. Við í Vestmannaeyjum getum ekki skrifað und- ir það. Kristín Jóhannsdóttir Kristín Jóhannsdóttir Safnstjóri Eldheima er ósáttur við hversu fáir erlendir ferðamenn geta heimsótt safnið. Mynd/BaJu WiJono VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Aðalfundur VR Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, innborgun í VR varasjóð, lagabreytingar og ný reglugerð Vinnudeilusjóðs VR. Dagskráin og allar nánari upplýsingar á vr.is. Taktu þátt í baráttunni fyrir réttindum þínum! Miðvikudaginn 25. mars kl. 19:30 á Hilton Nordica

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.