Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Page 37
Helgarblað 13.–16. mars 2015 Fólk Viðtal 37 Stelpurnar tóku mig alveg í gegn og leyfðu mér ekki að komast upp með neina rembu og dónaskap. Mér leist heldur ekkert vel á þær eins og sést á dagbókarskrifum mínum frá fyrstu vikunum en við vorum hvött til að skrifa dagbók um reynsluna í náminu. Í dag eru þessar stelpur eins og systur mínar,“ segir Jóhann­ es sem fann sig strax í náminu. „Ég fann að ég var kominn á rétta hillu enda held ég að ég hafi aldrei áður verið með 100 prósent mætingu í skóla fyrr en ég kom í leiklistina.“ Ætlaði að verða rokkstjarna Þótt engir atvinnuleikarar séu í fjöl­ skyldunni segir hann mikið um hæfileikaríkt tónlistarfólk í fjöl­ skyldunni í Færeyjum. Hjá hon­ um sjálfum kviknaði leiklistaráhugi þó ekki fyrr en hann var að nálgast fullorðinsaldur. „Ég ætlaði alltaf að verða rokkstjarna og eyddi mest­ um tíma í að læra á hljóðfæri og vera í hljómsveitum. Ég kynntist leiklistinni í gegnum tónlistina en árið sem Sverrir Bergmann sigraði í Söngvakeppni framhaldsskólanna lenti ég í öðru sæti. Atriðið mitt var mikið leikrit, ég var í korselett og með hárkollu og tók lag úr Rocky Horror. Í kjölfarið fékk ég hlutverk í sýningunni Með fullri reisn en þá hafði ég aldrei velt því fyrir mér að verða leikari. Gói, Guðjón Karls­ son, var í þessari sýningu og fræddi mig um það að hér á landi væri leiklistarskóli – sem ég hafði ekki hugmynd um – og ef maður færi í þann skóla væru ansi góðar líkur á að maður gæti starfað við þetta. Ég fór í prufur með honum og komst inn, ansi sáttur. Eftir þetta vorum við Gói mikið saman, hann leiddi mig fyrstu árin eftir útskrift.“ Hann segist ekki vita hvort starfsvalið hafi komið fólkinu sínu á óvart. „Ég fékk allavega mikinn stuðning, sérstaklega frá mömmu. Hún setti aldrei neitt spurningar­ merki við það sem ég ákvað að taka mér fyrir hendur, tók því öllu og studdi mig. Henni fannst bara frá­ bært að ég ætlaði að verða leikari.“ Tengdapabba leist ekkert á Eiginkona Jóhannesar heitir Rósa Björk og saman eiga þau tvö börn, Ólöfu Höllu, sem verður sjö ára á árinu, og Stefán Hauk, sem verður fjögurra ára. Hjónakornin kynnt­ ust fyrir tólf árum og giftu sig fyrir þremur árum. „Ég var hálfnaður með leiklistina og Rósa var í háskól­ anum í hagfræði þegar við kynntu­ mst á efri hæðinni á Dubliner. Sæti okkar voru bak í bak og ég reyndi eitthvað að sjarmera hana og vin­ konur hennar. Það heppnaðist greinilega og við fórum að hittast í kjölfarið. Ég man samt að pabbi hennar var ekkert of hrifinn. For­ eldrar hennar búa úti á landi og þegar hún hringdi og sagði pabba sínum frá þessum unga leiklistar­ nema sló þögn á manninn. Það eina sem hann sagði var; talaðu við mömmu þína, sem spurði hana í kjölfarið hvort ég væri drykkfelldur. En svo fór ég seinna á Egilsstaði með henni og sjarmeraði þau líka. Við eigum gott samband í dag og karlinn hefur til dæmis kennt mér á skíði.“ Óttaðist föðurhlutverkið Jóhannes Haukur viðurkennir að hafa óttast ábyrgðina sem fylgdi föðurhlutverkinu. „Ég var mjög hræddur þegar konan mín varð fyrst ófrísk og viss um að nú væri lífi mínu lokið. Það var náttúrlega bara vitleysa eins og ég komst að um leið og barnið fæddist. Þetta er það sem lífið snýst um. Ég hef bara alltaf ver­ ið svolítið sjálfmiðaður einstakling­ ur, sem er gott fyrir leikara, og var hræddur um að ég gæti ekki hugs­ að um barn. Raunin er hins vegar sú að barnið verður eins og fram­ lenging af sjálfum manni, öll eigin sjálfmiðun yfirfærist á barnið. Mér