Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Qupperneq 20
20 Fréttir Helgarblað 29. maí–1. júní 201520 Fréttir Erlent
Þær eru valdamestar
n Forbes setur saman lista yfir valdamestu konur heims n Forstjórar og embættismenn áberandi
1 Angela Merkel – kanslari Þýskalands
Þetta er í tíunda sinn sem Forbes
útnefnir Merkel áhrifamestu og
valdamestu konu heims og skyldi
engan undra. Angela Merkel
hefur í nógu að snúast um
þessar mundir. Flótta-
menn streyma til
ríkja Evrópusam-
bandsins, enn
gengur illa að
ráða við evru-
krísuna og Grikk-
land og að auki
þarf að fylgjast
grannt með sam-
bandi heimsins við
Rússland og ástandinu
í Úkraínu. Í raun gæti aðeins
ein kona velt henni úr sessi sem
valdamesta kona heims, en það
er Hillary Clinton sem enn sem
komið er á raunhæfa möguleika
á að verða forseti Bandaríkjanna
árið 2016, embætti sem iðulega er
útnefnt það valdamesta í heimi.
2 Hillary Clinton – stjórnmálamaður og forsetaframbjóðandi
Hillary Clinton var eitt sinn forsetafrú og á nú góða möguleika á að
verða forseti Bandaríkjanna. Sem öldungadeildarþingmaður og
síðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur hún aflað sér gríðar-
legrar reynslu og virðingar innan bandarískra stjórnmála. Hún þekkir
starfið vel og hefur reynt að fá útnefningu demókrata áður. Eins og
staðan er núna hefur hún mikið forskot á aðra frambjóðendur og
þykir líkleg til að hreppa útnefningu demókrata og forsetaemb-
ættið árið 2016. Í fyrra var hún í sjötta sæti lista Forbes.
3 Melinda Gates – stjórnarformaður
Bill & Melinda Gates-sjóðsins
Melinda Gates er stórtæk á sviði
góðgerðarmála. Í fyrra veitti
stofnun hennar, og eiginmanns
hennar, 3,9 milljörðum dala í þró-
unarsamvinnu og góðgerðarmál.
Frá stofnun Bill & Melinda Gates-
sjóðsins hafa þau safnað 33
milljörðum dala og veitt áfram.
Verkefni sem hún hefur stýrt
þykja hafa breytt hugsunarhætti
annarra milljarðamæringa varð-
andi góðgerðastarf, en verkefnin
þykja vel skipulögð og auðvelt
að sjá hvernig peningarnir skila
sér til góðs.
4 Janet Yellen – seðlabankastjóri Bandaríkjanna
Það var sögulegt þegar Janet Yellen varð fyrsta konan til að setjast
í stól seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Hún var ráðgjafi Bills Clinton
í efnahagsmálum þegar hann var forseti og sat frá árinu 2010 í
stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna. Hún hefur staðið í ströngu að
undanförnu við að takast á við breytta tíma eftir efnahagskreppuna
og þykir hafa leyst það afar farsællega.
5 Mary Barra – forstjóri
General Motors
Mary Barra hefur
starfað hjá General
Motors í 35 ár en tók
við starfi forstjóra í
fyrra. Barra er fyrsta
konan til að stýra
bílaframleiðslufyrir-
tæki eins og General
Motors og frá því að
hún tók við starfinu
hefur gengið á ýmsu.
Þar á meðal alvarlegri
bilun í bifreiðum sem
talin er hafa valdið
74 dauðsföllum auk
þess sem fyrirtækið
innkallaði 30 milljónir
bíla í fyrra.
Vesturhrauni 5
Garðabæ
S: 530-2000
Bíldshöfða 16
Reykjavík
S: 530-2002
Tryggvabraut 24
Akureyri
S: 461-4800
Grjótharður
vinnufatnaður
Skyrta Einstaklega þægileg
flónelskyrta. Með brjóstvösum og
einum símavasa. Bómullarstyrk-
ingar í ermastroffi og öxlum
Buxur Rassvasar, vasar fyrir
hnépúða, síma- og pennavasi
og lykkja fyrir hamar.
Gallar Með útvíkkunarfaldi í
bakið, brjóstvasi, innaná-vasi,
pennavasi, rassvasi, vasar fyrir
hnépúða og símavasi.
Flexitec öryggisskór
Mjög stöðugir Premium-skór
með alveg einstökum Flexitec-
sóla sem var hannaður sam-
kvæmt ráðum bæklunarlæknis.
Mjúkskels
jakki
Tveir hliðarvasar
og brjóstvasi
með rennilás.
Franskur
rennilás á
ermum. Vatns-
heldni 3000mm.
Jakkar Vatteraður, teygja
í baki, hetta sem hægt er
að taka af með rennilás,
loftgöt með rennilás undir
höndum, stroff um úlnliði
og hægt að þrengja með
frönskum rennilás, vasar eru
allir með rennilás og teygja í
mitti að framan, endurskin.
Smíðavesti Yfirfelldur rennilás. Smíðavasara að framan
og aftan. Sterkir beltishankar. Tölur og lykkjur fyrir verkfæri