Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Blaðsíða 17
Helgarblað 7.–10. ágúst 2015 Umræða 17 Súðarvogur 3-5, reykjavík gluggagerdin@gluggagerdin.iS S: 5666630 / gluggagerdin.iS Húsin falla vel að íslensku umhverfi. Húsin er hægt að skipuleggja hvort sem er fyrir salerni, þvotta eða gistingu. Húsin eru byggð upp á einingum sem smíðaðar eru við kjöraðstæður inn á verkstæði okkar. að innan eru húsin klædd með sterkum endingagóðum harðplastplötum sem auðvelt er að þrífa. Á gólfi er sterkur vínil gólfdúkur. Hægt er að velja um ýmsar útfærslur, til dæmis: Salernis fjöldi 1-4. Salernisaðgengi fyrir fatlaða. Handlaugar. Sturtuaðstaða. Útbúið fyrir þvottavélar og þurrkara. Með skyggni eða án skyggnis. Útivaskar. einnig eru húsin fáanleg án milliveggja og tækja. léttir tilvalið fyrir ferðaþjónuStuna HverS vegna að velja léttir þjónuStuHúS: „Grein um glæpi í framtíðinni“ Þessi athugun tók mig langan tíma, ég heyrði klukkuna slá átta niðri áður en ég fór fram úr og klæddi mig.“ „ráfaði um og svalt“ Strax fyrsta setningin hef- ur undarlegan seið: „Það var á þeim árum, þegar ég ráfaði um og svalt í Krist- janíu, þessari undarlegu borg, sem enginn yfirgef- ur fyrr en hann hefur látið á sjá.“ Halldór Laxness gerði reyndar athugasemd við þessa setningu í magnaðri grein sem hann skrifaði um fyrstu bækur Menningar- sjóðs, en Sultur var í þeim pakka árið 1940 í frábærri þýð- ingu Jóns Sigurðs- sonar frá Kaldaðar- nesi. Halldór tekur reyndar fram að Jón sé „doktor og meist- ari íslenskrar túngu“, en hann hæðist að öllu sem Menningar- sjóði viðkemur, enda á allri vitorði að hann var sumpart stofnað- ur til að vinna gegn vinstrisinnuðum áhrifum frá útgáfu- starfsemi Halldórs og félaga í Máli og menn- ingu. Og athugasemd hans var sú að „ráf- aði um og svalt“ væri dönskusletta, hvernig sem hann fær það út. Í sama pistli kallar hann bók eftir Aldous Huxley „munnræpu í stáss- stofu“ og um aðra bók segir hann ekki bæta úr skák að Guðmundur Finnbogason hafi „lagt á þýðinguna sína dauðu hönd“. Bókin kom ekki fyrirhafnarlaust Knut Hamsun vær næstum alveg óþekktur þegar Sultur kom fyrst út og sló í gegn um allan heim; höf- undurinn var 31 árs strákur af al- þýðuættum í Norður-Noregi. Ég veit að margir halda að þetta hafi verið hans fyrsta verk, hafi hrotið úr penna hans nokkuð fyrirhafnar- laust fyrir sökum afburðasnilldar og hæfileika höfundarins. En sú er reyndar ekki raunin: að geta skrifað þessa bók kostaði höfundinn geysi- legar þjáningar og erfiði, eins og efni hennar lýsir reyndar að nokkru. Hamsun gaf út tvær stuttar sögur þegar hann var rúmlega tvítugur, sögur sem komu út í litlu upplagi og náðu engri athygli. Og við tók þrot- laus undirbúningur unga höfundar- ins til að verða fyrsta flokks höfund- ur. Hann lá í bókum og fékkst við alls kyns skrif, fór tvisvar til Vestur- heims og vann meðal annars fyr- ir sér hjá sporvögnunum í Chicago. Hann lagði á sig píslir, einangrun og fátækt í áratug til þess að geta æft sig við skriftir, orðið atvinnumaður í faginu – maður til að semja bók eins og Sult. Fagmennska eða amatörismi Þetta er gott að rifja upp vegna þeirra sem stundum virðast halda að það sé óþarfa dekur við fáeina menn að gera þeim kleift að helga sig list sinni einvörðungu, þeirra sem halda að úrvalds- skáldskapur geti leikandi orðið til í frístundum eða hvar sem er, og að styrkjakerfi fyrir lista- menn sé því óþarft. Enda sýn- ir okkur öll menningasagan að listir blómstra í réttu hlut- falli við þann stuðning sem þær fá: Það er engin tilviljun að Endurreisnin eða Renesansinn varð á Ítalíu þegar Medici-ætt- in hafði þar sem mest áhrif, eða að tónlistin blómstraði þegar Habsborgarar réðu í Vín. Saga manna eins og Hamsun, og þessa fyrsta snilldarverks sem við höfum gert hér að umræðu- efni, minnir líka á orð sem okkar snillingur Halldór Laxness sagði einu sinni og voru einhvern veg- inn á þessa leið: Þeim sem fást við skriftir má gróflega skifta í tvennt, góðskáld og leirskáld. En það er þó mjög ónákvæmt deil- ing því að allir byrjum við sem leirskáld. Ungi og gamli Hamsun Hamsun fæddist 4. ágúst 1859 og var alla tíð nítjándualdar- maður í hugsun – honum var tamt að lifa í heimi þar sem Bretar voru stórvara- samir heimsvalda- sinnar og nýlendu- kúgarar, en Þýskaland friðsamt Evrópuríki, „land skálda og hugsuða“. Og þetta leiddi hann til hrapal- legra ályktana þegar komið var fram á fjórða áratug tuttug- ustu aldar, og hann orðinn hálfblindur og heyrnarlaus og ein- angraður. En hafði þó í engu tapað sinni rit- snilld, eins og sjá má af síðustu bókinni hans „Grónar götur“ sem kom út sex ára- tugum á eftir Sulti. Þessar tvær, og næstum allar hinar sem á milli komu, er sjálfsagt fyrir fólk að sækja sér í hillu og rifja upp sér til ánægju og sálubótar. n „Enda sýnir okk- ur öll menninga- sagan að listir blómstra í réttu hlutfalli við þann stuðning sem þær fá. Meistaraverkið Sultur Sló í gegn um allan heim. Grónar götur Síðasta bók Hamsun, þar sem hann sannaði að hann hefði í engu tapað ritsnilld sinni. Viktoría Fjölmörg verk Hamsun hafa verið þýdd á íslensku, þar á meðal hin ástsæla Viktoría.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.