finnst föðurhlutverkið eiga mjög vel við mig,“ segir hann og játar það kinnroðalaust að vera dálítið mik­ ið upptekinn af sjálfum sér. „Það er eitthvað sem konan mín segir mér og ég gengst alveg við því. Til dæm­ is nýt ég þess í botn að hlusta á eða horfa á mig á meðan flestum öðr­ um finnst slíkt óþægilegt. Ég upplifi bara mikla sjálfsánægju og finnst ég oft alveg frábær. Kannski er þetta einhver snefill af sjálfsdýrkun en ég vil meina að ég geri þetta til að betrumbæta mig; meta vinnufram­ lag mitt í tilraun til að gera betur. Ég er líklega ekki mjög dóm­ harður á sjálfan mig og á auðvelt með að hrósa mér. Kona mín ger­ ir mikið grín að þessu hjá mér. Ég var líka lengi vel að draga hana inn í þetta með mér með því að fá hana til að lesa yfir handrit með mér. Hún hefur þó ekki gert það í sex ár, fékk nóg einn daginn, lagði frá sér hand­ ritið og sagðist ekki nenna þessu og bað mig vinsamlegast að sjá um mína vinnu sjálfur. Ég hélt að hún hefði mikla ánægju af því að hlýða mér yfir en hún kom mér í skilning um að að sjálfsögðu var það ekki þannig. Þegar hún bað mig svo að prófarkalesa 80 blaðsíðna ritgerð hennar um stærðarhagkvæmni mjólkurframleiðslu á Íslandi komst ég í gegnum eina og hálfa blað­ síðu. Ég gat ekki meira. Áhugasvið okkar eru ólík. En svo kemur hún í leikhúsið þegar afurðin er tilbúin. Ég læt samt eiga að lesa hagfræði­ greinarnar hennar.“ Skuldajöfnun á dánarbeði Jóhannes Haukur hefur verið starf­ andi leikari frá útskrift. „Ég hef ver­ ið lánsamur á mínum tíu ára ferli og hef alltaf haft nóg að gera. Það eru alls ekki allir sem fá vinnu við leiklist á Íslandi en ég hef ekki þurft að kvarta yfir verkefnaskorti. Þess vegna höfum við hjónin alltaf lagt jafn mikið til heimilisins. Lengi vel, á meðan við vorum í námi, vorum við með blað uppi á vegg þar sem við skráðum niður það sem við keyptum og skuldajöfnuðum svo innkaup okkar einu sinni í mánuði. Blaðið er ekki lengur uppi á vegg en við borgum enn þá allt 50/50 og erum ekki með sameiginlegan reikning. Svo ef mér finnst ég hafa borgað meira til heimilisins einn mánuðinn læt ég hana borga meira næst og svo öfugt. Kannski er þetta pínu hjákátlegt og það er spurning hvort við verðum enn að skulda­ jafna á dánarbeðinum en þar sem okkur er þetta báðum eðlislægt höf­ um við þetta svona,“ segir hann og bætir kátur við að hann eigi mikið inni vegna summunnar sem hann hafi fengið fyrir sjónvarpsþættina. „Og hún fær alveg að heyra það frá mér,“ segir hann brosandi. Frægur eftir miðnætti Hann segist hafa heillast af ákveðni Rósu Bjarkar. „Hún er svo sjálf­ stæð, klár og greind. Ég veit að hún myndi alltaf spjara sig án mín og það er það sem heillaði mig, að hún væri ekki einhver sem ég þurfti að bjarga eða sjá um. Hún er fullfær um það sjálf. Er ekki einmitt sagt að maður finni sér maka út frá foreldri sínu? Ég held að það eigi við hér. Mamma, sem ól mig upp ein, hef­ ur alltaf verið sjálfstæð. Ég sé mikið af mömmu í Rósu, þessa sterku Marokkó Jóhannes Haukur hefur verið við tökur meira og minna í Marokkó frá því í haust. Mynd Úr einkaSaFni„Ég er lík- lega ekki mjög dómharður á sjálfan mig og á auðvelt með að hrósa mér Fjölskyldan heimsótti hann Jóhannes saknaði barnanna mikið og grét sig í svefn fyrstu nóttina. Mynd Úr einkaSaFni Ætlaði að verða rokkstjarna Jóhannes Haukur átti sér drauma um að verða rokk- stjarna. Tónlistin leiddi hann út í leiklistina. Mynd SigTryggur ari Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofanar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.