Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Qupperneq 19
Helgarblað 7.–10. ágúst 2015 Umræða 19 Björn Jón Bragason bjornjon@dv.is Fréttir úr fortíð „Nei, það er hvorki sjúkt né vitskert“ n Umfjöllun um samkynhneigða fyrr á árum n Umræðan tekið stakkaskiptum N ú um helgina eru Hinsegin dagar haldnir hátíðlegir, en markmið þeirrar hátíðar er öðrum þræði að fagna þeim mikla árangri sem náðst hef- ur í réttindabaráttu samkynhneigðra. Lengi lágu málefni þessa hóps að mestu í þagnargildi og sárasjaldan bar á opinberri umfjöllun um það. Og þegar samkynhneigð bar á góma var það oftar en ekki með mjög meiðandi hætti. Rétt er að geta þess að orðið samkynhneigð er ungt í málinu og lengst af var talað um „kynvillu“ sem nú hefur blessunarlega verið aflagt. Hér verða nokkur dæmi tekin um um- fjöllun um samkynhneigð á fyrri ára- tugum. Fáviska eða illmennska? Á baksíðu Tímans mátti lesa sumar- daginn fyrsta 1952: „Íslenskur kynvill- ingur að verki með negra“. Í fréttinni sagði að maður nokkur hefði fengið svertingja til fylgilags sem verið hafði á skipi í Reykjavíkurhöfn. Lögreglan hefði staðið mennina „að verki“ í bragga í úthverfi og tekið þá höndum. Síðan sagði orðrétt: „Þessi atburður og fleiri af ekki óáþekkum toga spunn- ir benda til þess, að býsna ískyggileg- ir hlutir séu að gerast á meðal okkar, og þess vegna telur blaðið ekki rétt að þetta viðbjóðslega mál liggi í þagnar- gildi. Það eru mörg tákn þess, að tími sé til kominn, að reynt verði að taka fast í taumana í siðferðilegum efn- um, og á því er best, að almenningur átti sig.“ Vísir gagnrýndi þessa æsifrétta- mennsku harðlega tveimur dögum síðar. Blaðamaður Vísis kvað skrif Tímans um þetta efni sprottin af fá- visku en ekki illmennsku og sagði svo: „Fréttaritarinn veit sýnilega ekki, að kynvilla er áskapaður eða áunninn sjúkleiki, sem veldur miklum trufl- unum á öllu tilfinningalífi sjúkling- anna ... Tíminn kórónar vansæmd sína með því að geta þess sérstaklega, að Íslendingurinn hafi lagt lag sitt við negra. Á tímum jafnréttis er erfitt að sjá rökrétt samhengi í þessari frá- sögn. Réttast er að Tíminn geri grein fyrir því, hvort kynvilla í sambandi við svartan mann sé á öðru sjúkleikastigi en ef mökin eru höfð við hvítan.“ Listamenn og liðsforingjar Í Mánudagsblaðinu sagði árið 1955 að „með borgarmenningu hefur kynvilla færst í aukana hér á landi, þótt lengi vel væri það í smáum stíl“. Höfundur greinarinnar taldi að undanfarin tíu til fimmtán ár hefði „hómósexualist- um bæjarins ... farið hraðfjölgandi“ og sagði svo: „Maður, sem er flestum þaulkunnugur hér í bæ, hefur full- yrt, að um 1940 hafi slíkir menn ekki verið fleiri en 10–12 í Reykjavík, en nú muni þeir 200. Ein höfuðorsök þessarar aukningar er eflaust upp- lausnin á stríðsárunum og eftir þau. Það er alkunnugt, að allmargir erlend- ir hermenn, ekki síst liðsforingjar, er hér dvöldust, voru með þessu marki brenndir, enda munu þeir reykvísk- ir karlmenn ekki hafa verið margir, sem ekki voru einhverntíma ávarp- aðir af þeim á götu og boðið fé í þessu skyni.“ Þá sagði höfundur að meðal listamanna bæjarins „geisaði kynvilla eins og eldur í sinu“ og vildi hann að lögreglan tæki upp eftirlit með þess- um málum. „Úrkynjun“ eða „normalt“ Blaðamaður Vikunnar spurði vegfar- endur um viðhorf þeirra til samkyn- hneigðra árið 1970, en þar var enn notast við orðið „kynvilla“. Skoðan- ir fólks voru mjög skiptar. Ungur hár- greiðslunemi sagði: „Þetta er sjúkt fólk og mér finnst að það eigi að hjálpa því.“ Vélvirki nokkur sagði að um væri að ræða „brot á grundvallaratrið- um kristinnar trúar“. Ung kona sagði samkynhneigð „ógeðslega“ og ung- ur hljóðfæraleikari kallaði hana „úr- kynjun“. Nokkrir viðmælendur af eldri kyn- slóðinni voru ekki eins dómharð- ir í svörum. Einar Markan söngv- ari sagði kynhneigðir eiga að vera einkamál manna. Í sama streng tók Þráinn Skarphéðinsson prentari. Colin Russel, ballettmeistari Þjóð- leikhússins, svaraði spurningu Vik- unnar svo: „Nútíma þjóðfélag viður- kennir þessa staðreynd, og mér finnst þetta allt í lagi. Nei, það er hvorki sjúkt né vitskert; í þess eigin augum er það fullkomlega normalt.