Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Side 4
Helgarblað 29. maí–1. júní 20154 Fréttir Heill heimur af pylsum! Hrísateig 47 Pylsur á pönnuna en einnig úrvals skinkur og álegg á veisluborðið að ógleymdri svínasultunni, beikoninu og ýmsu öðru góðgæti. Gæðapylsur og skinkur án allra auka- og fylliefna og án MSG. Framleiddar eftir uppskriftum frá öllum heimshornum. Íslenskt kjöt – íslensk framleiðsla! PIPA R\TBW A • SÍA UPPFYLLIR SKILYRÐI NÁLARAUGANS Paleo GABS SCD Í búi í Eyja- og Miklaholtshreppi þarf að greiða 50 þúsund króna sekt til ríkissjóðs vegna ummæla sem hann lét falla á Facebook- síðu sinni um þáverandi oddvita hreppsins, Guðbjart Gunnarsson. Ummælin voru að auki dæmd dauð og ómerk. Ummælin tengdust Guðbjarti og Ólafi Ólafssyni, oftast kenndum við Samskip. Ólafur á jörð í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ummælin sem íbúðinn lét falla voru eftir farandi: „En það vantar ekki að hann smjaðr- ar fyrir Ólafi sem á […] Enda gaf Ólafur honum nýjan traktor (mútur eða hvað?)“ Konan sagði fyrir dómi að um- mælin hefðu tengst deilum sínum og fjölskyldu sinnar við Ólaf. Viðkom- andi taldi að um væri að ræða „vald- níðslu gagnvart fjölskyldu“ sinni auk þess sem að til staðar væru „undar- leg tengsl oddvitans“ við Ólaf og eig- inkonu hans. Í dómnum kemur fram að með Facebook-færslunni hafi viðkom- andi ýjað að því að oddvitinn hafi gerst sekur um refsivert brot í starfi, en að hann hafi raunar fengið lán- aðan plóg og traktor frá Ólafi, líkt og algengt væri milli bænda. Ekki hefði verið um að ræða gjöf. Sektina og málsvarnarlaun, 1,2 milljónir, þarf konan því að greiða vegna málsins. n ritstjorn@dv.is Dýr Facebook-færsla Ýjaði að því að oddviti hefði gerst sekur um refsivert brot Deilur í sveitinni Ólafur reyndist hafa lánað dráttarvél- ina til oddvitans. MynDin er úr safni Halldór bor- inn til grafar „Halldór var fyrst og síðast heilindamaður,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, í minningargrein í Morgunblaðinu um Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem borinn var til grafar á fimmtudag. Davíð er í hópi fjölmargra sem skrifa minningargrein í blaðinu um Halldór. Davíð segir Halldór hafa verið samviskusaman mann sem tók verk sín alvarlega, hann hafi verið atorkusamur og ósérhlífinn. „Hann var viðkvæmur maður með ríka samúð gagnvart náunga sínum,“ segir Davíð einnig. Halldór lést þann 18. maí síð- astliðinn, 67 ára að aldri, í sumar- húsi sínu í Grímsnesi. Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, segir orðið „höfðingi“ koma upp í hug- ann þegar Halldórs sé minnst. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir Halldór hafa verið ríkan af drengskap. Geir Haarde, fyrrverandi forsætis- ráðherra, segir að Halldór hafi um margt verið líkur Ólafi Jóhannes- syni. „Menn þurftu ekki að vera sammála honum en alltaf var hægt að treysta orðum hans.