Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Síða 21
Helgarblað 7.–10. ágúst 2015 Fólk Viðtal 21
fyrir utan er kyrrðin algjör. Pallinn
smíðaði Heiða sjálf, en hún hefur
unun af því að vinna með höndun-
um. „Ég hef lært mikið af gömlum
fjölskylduvini, þúsundþjalasmið
sem hefur haldið tryggð við okkur.
Ég ætlaði mér alltaf að verða smið-
ur. Sagði það alltaf þegar ég var
lítil,“ segir hún sposk. „Ég get fúsk-
að í ansi mörgu,“ bætir hún við. En
blaðamaður getur staðfest, með
góðri samvisku, að umræddur pall-
ur er ekkert fúsk. Hann ber merki
um gott handbragð og fagmennsku,
hver nagli og spýta á sínum stað.
„Það helgast af því að búa svona
að ef það þarf að gera eitthvað, þá
verð ég að gera það sjálf. Ef það fer
í sundur vatnsrör þá er ég pípari og
ef ég kaupi nýtt ljós þá gerist ég raf-
virki og set það upp. Það er enginn
annar í því.“
Systirin hrapaði í Hjörleifshöfða
Ljótarstaðir hafa nokkrum sinnum
lagst í eyði í gegnum tíðina í kjölfar
Kötlugoss, en samfelld búseta hef-
ur verið á bænum frá því í kringum
1950. Hér eru það náttúruöflin sem
ráða, en maðurinn þrjóskast við.
Það vofir alltaf yfir að Katla fari að
gjósa og þá gæti orðið óíbúðarhæft
á svæðinu um tíma vegna öskufalls.
Faðir Heiðu var fæddur og upp-
alinn í sveitinni en móðir hennar
er úr Reykjavík. „Mamma gerð-
ist kaupakona hérna í sveitinni rétt
tæplega tvítug. Hún giftist bænda-
syni sem var bróðir pabba míns og
þau eignuðustu þrjár dætur. Svo
fórst hann í fjöllunum hérna fyrir
innan og mamma varð ekkja 26 ára.
Þá kom pabbi minn heim og gerð-
ist ráðsmaður hjá henni til að hún
gæti haldið búinu, en hann hafði
verið sjómaður. Svo tóku þau saman
þegar fram leið og eignuðust mig og
systur mína sem er næst mér í aldri.
Þannig við systurnar erum hálf-
systur, en samt í raun miklu meira
en hálfsystur. Þetta er allt sama fjöl-
skyldan. Svolítið spes saga,“ segir
Heiða og brosir.
Hún er hálfgert örverpi, en þær
systur eru fjórar í dag. Miðjusystir-
in fórst í hörmulegu slysi á ung-
lingsaldri. „Hún hrapaði í Hjörleifs-
höfða 17 ára gömul. Hún var með
vinahópnum sínum og þau voru
eitthvað að fíflast. Hún var hreysti-
manneskja og mikill klifurköttur.
Hún var að klifra, missti fótanna
og hrapaði.“ Heiða var þriggja ára
þegar slysið átti sér stað en hún á
engu að síður ómetanlegar minn-
ingar um systur sína. „Hún dó ekki
við fallið og lá í marga mánuði í
dái á spítala eftir slysið. Allir svona
harmleikir hafa áhrif á fólkið í kring.
Þetta hafði töluverð áhrif á okkur á
heimilinu. Og það voru auðvitað
eðlileg viðbrögð að banna okkur að
klifra. En ég var lítil og vitlaus þegar
þetta gerðist þannig að þetta hafði
kannski ekki jafn mikil áhrif á mig
og eldri systur mínar,“ útskýrir hún.
Fyrirsæta í New York
Þótt Heiða hafi ung tekið við búi for-
eldra sinna tókst henni að afreka ým-
islegt áður en það gerðist. Hún þótti til
að mynda efnileg fyrirsæta um tíma,
eða á meðan hún sjálf gaf kost á því.
Hún tók sér frí frá námi í eitt ár, þegar
hún var 18 ára, og bjó þá í Reykjavík.
