Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Side 36
8 Ferðaþjónusta - Kynningarblað Helgarblað 29. maí–1. júní 2015
Farfuglaheimilin eru um allt land
Stuðla að ferðalögum sem auka þekkingu fólks á umhverfinu og umhyggju fyrir náttúrunni
Á
undanförnum árum hefur
samsetning þeirra ferða-
manna sem kjósa að gista á
Farfuglaheimilum orðið fjöl-
breyttari. Í dag ferðast fólk á
öllum aldri og heilar fjölskyldur um
landið og kjósa að nýta sér þennan
kost sem áður þótti frekar henta ung-
um ferðalöngum.
Hér á landi eru starfandi 33 far-
fuglaheimili um allt land og verður
flóra þeirra sífjölbreytilegri eins og
ferðalangarnir sem sækja þau heim.
Heimilin eru afar fjölbreytt og öll hafa
sinn eigin karakter og sjarma. Þau
eru misstór og með misjafnar áhersl-
ur en öll hafa þau það að leiðarljósi
að bjóða góða gistingu á sanngjörnu
verði. Með því að kaupa Farfuglaskír-
teini fæst gistingin á enn lægra verði.
Heimilin bjóða öll upp á tveggja
til sex manna herbergi og bjóða
sum þeirra einnig herbergi með sér
snyrtingum. Á öllum heimilunum
eru gestaeldhús og setustofur þar
sem gestir geta eldað sinn eigin mat
og notið félagsskapar gesta frá öllum
heimshornum.
Farfuglar, ferðalangar
og umhverfið
Með ferðalögum mörkum við oft spor
í umhverfið sem erfitt er að útmá.
Farfuglar hvetja gesti sína til að ganga
um náttúruna af virðingu og gera sitt
besta til að draga úr umhverfisáhrif-
um ferðalagsins. Hver einasta athöfn
okkar og val skiptir þar máli.
Farfuglar hafa frá upphafi lagt sitt
af mörkum til að styðja og efla um-
hverfisvitund og ábyrgðarkennd ís-
lenskra og erlendra ferðamanna, eins
og sjá má í stofnsamþykktum sam-
takanna frá 1939 þar sem Farfuglar
„einsetja sér að stuðla að ferðalög-
um sem auka þekkingu fólks á um-
hverfinu, umhyggju fyrir náttúrunni
og virðingu fyrir menningarlegu gildi
borga og bæja í öllum heimshlutum.“
Græn farfuglaheimili
Í dag eru 20 heimili sérmerkt sem
græn farfuglaheimili. Vinna far-
fuglaheimilanna í umhverfismálum
er grundvölluð á gæðastöðlum Far-
fugla og umhverfisstefnu samtak-
anna. Aðstaða heimilanna er ólík og
þau eru misjafnlega langt á veg kom-
in í umhverfisstarfinu. Þau heimili
sem standa sig sérstaklega vel bera
merkið Grænt farfuglaheimili og
eru sérmerkt í öllu kynningarefni til
að gera gestum val á grænni kost-
um auðveldari. Einnig eru þrjú far-
fuglaheimilanna Svansmerkt.
Farfuglar í yfir 90 löndum
Farfuglaheimilin eru hluti af al-
þjóðasamtökum Farfugla, Hostelling
International. Þeir sem vilja ferðast
um heiminn og halda ferðakostnaði í
lágmarki geta keypt sér Farfuglaskír-
teini. Þannig er hægt að fá ódýrari
gistingu á yfir 5.000 farfuglaheimil-
um um allan heim. Skírteinið veit-
ir að auki afslátt á ýmsu sem tengist
ferðamennsku, á um 3.500 stöðum í
40 löndum.
Farfuglar ses eru til húsa í Borgar-
túni 5, 105 Reykjavík, síminn er 575-
6700, netfang info@hostel.is.
Hægt er að fá nánari upplýsingar
um Farfuglaheimili á Íslandi á vefsíðu
www.hostel.is. Erlendu farfuglaheim-
ilin má skoða á veðsíðunni hihostels.
com. n
Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364
Ævintýraleg
gæludýrabúð
kíktu í heimsókn