Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Blaðsíða 28
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
28 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson
Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Helgarblað 13.–16. mars 2015
Maður er greinilega
hvergi óhultur
Þetta var
ógeðslega vont
Ég fæddist
bjartsýnn
Ekki boðleg framkoma
Bergþóra Þorsteinsdóttir sótti börnin vegna lögregluaðgerða. – DV Yrja Ás Siggeirsdóttir stækkaði varir sínar með óhefðbundinni aðferð. – DVBaldur Sigurðarson berst fyrir sjóninni. – DV
S
amkeppniseftirlitið sendi frá
sér skýrslu í vikunni sem heitir
því ábyrga og hlutlausa nafni:
„Leiðbeining um samkeppni
á dagvörumarkaði – Staða
samkeppninnar 2015.“ Á blaðsíðu 39
segir: „Verð á innfluttum vörum hefur
ekki lækkað í takt við styrkingu geng-
is íslensku krónunnar, þegar horft er til
síðustu ára.“
Þetta þýðir á mannamáli að versl-
anir hafa tekið fleiri krónur í sinn vasa
á kostnað viðskiptavina sinna. Þetta
jafngildir verðhækkun til neytenda.
Það vantar ekki grátinn þegar krón-
an veikist og talið er bráðnauðsynlegt
að hækka vöruverð til að mæta aukn-
um kostnaði. En nú þegar dæmið
snýst við og neytendur og þjóðarhag-
ur gætu notið góðs af verðlækkunum,
fara verslunarmenn með veggjum og
taka fleiri krónur í eigin vasa. Andrés
Magnússon, framkvæmdastjóri Sam-
taka verslunar og þjónustu (SVÞ),
sagði í sjónvarpsfréttum um skýrsluna
að menn yrðu að taka inn í myndina
að verslunin hefði mátt taka ýmislegt á
sig í hruninu.
Þessi útskýring Andrésar er ódýr.
Allir viðskiptavinir þeirra verslana
sem eru í samtökum Andrésar lentu
líka í hruninu. Almenningur er enn
að glíma við hrunið. Birtingarmyndin
hefur verið aukin skattbyrði og launa-
lækkanir og ekki er boðlegt að versl-
un í landinu taki sig saman og auki
álagningu þegar færi gefst. Með slíku
er komið aftan að neytendum og það
er ekki boðleg framkoma.
Aftur í skýrslu Samkeppniseftirlits-
ins: „Fyrirliggjandi opinberar upplýs-
ingar gefa ekki til kynna mikla hækkun
frá erlendum birgjum.“ Og „Skýringa
á verðhækkunum kann að vera að
leita í aukinni álagningu birgja og/eða
verslana, en þó ekki síður í viðskipta-
samningum þessara aðila.“ Þetta þýð-
ir einfaldlega á mannamáli að verð-
hækkanir hafa ekki komið að utan
heldur eru verslanir að leggja meira á
vöruna og auka sinn hagnað þar með.
Hér með er skorað á þau fyrirtæki
sem reka stærstu smásöluverslan-
ir landsins að upplýsa neytendur um
kostnaðarþróun og hrekja þær full-
yrðingar sem Samkeppniseftirlitið
setur fram í margnefndri skýrslu. Hér
þarf allt að vera uppi á borði. Auðvitað
ætti almenningur að krefjast svara og
leggja leið sína í þær verslanir sem geta
sýnt fram á að neytendur njóti styrk-
ingar krónunnar í formi verðlækkana.
Ábyrgð viðskiptavina er mikil og vald
þeirra óumdeilt. Í stað þess að fljóta
í meðvitundarleysi inn í næsta stór-
markað, þarf fólk að opna augun og
fylgjast með. Versla hjá þeim sem gera
grein fyrir máli sínu og tryggja neyt-
endum ávinning þegar innstæða er
fyrir slíku. Þá er að sama skapi hægt að
hlusta á röksemdir þegar grípa þarf til
verðhækkana vegna aðgerða erlendra
birgja eða veikingar krónunnar.