“ „Undir áhrifum minnka hömlur“ Tilefni umfjöllunar Vikunnar var for- síðugrein ameríska tímaritsins Time um þetta mál. Þar var það krufið til mergjar „bæði sem þjóðfélagsleg- ur vandi og persónulegt vandamál einstaklinga“. Vísað var til skýrslu Kinsey (frá árinu 1948), þar sem fram kom að 10 prósent karlmanna í Bandaríkjunum hefðu einhvern tí- mann á ævinni stundað kynlíf með öðrum karlmanni. Um þær mundir voru samkynhneigðir farnir að verða æ sýnilegri vestanhafs og greint var frá því að í Bandaríkjunum væru alls starfandi fimmtíu samtök þeirra. Þeir sérfræðingar sem blaðið hafði rætt við voru flestir þeirrar skoðunar að „nýr skilningur á eðli vandans væri nauðsynlegur, og ekki væri lengur hægt að útkljá hann með bannfær- ingu og refsingum“. Samkynhneigð var til umræðu í Vikunni áratug síðar. Þar kvað við nokkuð annan tón þó svo að enn væri notað hugtakið „kynvilla“ og aftur vitnað til skýrslu Kinsey. Greinarhöf- undur sagði svo: „Hræðslan við kyn- villu er útbreidd í okkar menningu ... Flest fólk reynir einnig að komast hjá því að hafa mikla líkamlega snertingu við fólk af sama kyni, því það er oft hrætt um að verða „misskilið“. Þetta á sérstaklega við þegar það er ekki und- ir áhrifum áfengis. En undir áhrifum minnka hömlur gjarnan á mönnum á þessu sviði, og líkamleg snerting við sama kyn getur aukist.“ Greinarhöfundur tók fram að orðið „kynvilla“ væri mjög neikvætt og háð neikvæðu gildismati og sagði svo: „Fræðsla um þessi mál ... getur komið í veg fyrir að þeir sem teljast að ýmsu leyti afbrigðilegir kynferðislega verði fyrir óþarfa illkvittni og aðkasti.“ Mildari viðhorf heyrast Um þær mundir fór líka að bera á mildari viðhorfum til samkynhneigð- ar, sem enn um sinn var þó nefnd „kynvilla“. Í lesendabréfi í Dagblað- inu í apríl 1977 nefndi kona nokkur að fólk sem skæri sig úr á einhvern hátt ætti sama rétt á sér í þjóðfélaginu og aðrir og kvaðst vilja benda á þá stað- reynd „að enginn er kynvilltur að eig- in ósk. Kynvilla er sálrænt vandamál sem skapast í bernsku. Hinn kynvillti á enga sök þar. Fólk ætti að skammast sín fyrir að ráðast á og útiloka fólk frá samfélaginu, fyrir það eitt að vera ekki eins og „allir hinir““. Frelsi til kynlífs Þetta sama ár sagði frá því í frétt í Dagblaðinu að stofnuð hefðu verið í Reykjavík „samtök kynvilltra karla“. Í stofnályktun samtakanna sagði að „svokölluð „kynvilla“ væri hvorki sjúkdómur né siðspillt athæfi, held- ur einn þáttur mannlegs eðlis, sem hvorki er gerlegt né endilega æskilegt að bæla niður“. Í ályktuninni var orðið „kynvilla“ innan gæsalappa. Forsvars- maður samtakanna kvaðst vilja setja orðið á sömu hillu og trúvillu, en það orð væri nú fyrir löngu orðið ómerkt í kjölfar trúfrelsis. „Kynvilla“ færi brátt sömu leið af svipuðum ástæðum eða viðurkenndu frelsi til kynlífs. Talsmaður samtakanna vísaði í Kinsey-skýrsluna sem áður var nefnd og sagði meirihluta karlmanna með þessar kenndir bæla þær niður alla ævi og skammast sín svo fyrir þær að þeir eyðilegðu meira og minna líf sitt. Mikið eðlilegra væri að menn fengju útrás fyrir hvatir sínar með öðrum mönnum sem hefðu sömu hvatir. Talsmaðurinn sagði konur vel- komnar í hópinn, en þess var getið í lok fréttarinnar að maðurinn vildi ekki láta nafns síns getið vegna tveggja kunningja hans sem hefðu greint opinberlega frá kynhneigð sinni og í kjölfarið orðið fyrir hvers kyns óþægindum og ónæði. Af ofangreindu að dæma má öll- um ljóst vera hvers konar bylting hef- ur orðið í hugarfari fólks til samkyn- hneigðra á allra síðustu áratugum og sannarlega fagnaðarefni að fjöl- breytileiki mannlífsins fái notið sín. n Dagblaðið í júlí 1977 Sagt frá stofnun „samtaka kynvilltra karla“. Baksíða Tímans sumardaginn fyrsta 1952. Í fréttinni sagði að málið væri viðbjóðslegt og mætti ekki liggja í þagnargildi. „Þá sagði höfund- ur að meðal lista- manna bæjarins „geis- aði kynvilla eins og eldur í sinu“ og vildi hann að lögreglan tæki upp eftirlit með þessum málum. JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.