Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Síða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2015, Síða 58
58 Menning Sjónvarp Helgarblað 13.–16. mars 2015 Glerið er brotið Styðjum við veðurfræðinga í kjarabaráttu þeirra É g gleymi aldrei símtali sem ég fékk frá föður mínum fyr- ir mörgum árum. Ég var ný- flutt til Edinborgar og naut þess sem við myndum kalla síðbúið sumar, en þeir kalla haust. Það var hlýtt og notalegt og allt í blóma í borginni minni og ég naut lífsins. Þegar pabbi hringdi spurði hann mig um daginn og veginn og ég svaraði því samviskusam- lega að ég hefði yfir fáu að kvarta. Ég spurði hann svo: „en hvernig hefur þú það pabbi minn?“ Svarið var einhvern veginn svona: „Ásta Sigrún ... það er búið að rigna og rigna og rigna og rigna og rigna og rigna í ALLT HAUST.“ Ég hló, en snarþagnaði þegar ég heyrði að honum var ekki hlátur í huga heldur aðeins nístandi upp- gjöf gagnvart íslenska veðrinu. Ég skildi aldrei alveg hvernig honum leið, ég hafði aldrei upplifað það svona sterkt að veðrið væri aga- legt í langan tíma eða að minnsta kosti ekki sett það fyrir mig. Ég skil hann núna. Það er í íslenskri þjóðarsál að kvarta undan veðrinu, enda eig- inlega ekki annað hægt. Kvabb- inu mætir ýmist manneskja sem segir að veðrið sé búið að vera af- skaplega fínt og yfir því sé óþarfi að kvarta. Óveðrið „sautjánhund- ruðogsúrkál“ – það hafi nú ver- ið alvöru veður. Svo eru þeir sem horfa á mann og svara með mik- illi samúð. Þú sérð í augum þeirra að þeir eru á sama bugunarstað og þú. En svona í alvöru – veðrið hef- ur verið vont síðan í maí í fyrra – eða var það í maí í hitteðfyrra? Ég átta mig ekki á því enda hafa dagarnir runnið saman í eitt sam- fellt beljandi óveð- ur. Þetta hefur orðið til þess að ég ligg á heima- síðum sem bjóða á kosta- kjörum ferðir til fjarlægra landa með hálf- tíma og upp í dags fyrirvara á fluginu. Ég hef einnig íhugað að stefna íslenska ríkinu og óska eftir skaða- bótum vegna áfallastreituröskun- ar en lögfróðar konur segja mér að það komi til með að setja ís- lenska ríkið aftur á hausinn og ég get ekki tekið við meiri kreppu. Eftir langa umhugsun, vanga- veltur og umræður um veðrið held ég að niðurstaðan sé sú að þetta sé ekkert annað en samsæri! Munið þið þegar að læknarn- ir voru í verkfalli og Landspít- alinn, sem staðið hafði tæpt í langan tíma, var skyndilega að hruni kominn. Spítalinn varð á nokkrum dögum hættulegasti staður á landinu. Svo voru gerðir kjarasamningar og skyndilega var enginn músagangur við gömlu Hringbrautina lengur – bara blússandi hamingja. Ég held að veðurfræðingar séu í sama bransa. Þeir hljóta að vera í miðri kjarabaráttu og eru að nota veðr- ið gegn okkur í einhverjum leyni- legum viðræðum hjá ríkissátta- semjara. Það getur ekki annað verið – þetta er ekki eðlileg tíð. Ég sé fyrir mér svona ofvaxinn rauðan neyðarhnapp umlukinn glerboxi sem aðeins formaður samninganefndar hefur aðgang að. Fyrir ofan hnappinn stend- ur: „ÓVEÐUR – Í NEYÐ BRJÓTIÐ GLERIГ. Krakkar – glerið er brotið. Nú er tími til kominn að halda mót- mælafundi á Austur- velli og krefjast skaplegrar tíð- ar. Launa- hækkun handa veður- fræðing- um! n „Ég hef einnig íhugað að stefna íslenska ríkinu og óska eftir skaðabótum vegna áfallastreituröskunar. Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Sunnudagur 15. mars 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Kioka (36:78) 07.08 Ljónið Urri (19:52) 07.18 Pósturinn Páll (6:13) 07.33 Sara og önd (35:40) 07.40 Litli draugurinn Laban (1:6) 07.47 Róbert bangsi (9:26) 07.57 Vinabær Danna tígurs 08.07 Friðþjófur forvitni 08.32 Tré-Fú Tom (6:13) 08.54 Um hvað snýst þetta allt? (6:52) 08.59 Verðlaunaféð (2:21) 09.00 Disneystundin (10:52) 09.01 Gló magnaða (9:14) 09.23 Sígildar teiknimyndir 09.30 Fínni kostur (9:20) 09.52 Millý spyr (5:78) 09.59 Unnar og vinur (15:26) 10.25 Hraðfréttir e 10.45 Ævintýri Merlíns e (11:13) (The Adventures of Merlin) 11.35 Saga lífsins e (5:6) (Life Story) 12.25 Saga lífsins - Á tökustað e (4:6) 12.35 Kiljan e 13.15 Landakort 13.25 Útúrdúr e (5:10) 14.10 Manhattan sigruð e (We'll Take Manhattan) Sannsöguleg mynd byggð á ævi fyrirsætunn- ar og leikkonunnar Jean Shrimpton og sambandi hennar við ljósmyndar- ann David Bailey. 15.40 Bikarmót í hópfim- leikum 2015 17.10 Táknmálsfréttir 17.20 Kalli og Lóla (6:26) 17.32 Sebbi (17:40) 17.44 Ævintýri Berta og Árna (18:52) 17.49 Tillý og vinir (8:52) 18.00 Stundin okkar 18.25 Kökugerð í konungsríkinu (4:12) (Kongerigets kager) 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir (25) 19.35 Veðurfréttir 19.40 Landinn (24) 20.10 Öldin hennar (11:52) 20.15 Leitin að Billy (2:2) 20.45 Sjónvarpsleikhúsið – Næturvaktin (Play- house Presents) 21.10 Heiðvirða konan 8,3 (4:9) (The Honourable Woman) Verðlaunuð bresk spennuþáttaröð. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 22.05 Dóttir Indlands (India's Daughter) Áhrifamikil heimildarmynd frá BBC sem hlotið hefur gríðar- lega fréttaumfjöllun eftir að sett var lögbann á sýningar hennar á Indlandi. Í myndinni er fjallað um árásina á Jyoti Singh sem var nauðgað af hópi manna í strætisvagni á Indlandi árið 2012 og varpar um leið ljósi á þá ógn sem konum stafar af hópnauðgunum þar í landi. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 23.05 Bragðskyn 7,0 (The Angel's Share) Hjart- næm gamanmynd um ungan afbrotamann sem þráir það heitast að geta snúið við blaðinu og unnið fyrir sér og fjölskyldu sinni. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 00.50 Glæstar vonir e (3:3) (Great Expectations) 01.45 Útvarpsfréttir Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 08:25 Spænski boltinn (Eibar - Barcelona) 10:05 FA Cup 2014/2015 (Liverpool - Blackpool) 11:50 Formúla 1 2015 (Formúla 1 - Ástralía) 14:10 UEFA Champions League 2014 (Chelsea - Paris St. Germain) 15:55 UEFA Champions League 2014 (Bayern Munchen - Shakhtar Donetsk) 17:40 Meistaradeildin - Meistaramörk 18:10 Spænski boltinn 14/15 (Eibar - Barcelona) 19:55 Spænski boltinn 14/15 (Real Madrid - Levante) 22:00 UFC Countdown 22:45 UFC Live Events 2015 01:15 UEFA Europa League (Everton - Dynamo Kiev) 08:20 Premier League (Leicester - Hull) 10:00 Premier League (Crystal Palace - QPR) 11:40 Premier League (Burnley - Man. City) 13:20 Premier League 2014/2015 (Chelsea - Southampton) 15:50 Premier League (Man. Utd. - Tottenham) 18:00 Premier League 2014/2015 (Chelsea - Southampton) 19:40 Premier League (Man. Utd. - Tottenham) 21:20 Premier League (Everton - Newcastle) 23:00 Premier League (Arsenal - West Ham) 00:40 Premier League (WBA - Stoke) 18:45 Friends (7:24) 19:10 New Girl (12:25) 19:35 Modern Family (11:24) 20:00 Two and a Half Men (6:24) 20:20 Viltu vinna milljón? 21:00 Twenty Four (6:24) 21:55 Believe (11:13) 22:40 Rita (5:8) 23:25 Sisters (18:24) 00:10 Viltu vinna milljón? 00:50 Twenty Four (6:24) 01:35 Believe (11:13) 02:20 Rita (5:8) 07:25 Gandhi 10:30 Presumed Innocent 12:35 Jobs 14:40 Gandhi 17:45 Presumed Innocent 19:50 Jobs 22:00 Ted 23:45 Now You See Me 03:10 Ted 17:35 The Amazing Race (6:12) 18:15 Hot in Cleveland (8:22) 18:40 Last Man Standing (13:22) 19:00 Bob's Burgers (12:22) 19:25 Amercian Dad (3:18) 19:45 Cleveland Show 4, The (14:23) 20:10 The League (3:13) 20:55 Saving Grace (8:19) 21:40 The Finder (2:13) 22:25 Bob's Burgers (12:22) 22:45 Amercian Dad (3:18) 23:10 Cleveland Show 4, The (14:23) 23:30 The League (3:13) 00:20 Saving Grace (8:19) 01:05 The Finder (2:13) 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:00 The Talk 11:40 The Talk 12:20 Dr. Phil 13:00 Dr. Phil 13:45 Dr. Phil 14:25 Cheers (8:26) 14:45 Million Dollar Listing (9:9) Skemmtileg þáttaröð um fasteigna- sala í Hollywood og Malibu sem gera allt til þess að selja lúxusvillur fræga og fína fólksins. 