“ Útför Halldórs fór fram frá Hallgrímskirkju í gær, fimmtudag, klukkan eitt, á vegum ríkisins. Bekkir Hallgrímskirkju voru þéttsetnir og voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson meðal líkmanna. „Við munum auð- vitað halda skilorð“ Lögmaður fagnar því að Hæstiréttur hafi hlustað á málsbætur fólksins S kúli Bjarnason, lögmaður nímenninganna úr Gálga- hraunsmálinu, var varkár í sínum fyrstu viðbrögðum rétt eftir dómsuppkvaðninguna í Hæstarétti. Skúli fagnaði þó dómn- um, sagðist í fljótu bragði líta á hann sem hálfan sigur og taldi gott að Hæstiréttur hlustaði á málsbætur fólksins, en það hefði ekki verið gert í héraðsdómi. Nímenningarnir fóru inn á fram- kvæmdasvæði við vegarlagningu í Gálgahrauni í október 2013 er þeir voru að mótmæla framkvæmdum þar og voru fyrir vikið dæmdir í 150 þúsund króna sektargreiðslu eða átta daga fangelsi ef greiðsla væri ekki innt af hendi. Enn fremur voru þeir dæmd- ir til greiðslu hluta málskostnaðar. Í dómi Hæstaréttar er sektar- greiðslan skilyrt þannig að hún fellur niður ef sakborningar halda skilorð í tvö ár. „Fyrstu viðbrögð eru að þetta sé í það minnsta hálfur sigur. Það er að minnsta kosti hlustað á fólk,“ sagði Skúli í stuttu samtali við DV. Tugir handteknir, níu ákærðir Alls voru níu, tveir karlar og sjö konur, ákærð fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu þegar þau mótmæltu vega- gerð í Gálgahrauni þann 21. október 2013. Þegar mótmælin stóðu sem hæst voru raunar tugir manna hand- teknir og færðir í einangrun, en aðeins hluti þeirra var formlega ákærður. Mótmælin snerust um lögmæti fyrirhugaðrar framkvæmdar við lagn- ingu nýs Álftanesvegar um þvert Gálgahraun. Mótmælendur töldu að bíða ætti niðurstöðu dómstóla áður en framkvæmdir hæfust, en þá höfðu fern náttúruverndarsamtök, Land- vernd, Náttúruverndarsamtök Ís- lands, Náttúruverndarsamtök Suð- vesturlands og Hraunvinir höfðað dómsmál til þess að fá skorið úr um lögmæti framkvæmdarinnar. Mótmælin voru friðsamleg, en mótmælendur tóku sér stöðu í hraun- inu, sátu og neituðu að færa sig þrátt fyrir fyrirskipun lögreglunnar. Lög- reglan taldi þá vera að trufla aðgerðir í hrauninu á vinnusvæði, en mótmæl- endurnir sögðu lögregluna hafa skil- greint vinnusvæðið eftir á með því að færa til borða. stilling og rósemi Sakborningarnir tóku niðurstöðunni af stillingu og rósemi og voru dálitla stund að átta sig á því hvað fælist í dómsorðinu. En viðbrögð allra voru jákvæð og þau töldu sigur hafa unn- ist. „Þetta er mikill sigur,“ sagði Gunnsteinn Ólafsson við blaða- mann DV. „Það er engin sekt ef við höldum skilorð. Ríkið heldur and- litinu með þessum dómi en ég get ekki litið á þetta öðruvísi en sem sýknun og mikinn sigur fyrir okkur því það er bara hreinlega verið að viðurkenna það að menn hafi farið offari í þessu máli. Það er greinilegt að dómararnir álíta að lögreglan hafi farið offari.“ Halda skilorð „Við munum auðvitað halda skilorð enda erum við öll með hreint sakavottorð,“ sagði Viktoría Áskels- dóttir, ein nímenninganna. Hún sagð- ist þó áskilja sér rétt til að fá að taka þátt í mótmælum áfram. „Það er von- andi ekki búið að banna mér að mót- mæla. En ég er ánægð. Þetta er mikill sigur þó að ríkið reyni að halda and- litinu,“ bætti Viktoría við. n Í Hæstarétti Nímenningarnir og lögmaður þeirra voru byrjuð að melta niðurstöðuna. MynD DV eHf / sigTryggur ari Viktoría Áskelsdóttir Viktoría var ánægð með niðurstöðuna. MynD DV eHf / sigTryggur ari nímenningarnir Allt fólkið er með hreint sakavottorð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.