Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Qupperneq 15
Helgarblað 7.–10. ágúst 2015 Fréttir Erlent 15
Dæmdur fyrir meinsæri
Þegar bresk dagblöð héldu því fram að lávarðurinn
Jeffrey Archer hefði sængað hjá vændiskonu árið 1987
höfðaði Archer snarlega meiðyrðamál – og vann. News
of the World hélt því fram að Archer hefði reynt að fá
konuna til að flýja land (og þannig koma þeim báðum í
skjól frá breskum fjölmiðlum) með því að greiða henni
stórfé en Daily Star sagði hann hafa greitt fyrir kynlíf
með henni. Archer höfðaði mál gegn Daily Star, en hann
hafði þá neyðst til að segja af sér. Það var svo árið 1999
sem í ljós kom að fjarvistarsönnun hans, fyrir kvöldið
sem hann hafði átt að hafa verið með konunni, var
upplogin. Í kjölfarið var Archer dæmdur fyrir meinsæri og
var fangelsaður í fjögur ár.
Bréfin komu
upp um allt
Árið 1964 birti The Sunday Mirror frétt þar sem greint
var frá því að lögreglan væri að rannsaka ástarsam-
band þingmanns og manns sem var sagður vera stór-
tækur í undirheimunum. Fljótlega féll grunur á tvo
menn, íhaldsþingmanninn Robert „Bob“ Boothby og
Ronald Kray, sem var þá vel þekktur krimmi í Lund-
únum. Boothby lét til sín taka, lögsótti The Sunday
Mirror og á endanum báðust forsvarsmenn blaðsins
afsökunar, ráku ritstjórann og greiddu miskabætur.
Hann sagðist þekkja Kray og að þeir hefðu hist þrisvar
en að þeir ættu ekki í ástarsambandi. Samkynhneigð
var bæði litin hornauga og bönnuð með lögum í Bretlandi á þessum tíma. Það var svo árið 2009 sem í ljós kom
að Boothby og Kray voru vissulega meira en bara félagar þegar bréf sem fóru á milli þeirra fundust. Boothby, sem
var tvíkynhneigður, átti einnig í löngu ástarsambandi við eiginkonu forsætisráðherra Bretlands á þessum tíma,
Dorothy Macmillan.
Göldrótt súpa og
gómsætur humar
Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550
info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is
Fæst í FK, Byko, Apótekum og öllum helstu leikfangaverslunum um land allt
Safnaðu þeim öllum!
Profumo-ástarævintýrið
Á hátindi kalda
stríðsins varð
John Profumo
frægur fyrir
kvensemi sína,
en ekki klókindi
sem hernaðar-
málaráðherra.
Profumo var
íhaldsmað-
ur sem átti sæti
í ríkisstjórn
Harold Macmill-
ann. Profumo
kynntist
Christine Keeler,
19 ára gamalli fyrirsætu, í samkvæmi árið 1961. Sambandi þeirra lauk eft-
ir aðeins nokkrar vikur, en sögusagnir af því komust í hámæli fljótlega og
þrátt fyrir sambandsslitin var enn rætt um ástarsamband hans við ungu
konuna enda var Profumo harðgiftur.
Málin flæktust svo enn meira þegar í ljós kom að Keeler hafði einnig
átt í ástarsambandi við sovéskan sendiráðsritara, eða óvininn. Bresk-
ir blaðamenn komust á snoðir um ástarmál Profumo árið 1962 og fékk
hneykslismálið viðurnefnið: Profumo-ástarævintýrið. Ráðherrann lét öll-
um illum látum og hótaði að lögsækja hvern þann sem tengdi nafn sitt
við Keeler í dagblöðum. Hann laug svo að þingheimi og kvaðst ekki eiga í
ástarsambandi við Keeler þótt hann þekkti hana vissulega lítillega. Hann
neyddist á endanum til þess að segja af sér árið 1963, biðjast afsökun-
ar og viðurkenna að hann hefði sagt ósatt. Aldrei tókst að sanna það að
samband Keeler við sendiráðsritarann hefði verið öryggisógn fyrir Breta
eða vinaþjóðir þeirra en málið rataði engu að síður í sögubækurnar og
dró dilk á eftir sér. Fyrir það fyrsta þótti það marka breytingu fyrir bresk-
an þingheim, en stjórnmálamenn höfðu almennt ekki þurft að óttast að
einkalíf þeirra væri rætt í breskum fjölmiðlum án þeirra samþykkis. Þá
hefur slæmt gengi breska íhaldsflokksins í kosningum árið 1964 verið
rakið til hneykslisins, þótt margt annað hafi vissulega spilað inn í.
Eldheitt ástarsamband
Það varð uppi fótur og fit þegar að dagbækur Edwinu Currie voru gefnar út á prenti. Í ljós
kom að hún hafði átt í fjögurra ára ástarsambandi við John Major, leiðtoga Íhaldsflokksins
og forsætisráðherra. Sjálf var Currie þingmaður og ráðherra og höfðu þau unnið náið saman.
Tuttugu dagar
– ekki heilt ár
Í desember árið 2004 sagði breski innan-
ríkisráðherrann, David Blunkett, af sér eftir
mikið fjölmiðlafár. Blunkett var ráðherra í
ríkisstjórn Tony Blair og þótti hafa skaðað
ríkisstjórnina og Blair sjálfan nóg. Ástæða
uppþotsins var sú að í ljós kom að Blunkett
hafði flýtt fyrir dvalarleyfi fyrir filippeyska
barnfóstru fyrrverandi ástkonu hans. Raun-
ar hafði fjölmiðlafárið hafist nokkrum
mánuðum fyrr, þegar greint var frá því að
Blunkett hefði átt í ástarsambandi við útgefanda vikuritsins the Spect-
or, Kimberly Quinn, sem þá var harðgift. Quinn var barnshafandi og taldi
Blunkett að hann væri faðir barnsins. Þau höfðu slitið sambandi sínu
með látum nokkru fyrr. Í nóvember 2004 óskaði Blunkett svo eftir að fram
færi faðernispróf og vildi einnig láta kanna faðerni eldri sonar Quinn.
Krafðist hann þess að fá umgengnisrétt. Hann setti sjálfur af stað rann-
sókn á því hvort hann hefði ýtt á eftir umsókninni fyrir barnfóstruna, en
kvaðst vera saklaus. Í ljós kom að hann hafði spurt hvað afgreiðsla um-
sókna tæki langan tíma og fékk þau svör að almennt væri árs bið. Hann
kvað það ótækt og sagði að slíkt þyrfti að bæta. Rúmum tveimur vikum
síðar var búið að afgreiða umsóknina. Starfsfólk hans virtist hafa tekið því
sem svo að flýta þyrfti fyrir umsókninni og varð Blunkett fljótlega ljóst að
hann yrði að segja af sér sem og hann gerði.