15:30 Royal Pains (2:16) 16:10 The Real Housewives of Orange County (3:16) Raunveruleika- þáttaröð þar sem fylgst er með lífi fimm húsmæðra í einu ríkasta bæjarfélagi Bandaríkj- anna. 16:55 The Biggest Loser - Ísland (8:11) 18:05 Svali & Svavar (9:10) 18:40 Parks & Recreation (8:22) 19:00 Catfish (12:12) Í sam- skiptum við ókunnuga á netinu er oft gott að hafa varann á vegna þess að fæstir eru í raun þeir sem þeir segjast vera. Þáttaröðin fjallar um menn sem afhjúpa slíka notendur. 19:50 Solsidan (7:10) 20:15 Scorpion (10:22) 21:00 Law & Order (7:23) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksóknara í New York borg. 21:45 Allegiance 7,4 (5:13) Bandarískur spennu- þáttur frá höfundi og framleiðanda The Adju- stment Bureau. Alex O'Connor er ungur nýliði í bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA, og hans fyrsta stóra verkefni er að rannsaka rússneska njósnara sem hafa farið huldu höfði í Bandaríkj- unum um langt skeið. Það sem Alex veit ekki er að það er hans eigin fjölskylda sem hann er að eltast við. 22:30 The Walking Dead 8,7 (11:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Banda- ríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utan- frá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. 23:20 Hawaii Five-0 (15:25) Steve McGarrett og félagar handsama hættulega glæpamenn í skugga eldfjallanna á Hawaii í þessum vinsælu þáttum. 00:05 Law & Order (7:23) 00:50 Allegiance (5:13) 01:35 The Walking Dead (11:16) 02:25 The Tonight Show 03:15 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:25 Doddi litli og Eyrnastór 07:35 Elías 07:45 Skoppa og Skrítla enn út um hvippinn og hvappinn 08:00 Algjör Sveppi 09:30 Ben 10 09:55 Young Justice 10:20 Scooby-Doo! 10:45 Ninja-skjaldbökurnar 11:35 iCarly (16:45) 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:45 Modern Family (6:24) 14:10 Sjálfstætt fólk (21:25) 14:45 Matargleði Evu (1:12) 15:15 Margra barna mæður (2:7) 15:40 Fókus (5:12) 16:10 Um land allt (16:19) 16:45 60 mínútur (23:53) 17:30 Eyjan (26:35) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (81:100) 19:10 Ísland Got Talent (8:11) 20:50 Rizzoli & Isles (15:18) Fimmta þáttaröðin um rannsóknarlögreglu- konuna Jane Rizzoli og lækninnn Mauru Isles sem eru afar ólíkar en góðar vinkonur sem leysa glæpi Boston- mafíunnar saman. 21:35 Better Call Saul (1:10) 22:30 Banshee 8,4 (10:10) Þriðja þáttaröðin um hörkutólið Lucas Hood sem er lögreglustjóri í smábænum Banshee. 23:25 60 mínútur (24:53) Vandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reynd- ustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heimsþekkt fólk. 00:10 Eyjan (26:35) Vandaður þjóðmála- og frétta- skýringaþáttur um pólitík og efnahagsmál í opinni dagskrá í umsjón Björns Inga Hrafns- sonar og blaðamanna Eyjunnar. 00:55 Daily Show: Global Edition (8:41) Spjall- þáttur með Jon Stewart þar sem engum er hlíft og allir eru tilbúnir að mæta í þáttinn og svara fáránlegum en furðulega viðeigandi spurningum Stewarts. Ómissandi þáttur fyrir alla sem vilja vera með á nótunum og líka þá sem einfaldlega kunna að meta góðan og beinskeyttan húmor. 01:20 Transparent (5:10) 01:40 Suits (16:16) 02:25 Vice (1:14) 03:10 Looking (8:10) 03:40 Margaret 06:05 Rizzoli & Isles (15:18) Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Helgarpistill VEÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.