Þessar staðreyndir, sem
Samkeppnis eftirlitið setur fram af
mikilli kurteisi, eru móðgun við neyt-
endur. Það er ekki hægt að sætta sig við
þetta. Verslunin þarf að útskýra mál sitt
og lækka verð í samræmi við styrkingu
krónunnar. Það styttist í páskaverslun
og neytendur ættu að beina viðskipt-
um sínum til þeirra sem útskýra mál
sitt og standa með viðskiptavinum. n
Vagga guðleysis
Yfirlýst trúleysi Jóns Gnarr hefur
farið fyrir brjóstið á ýmsum og
nokkrar greinar hafa verið skrif-
aðar af fólki sem vill að Jón sjái
ljósið. Í þeim hópi er Hallur Halls-
son sem fyrr í vikunni skrifaði
grein í Morgunblaðið þar sem
hann benti Jóni á að hið kristna
lýðræðislega borgarasamfélag
væri besta stjórnarformið. Hallur
harmar hversu áhugalausir fjöl-
miðlar eru um að taka umræðu
um kristni og kristin gildi. Hann
lýkur grein sinni með afdráttar-
lausri yfirlýsingu um 365 miðla
og RÚV sem hann segir vera
vöggu guðleysis í landinu.
Þingmenn og
þagnarheit
Í fréttatilkynningu frá fjármála-
ráðuneytinu í vikunni var upp-
lýst að þeir sem taki þátt í vinnu
stjórnvalda vegna
losunar fjár-
magnshafta séu
bundnir af inn-
herjareglum sem
ráðuneytið hefur
sett sér, auk þess
að hafa undirrit-
að sérstaka trúnaðaryfirlýsingu.
Þá hafa þeir alþingismenn sem
skipa samráðsnefnd um afnám
fjármagnshafta einnig ritað und-
ir yfirlýsingu um að þeir muni
„gæta þagmælsku um þau atriði“
sem þeir kunni að fá vitneskju
um í starfi sínu.
Einhver misbrestur virðist
hafa orðið á því að þingmenn
hafi staðið við það þagnarheit.
Þannig má rifja upp að Árni Páll
Árnason, sem á sæti í samráðs-
nefndinni, mætti í viðtal á Stöð 2
þann 8. desember sl., sama dag
og nefndin hafði fundað með er-
lendum ráðgjöfum stjórnvalda
um losun hafta. Ræddi hann
opinskátt um efni fundarins og
sagði ljóst að það mætti ráða af
honum að afnám hafta yrði ekki
sá „gróðavegur“ sem forsætisráð-
herra hefði boðað.
Tvískinnungur
formannsins
Kristján Jóhannsson, formað-
ur og framkvæmdastjóri Félags
flugmálastarfsmanna ríkisins,
er varamaður í bæjarstjórn
Reykjanesbæjar.
Meirihlutinn, sem
flokkurinn hans
tekur þátt í, hefur
í vetur sagt upp
ráðningarsamn-
ingum við fleiri
hundruð bæjar-
starfsmenn með það að mark-
miði að lækka laun og fækka
stöðugildum. Á sama tíma hefur
Kristján haldið uppi gagnrýni á
Isavia vegna skipulagsbreytinga
og uppsagna. Hann stakk nið-
ur penna í vikunni og skrifaði:
„Þegar risa ríkisfyrirtæki í fullum
rekstri með hundruð manna í
vinnu segja upp ráðningarsam-
bandi við launþega á grund-
velli skipulagsbreytinga þá setur
mann hljóðan.“
K
jaraviðræður Samtaka at-
vinnulífsins og Starfsgreina-
sambandsins eru komnar
í hnút og gæti stefnt í verk-
fall á vormánuðum. Þetta
hlýtur að vera öllum áhyggjuefni og
snúin staða að vera í sporum við-
semjenda en ekki síður stjórnvalda.
Við ríkisstjórnarborðið eru menn
hins vegar ekki á eitt sáttir um hvert
hlutverk stjórnvalda á að vera til
að tryggja frið á vinnumarkaði. Þar
hefur fjármálaráðherra sagt í við-
ræðum á Alþingi að hann líti á þetta
sem verkefni aðila vinnumarkaðar-
ins en forsætisráðherra hefur talað
fyrir því að það sé sérstakt markmið
kjarasamninga að bæta kjör lág- og
millitekjuhópa án þess að útfæra
það nánar.
