Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2015, Side 60
52 Fólk Helgarblað 29. maí–1. júní 2015 Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002 Sama veRð í 7áR! Þunnar og þægilegar daglinsur 2500 kr. Gjaldþrot stjarnanna n Uppspretta peninga er ekki endalaus n Það hefði verið gott að leggja fyrir Þ egar maður þénar mörg hundruð milljónir á ári, eða jafnvel milljarða, ætti að vera auðvelt að leggja til hliðar í smá sjóð og geyma til mögru áranna. Það er þó regla sem ekki all- ar Hollywood-stjörnur hafa tileinkað sér og fyrir vikið hefur þeim tekist að verða gjaldþrota. Það getur nefnilega ýmislegt komið upp á þegar mað- ur er frægur og skatturinn gerir ekki greinarmun á Jóni og séra Jóni. Hér er listi yfir nokkrar stjörnur sem ekki hafa kunnað að fara með peninga. Einhverjar þeirra hafa þó náð sér aft- ur á strik eftir að hafa lýst sig gjald- þrota. n Eyddi öllu á níu árum Wayne Newton komst í heimsmetabók Guinness árið 1983 fyrir að vera launahæsti skemmtikrafturinn fram að þeim tíma. Þrátt fyrir þann merka titil tókst honum að eyða öllu sem hann hafði þénað á um níu árum og árið 1992 lýsti hann sig gjaldþrota. Það er eflaust ekki á allra færi að eyða svo miklum peningum á ekki lengri tíma, en þetta tókst Newton og gerði hann það með stæl. Seldi eignirnar Nicholas Cage var lengi vel einn vinsælasti leikarinn í Hollywood og eignir hans voru á metnar á tugi milljarða. Honum tókst engu að síður að koma sér í hundruð milljóna króna skuldir og neyddist til að selja alla kastalana sína, óðalssetrin, skúturnar og önnur tæki, til að eiga fyrir skuldunum. Með því að losa sig við eitthvað af þessu tókst honum að bjarga sér frá stóru gjaldþroti. Gerði meðlagið útslagið? Leikarinn Brendan Fraser hefur ekki verið neitt sérstaklega heppinn með hlutverk á síðustu árum. Hvort hann hafi slæma dómgreind á hvað eru góð hlutverk, eða hvort honum býðst ekk- ert betra, skal látið ósagt. En hann hefur ekki riðið feitum hesti frá verkefnum í Hollywood nýlega. Hann virðist hafa lifað hátt í kjölfar lítillar velgengni, eytt um efni fram og á sama tíma greitt háar meðlagsgreiðslur með börnum sínum. Hann þurfti allavega að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Gat ekki borgað leigu Barnastjarnan Lindsey Lohan hefur ráðið illa við frægðina og átt í miklum vandræðum með áfengi og fíkniefni. Hún stundaði skemmtanalífið mjög grimmt á tímabili og eyddi peningum af miklum móð. Á sama tíma fækkaði hlutverkum sem henni buðust og inn- koman varð lítil sem engin. Varð það til þess að Lohan gat á tímabili ekki borgað leigu, en hún virðist eitthvað hafa rétt úr kútnum á síðustu mánuðum. Réð einkaspæjara Courtney Love var meinaður aðgangur að sjóðum dóttur sinnar eftir að eiginmaður hennar og barnsfaðir, Kurt Cobain, svipti sig lífi árið 1994. En hún hafði þá eytt um efni fram og vantaði pen- inga. Love vill hins vegar meina að svikarar hafi stolið af henni fé og réð á sínum tíma einkaspæjara til að hafa upp á þeim. Gjaldþrot ofurmódels Fyrsta ofurmódelið, eins og fyrirsætan Janice Dickinson kallar sig gjarnan, neyddist til að lýsa sig gjaldþrota eftir farsælan feril þegar henni hafði tekist að safna skuldum upp á hundruð milljóna króna. Velgengni í kjölfar gjaldþrots Að lýsa sig gjaldþrota þýðir ekki alltaf að viðkomandi sé búinn að vera fjárhagslega. Í sumum tilfellum virðist slíkur gjörningur einfaldlega vera táknræn yfirlýsing um nýtt upphaf. Hvort það var tilfellið hjá Larry King er hins vegar óvíst. En það vildi engu að síður svo skemmtilega til að sama ár og hann óskaði eftir gjald- þrotaskiptum fékk hann boð um að taka að sér sjónvarpsþátt sem fékk nafnið Larry King Live. Hann á því áratuga farsælan feril að baki eftir gjaldþrotið og náði sér heldur betur á strik fjárhagslega. Svik umboðsmanna Söngvarinn Meatloaf rak umboðsmenn sína árið 1981 eftir að hann komst að því að þeir höfðu stolið frá honum fé. Í kjölfarið tókst umboðsmönnunum að láta frysta eignir Meatloaf á þeim forsendum að hann hefði rift samningi við þá á ólöglegan hátt. Þá dreifðu þeir alls konar óhróðri um söngvarann, sem hefur varla borið sitt barr síðan. Meatloaf gafst loksins upp og lýsti sig gjaldþrota því hann gat ekki staðið undir skuldunum. Hátt fall Goðsögnin Burt Reynolds var einn af launahæstu leikurum í Hollywood á áttunda áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir það neyddist hann til að lýsa sig gjald- þrota aðeins tveimur áratugum síðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.