Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Síða 40
Helgarblað 29. maí–1. júní 201532 Fólk Viðtal
Gagnrýndur fyrir að
vera of „straight“
F
elix lítur upp frá tölvunni og
brosir sínu breiðasta þegar
blaðamaður smeygir sér inn
um dyrnar á Bergsson mat-
húsi í Templarasundi. Bróðir
hans rekur staðinn og því lá beinast
við að hittast þar. Brosið og léttleik-
inn er einkennandi fyrir Felix og
blaðamaður minnist þess varla að
hafa séð hann öðruvísi en með bros
á vör. Veðrið er að sjálfsögðu það
fyrsta sem berst í tal þegar við höfum
komið okkur fyrir með kaffi og djús.
Enda flestir Íslendingar með það á
heilanum um þessar mundir. Líkt og
aðrir bíður Felix í ofvæni eftir sumr-
inu sem virðist aldrei ætla að koma.
„Er ekki að stefna í þrjátíu ára kulda-
tíð?“ spyr hann glettinn og bætir því
við að kannski væri best að koma
sér af landi brott. Þó líklega meira í
gríni en alvöru. Enda er hann fyrst og
fremst Reykvíkingur og svo auðvitað
KR-ingur.
Vildi ekki aftur í bæinn
„Ég gæti varla verið meiri
Reykvíkingur og er ákaflega stoltur af
því. Fæddur á Vesturgötunni þar sem
fjölskyldan bjó fyrst um sinn. En faðir
minn varð skólastjóri á Blönduósi
þegar ég var tveggja ára, og frá þeim
tíma til átta ára aldurs ólst ég upp
þar. Ég kynntist landsbyggðinni vel
og hvernig það er að alast upp í litlu
þorpi. Það var dásamleg lífsreynsla.
Og þegar foreldrar mínir sögðu
okkur systkinunum að við ætluðum
að flytja aftur til Reykjavíkur, fór ég
að gráta og fannst það alveg glatað,“
segir Felix sem er elstur fjögurra
systkina, fæddur árið 1967. En þrátt
fyrir grát og gnístran tanna flutti
fjölskyldan aftur í Vesturbæinn
þar sem Felix fann í sér bæði
Vesturbæinginn og KR-inginn. „Eftir
það varð ekki aftur snúið og ég vil
hvergi annars staðar vera.“
Sviðsljósið heillaði
Fyrir rúmum tíu árum keyptu Felix
og Baldur Þórhallsson, maðurinn
hans, æskuheimili Felix á Starhaga
og hafa búið þar síðan ásamt börn-
um sínum, Guðmundi og Álfrúnu
Perlu. „Það er alveg dásamlegt og
gæti ekki verið betra,“ segir Felix og
snýr sér svo aftur að æskuárunum
sem hann segir hafa verið sveip-
uð rósrauðum bjarma. „Foreldrar
mínir voru mjög virkt og skemmti-
legt fólk. Pabbi var auðvitað skóla-
stjóri og mamma hjúkrunarfræðing-
ur. Hún spilaði á gítar og söng og í
afmælum voru gjarnan sett upp leik-
rit. Pabbi bjó til svið með tjaldi sem
hægt var að draga frá. Þetta er algjör-
lega ógleymanlegt,“ segir Felix sem
verður dreyminn á svip þegar hann
rifjar upp æskuárin.
Á Blönduósi voru línurnar lagðar
fyrir framtíðina. Felix vissi strax á
barnsaldri að hann vildi standa á
sviði. Vera í sviðsljósinu. „Þó að
foreldrar mínir væru ekki í „show
business“ þá fékk ég þá tilfinningu
strax að þetta gæti verið skemmti-
legt. Mér fannst gaman að leika. Ég
held að ég hafi verið sex eða sjö ára
þegar ljóst var að það átti fyrir mér
að liggja. Ég man alltaf eftir því þegar
Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt tón-
leika í félagsheimilinu á Blönduósi.
Þá var ég sex ára og fór með blóm-
vönd upp á svið til að færa stjórn-
andanum. Ég var ákveðinn í því
þá að þarna vildi ég helst vera – á
sviðinu,“ segir Felix kíminn.