Skattastefnan hefur áhrif
Aðgerðir stjórnvalda það sem af er
þessu kjörtímabili hafa hins vegar
ekki greitt fyrir kjarasamningum
sem snúast fyrst og fremst um það
að lágtekjuhópar fái raunverulegar
umbætur á sínum kjörum. Aðgerðir
stjórnvalda hafa nefnilega einmitt
snúist um að hossa undir afturend-
ann á hátekjufólki en forgangsverk-
efni þeirra hafa verið að lækka veiði-
gjöld (á sama tíma og stórútgerðir
greiða sér út milljarða í arð), afnema
auðlegðarskatt sem lagður var á þá
sem mestar eignir eiga, hækka mat-
arskatt sem kemur mun verr við lág-
og millitekjuhópa en þá sem hærri
tekjur hafa og nú hefur ráðherra
fjármála kynnt fyrirætlanir um að
fækka skattþrepum á einstaklinga
en þrepaskipt skattkerfi (sem tekið
var upp í tíð síðustu ríkisstjórnar) er
mikilvægt tæki til tekjujöfnunar ólíkt
því flata skattkerfi sem Sjálfstæð-
isflokkurinn kom á á árunum fyrir
hrun. Skattastefnan hefur nefnilega
líka áhrif á kjörin og í þeim efnum
hafa önnur Norður lönd ekki hikað
við að skattleggja hæstu tekjur sem
meðal annars útskýrir þá staðreynd
að íslenskir stjórnendur eru tekju-
hærri en norrænir kollegar þeirra.
Allar þessar aðgerðir styrkja
stöðu hátekjuhópanna og fleira
mætti raunar tína til. Því skal engan
undra að Starfsgreinasambandið
berji nú í borðið og geri kröfu um
að lægstu taxtar fari ekki undir þrjú
hundruð þúsund krónur á mánuði.
Og að sjálfsögðu er holur hljómur í
þeim svörum að hér verði að varð-
veita stöðugleika þegar á sama tíma
birtast ný gögn um misskiptingu
eigna í samfélaginu þar sem ríku-
stu tíu prósentin eiga 70% alls auðs.
Og að á sama tíma séu tíu prósent
landsmanna undir lágtekjumörk-
um. Viljum við varðveita þann stöð-
ugleika? Ég svara því neitandi.
Mannsæmandi kjör
Við hljótum að gera þá kröfu til
stjórnvalda að þær breytingar sem
ráðist er í ýti undir jöfnuð en fari
ekki beina leið í hina áttina, í átt til
aukinnar misskiptingar. Það er sú
krafa sem við hljótum að gera og
það er það markmið sem við ættum
að fylkja okkur á bak við. Því mið-
ur hafa aðgerðir stjórnvalda ekki
snúist um það – ég hef þegar nefnt
skattabreytingar í þágu hátekju- og
eignafólks en fleira mætti telja til;
sívaxandi greiðsluþátttaka sjúk-
linga í heilbrigðisþjónustu, tak-
markað aðgengi eldri nemenda að
menntun, aðgerðir í húsnæðismál-
um sem einungis gagnast íbúðar-
eigendum en ekki leigjendum og
svo framvegis.
Raunverulegur stöðugleiki verð-
ur að snúast um mannsæmandi
kjör alls almennings í landinu.
Hann má ekki snúast um að varð-
veita misskiptingu í samfélaginu.
Gegn henni eigum við að berjast og
styðja kröfu lágtekjuhópanna um
að hægt verði að lifa af dagvinnu-
launum í landinu. n
Stöðugleiki byggður á jöfnuði
Katrín Jakobsdóttir
formaður VG
Kjallari
MYnd EYÞór ÁrnaSon„Raunveruleg-
ur stöðugleiki
verður að snúast um
mannsæmandi kjör alls
almennings í landinu.
Hann má ekki snúast um
að varðveita misskiptingu
í samfélaginu.
Leiðari
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
„Þetta þýð-
ir á mannamáli
að verslanir hafa tek-
ið fleiri krónur í sinn vasa
á kostnað viðskiptavina
sinna.