Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Page 6
Helgarblað 7.–10. ágúst 20156 Fréttir HamraHlíð 17, 105 reykjavík / Hús Blindrafélagsins / sími 552-2002 Vönduð lesgleraugu frá 3.900 kr. Fimm aðgerðir á skapabörmum „Við fengum upplýsingar um að það væru um fimm aðgerðir sem hefðu verið framkvæmdar sem að læknarnir töldu að væru vel ígrundaðar,“ segir Margrét Mar- ía Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, í samtali við DV, en í ný- útkominni ársskýrslu umboðs- manns, fyrir árið 2014, kemur fram að embættinu hafi borist ábendingar um skapabarmaað- gerðir á stúlkum, undir átján ára aldri, hér á landi. Umboðsmaður fundaði með stórum hópi, meðal annars fé- lagi lýtalækna, vegna málsins í mars í fyrra. Margrét María segir að eftir fundinn hafi verið ljóst að ekkert utanumhald væri um tölfræði slíkra aðgerða. Hvatti umboðsmaður til þess að haldið yrði utan um þær aðgerðir sem framkvæmdar væru á börnum þar sem nauðsynlegt væri að hafa þær upplýsingar tiltækar til þess að fylgjast með því hvort réttindi barna væru virt. DV hef- ur greint ítrekað frá því að lítið sem ekkert utanumhald er með tölfræði lýtaaðgerða á Íslandi. Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin segir að það teljist umskurður að fjar- lægja hluta eða breyta kynfærum kvenna, nema það sé nauðsynlegt í læknisfræðilegum skilningi. Það varðar við íslensk hegningarlög að gera slíkt og segir í árs skýrslu umboðsmanns að það sé al- mennt talið brjóta gegn mann- helgi stúlkna að breyta kynfærum þeirra. Því verði að fara afar var- lega, segir Margrét María. Umboðsmaður barna vill að settar verði reglur þar sem leita þarf álits fleiri en eins læknis áður en aðgerð er framkvæmd á skapabörmum stúlku sem ekki hefur náð átján ára aldri. Í reglunum þyrfti einnig að koma fram að ekki væri heimilt að framkvæma slíkar aðgerðir einungis í fegurðarskyni. Þ að er alltaf ákveðinn hópur íþróttakvenna sem leitar sér aðstoðar hjá átrösk- unarteymi Landspítalans,“ segir Sigurlaug María Jóns- dóttir, teymisstjóri og sálfræðingur í átröskunarteymi Hvítabandsins á Landspítalanum. Í síðasta tölublaði DV birtist við- tal við Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðing sem rannsakað hef- ur átröskun meðal íþróttakvenna með nemendum sínum. Niðurstöð- ur rannsóknanna benda til þess að átröskun íþróttakvenna sé töluvert stærra vandamál en hjá almenningi og á stöðluðum prófum skoruðu ís- lenskar íþróttakonur nær mörkum átröskunarsjúklinga en íslenskra há- skólakvenna. Í haust mun Hafrún halda rann- sóknum áfram með bæði nemend- um sínum og starfsmönnum Hvíta- bandsins hjá Landspítalanum, Sigurlaugu þar á meðal. Fitness-hópurinn fer stækkandi „Þetta eru stelpur sem koma úr mis- munandi íþróttum; fimleikastelp- ur, ballettstelpur, handbolta- og fót- boltakonur, crossfit-iðkendur og svo fer fitness-hópurinn ört stækkandi. Í raun fáum við bara til okkar alla flór- una,“ segir Sigurlaug. Aðspurð segir hún þó að meira sé um að íþróttakonur sem stunda íþróttir þar sem gerðar eru ákveðn- ar útlitslegar kröfur eigi við átrösk- unarvanda á stríða. „Meira er um að stelpur sem stunda „útlitsíþrótt- ir“ komi til okkar og þá er ég að tala um ballett, fimleika og fitness. Það er raunar svo að við höfum áhyggjur af fitness-keppendunum en aðsókn þeirra hefur verið að aukast hjá okk- ur síðastliðin þrjú ár.“ Sigurlaug segir að erfitt sé að segja hve stór hluti allra sem leiti hjálpar Hvítabandsins sé íþróttafólk. „Það er erfitt að segja en hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að eitt af einkennum átraskana er ofhreyf- ing eða öfgalíkamsrækt í hvers kon- ar formi. Þá er ég að tala um hlaup, crossfit, líkamsrækt og hvað annað. Það er nefnilega fín lína á mili þess hvað telst vera eðlileg hreyfing og hvenær hreyfing er orðin óeðlilega mikil.“ Því verði áhugavert að fylgj- ast með áframhaldandi rannsóknum Hafrúnar á málaflokknum. Ofhreyfing verði að þráhyggju „Við höfum ekki tölu yfir það hve stór hluti íþróttastúlkna kemur til okkar hjá Bugl en það er alltaf ein- hver hópur,“ segir Margrét Gísla- dóttir, sérfræðingur í hjúkrun og fjölskylduþerapisti á barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans. „Rannsóknir hafa ljóslega sýnt að hluti kvenna sem hafa verið í fim- leikum eða íþróttum þrói með sér átröskun.“ Einn þeirra þátta sem áhrif geti haft á að einstaklingar fái átrösk- un er ofhreyfing. „Þá verður það að þráhyggju hjá þeim sem iðka mikl- ar íþróttir að hreyfa sig mikið. Fólk fer að tengja hreyfingu við það að geta borðað og getur ekki borð- að nema það hreyfi sig, sem er afar slæmt. Manneskjan festist í ákveðn- um vítahring.“ Hreyfing sé góð fyrir líkamann en ekki megi tengja hana saman við að fólki fitni ef það hreyfi sig ekki. Margrét segir íþróttirnar út af fyrir sig ekki valda átröskun, þær geti hins vegar orðið hluti vandamálsins. Alfarið á móti fitumælingu „Síðan er það þetta með fitumæl- inguna – að mæla fitu íþróttamanna. Ég er alfarið á móti henni. Það er bara verið að búa til hugmyndir um líkamann og leggja áherslu á eitt- hvað sem á ekki að vera. Unglingar eiga ekki að velta sér upp úr fitumæl- ingu því það er einfaldlega mikilvægt að borða, hreyfa sig og lifa heilbrigðu lífi.“ Margrét imprar á slæmum af- leiðingum þess að sleppa því að borða og hreyfa sig of mikið, sér í lagi fyrir ungt fólk. „Ef barn eða ung- lingur hreyfir sig mikið og sleppir því að borða hefur það neikvæð áhrif á heilsuna og getur stöðvað eðlilegan líkamsþroska. Kynþroskinn getur stöðvast og manneskjan hætt að vaxa. Ef manneskjan er of létt þá skreppur líkaminn allur saman, ekki bara lík- amsmassinn, heldur beinin líka.“ Það geti haft gífurlegar heilsufarslegar af- leiðingar í för með sér. n n Hópur íþróttakvenna leitar sér hjálpar átröskunarteyma n Fitumæling óþörf Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is Sigurlaug María Jónsdóttir „Það er nefnilega fín lína á milli þess hvað telst vera eðlileg hreyfing og hvenær hreyfing er orðin óeðlilega mikil.“ Hafa áHyggjur af fitness-keppendum Margrét Gísladóttir „Þá verður það að þráhyggju hjá þeim sem iðka miklar íþróttir að hreyfa sig mikið.“ Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.