Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Blaðsíða 27
Helgarblað 29. maí–1. júní 2015 Minnistöflur www.birkiaska.is Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel eldri borgurum, lesblindum og nemendum í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Bodyflex Strong Bodyflex Strong mýkir liðamót og dregur úr verkjum í þeim og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.  Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á vökva- jafnvægi bæði líkama og húðar og örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum, losar vatn úr líkamanum og dregur úr bólgum. Evonia færir hárrótinni næringu og styrk til þess að efla hárvöxt. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia Umræða Stjórnmál 27 Þegar Íslendingar voru mestir og bestir af aurum api; þeir höfðu ekki fyrr komist yfir peninga en þeir fóru að gera sig að viðundrum með bjána- skap og flottheitum, Bentley-bíl- um, einkaþotum og yfir drifnum lúxussnekkjum. Áfram með grein Svans Kristjánssonar Höldum áfram að vitna í stórfróð- lega grein Svans Kristjánssonar í Skírni. Hann vitnar í fyrirlestur sem forsetinn hélt í Belgrad 2004. „Í Belgrade-fyrirlestrinum nafn- greindi forsteinn hin íslensku fyrir- tæki sem hefðu orðið að meirihátt- ar alþjóðlegum fyrirtækjum /…/ Lykillinn að velgengni þeirra allra, sagði forsetinn, var viðskiptamenn- ingin (business culture) sem hefði sex megineinkenni:“ Síðan eru þessi sex einkenni talin upp, og vel að merkja er skortur á „flóknu regluverki“ tvítalinn sem höfuð- kostur. Eitt einkennið er orðað svona: „Mikill sköpunarkraftur. Í ís- lenskri menningu hefðu skapandi einstaklingar ætíð notið mikill- ar virðingar, fólk sem gæti ort ljóð og hefði frásagnargáfu. Aðdáun á skapandi einstaklingum hefði verið yfirfærð á frumkvöðla og athafna- menn í viðskiptalífinu sem eru kallaðir „athafnaskáld“ – skáld athafnanna. Með hnattvæðingu viðskiptalífsins getur slíkur sköp- unarkraftur ráðið úrslitum.“ Um þetta mætti ýmislegt segja, en í hina röndina er það óþarfi, segir sig sjálft. En það var eitt af þessum sex atriðum sem vakti alveg sérstaka athygli mína, og hljóðar svo: „Mikil áhersla er lögð á árangur, að vinna strax þau verk sem þarf að vinna. Munurinn á Svíum og Íslendingum að þessu leyti sé mjög skýr. Þannig voru Svíi og Íslendingur á ferð saman í Afríku. Þegar bíllinn bil- aði alvarlega fór Svíinn að skrifa bréf til að biðja um hjálp en Ís- lendingurinn steig út og gerði við bilunina.“ (leturbreyting ek) Við erum svo miklu fremri hinum Norðurlandaþjóðunum Hér náttúrlega á ferðinni það herfi- legasta af allri vitleysu bóluár- anna, en það var sú útbreidda og margendurtekna dellukenning að við Íslendingar værum á einhvern hátt fremri og betri en nágrannar okkar og frændur. Og skoðum þetta nánar: Íslendingur kunni að gera við bíl, en Svíi ekki. Nú er það ef- laust svo að meðal beggja þjóða sé hægt að finna einstaklinga sem eru misflinkir í bílaviðgerðum. En er einhver sérstök ástæða til að álykta sem svo að þarna séu þjóðarein- kenni á ferðinni? Í því sambandi mætti kannski minna á að áratug- um saman hafa Svíar hannað og smíðað bíla, sem er öllu meira en sagt verður um okkar ágætu þjóð. Og Svíar bjuggu meira að segja til bíla sem voru þekktir fyrir endingu og vandvirkni: Volvó, Saab og Scania Vabis. Svo það er ekki fráleitt að ætla að einhverjir af því þjóðerni séu vel til þess bærir að laga þannig bíla þegar þeir bila. Og að það sé ekki einkakunnátta Íslendinga. Og munurinn á Svíum og Ís- lendingum þegar kemur að ár- angri?! Það þarf ekki að telja upp öll góðu og árangursríku fyrirtæk- in sem Svíar hafa stofnað og rek- ið og eru sum meira en aldargöm- ul stórveldi á heimsvísu. Og ég held að það verði að flokkast undir ágæt- is árangur. Þess utan verður það ekkert af Svíum tekið, og er meira en sagt verður um okkur hérlands- menn, að þeir hafa rekið árangurs- ríkt og friðsælt samfélag síðustu aldirnar, með furðu góðum jöfnuði, velmegun og stöðugleika. Og ekki alveg víst að margir hafi efni á að gera lítið úr því. Það eina sem maður verður að vona, og biðla til allra góðra vætta um, er að útlendingar frétti sem fæstir að svona töluðu okkar tals- menn, rétt áður en allt hrundi hér á landi. n og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR „Hvað var nú þetta? Hvert var nú tilefnið til að fara að blanda Íslendingasögum, skáldum og jafnvel hinum góðu ömmum okkar inn í umræðuna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.