Gekk í stúlknakórinn
Og hann var ekkert að tvínóna við
hlutina. Um leið og hann flutti
aftur til Reykjavíkur, átta ára, hóf
hann mjög meðvitað að feta veg-
inn í átt að því gerast skemmti-
kraftur. Í Melaskóla lét hann strax
ljós sitt skína, enda var þar rek-
ið mjög öflugt leiklistar- og kóra-
starf fyrir börnin. „Melaskólakórinn
var reyndar stúlknakór á þessum
tíma, en ég fór og talaði við Magn-
ús Pétursson stjórnanda og sagði að
mig langaði að vera í kórnum. Hon-
um fannst þetta skemmtileg fram-
hleypni hjá ungum pilti og sagði að
ég mætti vera með ef ég fyndi annan
strák til að slást í hópinn með mér.“
Felix tók kórstjórann að sjálfsögðu
á orðinu og fékk bekkjarfélaga sinn,
Hafstein Gunnar Jónsson, með sér í
lið. „Hann var til í að koma með mér
í kórinn og við breyttum stúlknakór
Melaskóla í samkór,“ segir Felix.
En hann lét það ekki duga heldur
var hann líka í lúðrasveit og æfði fót-
bolta og körfubolta af kappi með KR.
Hann segist stundum velta því fyrir
sér hvernig hann hafði tíma til að
mæta í skólann og læra. En það gekk
einhvern veginn upp. „Þetta var ansi
mikið félagslíf. Ég brölti um Vestur-
bæinn með íþrótta- og skólatöskuna
í annarri og túbuna í hinni. Mér
þótti þetta stundum grimm örlög,“
segir hann hlæjandi og vísar þar til
túbunnar sem var ekki meðfærileg-
asta hljóðfærið í lúðrasveitinni. Sér-
staklega ekki fyrir ungan dreng.
Menntaskólaárin ekki best
Úr Melaskóla lá leiðin að sjálfsögðu í
Hagaskóla og þaðan í Verslunarskóla
Íslands, sem var hálfgert stílbrot fyrir
Vesturbæinginn. „Mín pólitík lá ekki
beint þar og ég hefði líklega frekar átt
að fara í MR eða MH, en ég var mjög
spenntur fyrir Nemendamótinu;
söngnum og sviðslistunum sem
stundaðar voru í Versló.“ Það var eig-
inlega annar listamaður sem gerði
útslagið í ákvörðun Felix varðandi
framhaldsskóla. Listamaður sem
hann átti síðar eftir að vinna náið
með, án þess að það hvarflaði að
honum á þeim tíma. „Jón Ólafsson
var að klára Versló og kom og kynnti
skólann fyrir okkur í Hagaskóla. Mér
fannst þetta stórkostlegur maður og
ég var alveg viss um að svona vildi ég
vera,“ segir Felix og hlær þegar hann
rifjar þetta upp. „Það er því mjög
skemmtilegt hvað leiðir okkar hafa
legið mikið saman. Það var algjör-
lega honum að þakka eða kenna að
ég endaði í Versló.“
Felix sér ekki eftir þeirri ákvörðun
„Ég var ákveðinn í
því að ég ætlaði
aldrei að verða eins og
þetta vesalings fólk, eins
og talað var um samkyn-
hneigða á þeim tíma.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Felix Bergsson þekkja flestir enda hefur hann komið víða við á síðustu 25
árum eða svo. Hann sló fyrst í gegn sem söngvari Greifanna, en svo lá leiðin í
leiklistina. Þegar Felix var 25 ára kom hann út úr skápnum eftir margra ára innri
baráttu. Enda gerði hann sér grein fyrir samkynhneigðinni strax á unglingsár-
unum. Hann segist aldrei hafa upplifað fordóma, nema þá helst innan úr sam-
félagi samkynhneigðra, þar sem hann er stundum gagnrýndur fyrir að vera of
„straight“. Blaðamaður settist niður með Felix og ræddi um æskuárin sem hann
sér í rósrauðum bjarma, samkynhneigðina, ástina, börnin og Eurovision sem
hann heillaðist af fyrir nokkrum árum.