Þar datt hún inn á námskeið í fyrir-
sætuskóla John Casablancas og tók
að sér nokkur fyrirsætuverkefni í kjöl-
farið. „Ég fór allavega tvisvar upp á
jökul og hingað og þangað innan-
lands í tökur. Meðal annars fyrir eitt-
hvert ítalskt blað og svo lék ég í sjón-
varpsauglýsingu. Ég er eiginlega bara
búin að gleyma þessu,“ segir Heiða
kímin þegar hún reynir að rifja upp
fyrirsætuferilinn. „En svo fór ég með
20 eða 30 manna hópi á vegum John
Casablancas til New York að taka þátt
í fyrirsætukeppni. Þetta var mikið æv-
intýri. Keppnin var haldin á Waldorf
Astoria-hótelinu og þar var líka gist.“
En fyrir þá sem ekki vita þá þykir um-
rætt hótel með þeim fínni í borginni.
Það var keppt í ýmsum flokkum
í keppninni og Heiða vann til verð-
launa í einum þeirra. Hana minn-
ir að verðlaunin hafi verið fyrir
einstaklega góða pósu á mynd. „Við
áttum að labba eitthvað aðeins og
taka pósur og það var ljósmyndari
sem myndaði okkur á meðan. Ég
varð í öðru sæti fyrir þetta. En ég var
reyndar aldrei neitt sérstaklega góð
í göngunni. Ég strunsaði bara áfram
og það var alltaf verið að skamma
mig fyrir það. Segja mér að sveifla
mjöðmunum meira.“
„Þetta var eins og hrútasýning“
Þrátt fyrir að það hafi verið mikil upp-
lifun að taka þátt í fyrirsætu keppni í
New York og Heiða hafi skemmt sér
vel, þá heillaði fyrirsætubransinn
hana ekki. Hún hafði svo sannarlega
rétta vöxtinn og útlitið, enda fékk
hún nokkur tilboð í kjölfar keppn-
innar. „Umboðsskrifstofurnar úti
höfðu samband við umboðsmenn-
ina okkar hérna heima og ég hefði
getað komist út í nokkur verk efni.
Ég hafði bara ótrúlega lítinn áhuga
á þessu. Þetta var eins og hrútasýn-
ing og ég var hrúturinn. Allir gláp-
andi á mig,“ segir hún og skellir upp
úr. „Mér fannst þetta eiginlega bara
óþægilegt. Svo finnst mér líka vont
að vera kalt og svöng og þetta snerist
mikið um að vera að drepast úr kulda
einhvers staðar uppi á jökli og ekkert
að borða nema kálblöð. Ekki mjög
heillandi heimur. En það var gaman
að prófa þetta.“
Á sínum stutta fyrirsætuferli fékk
hún líka hálfgerða uppreisn æru
varðandi vaxtarlag sitt sem hún hafði
ekki verið neitt sérstaklega ánægð
með. „Ég var alltaf svo asnalega löng
og mjó. Ég skagaði alls staðar upp
úr og passaði ekki í nein föt, en allt
í einu var það orðið eftirsóknarvert.
Það var gott fyrir sjálfstraustið að því
leytinu til. En ég hafði ekki það sjálfs-
traust að geta sóst eftir vinnu af því
ég liti svona út. Þetta starf er auðvit-
að fínt fyrir þá sem hafa áhuga á því,
en mér finnst það kjánaleg tilhugs-
un að vinna fyrir sér með því að vera
sætur. Svo fékk ég eiginlega alveg
upp í kok af þessu þegar mér var sagt
að ég mætti ekki verða vöðvastælt-
ari, en ég var frekar fit og stælt. Þetta
snerist bara um að vera nógu mjór.“
Að þeim orðum sögðum stingur
móðir Heiðu höfðinu út um dyrnar
og segir okkur að maturinn sé tilbú-
inn. Við látum ekki segja okkur það
tvisvar. Þegar við komum inn bíða
okkar kjötbollur í brúnni sósu með
öllu tilheyrandi. Ekki amalegt það.
Löggan drap félagslífið
Búið er á flestum bæjum í kring og
þar er töluvert af ungu fólki með bú-
skap. Góð vinkona Heiðu býr einmitt
skammt frá. Hún segir þó ekki vera
mikinn samgang á milli bæja. Það
er ekki mikið vera að bjóða í mat eða
pönnukökur á sunnudögum, eins og
tíðkast sums staðar.
Aðspurð hvort félagslífið sé þá
lítið segir Heiða svo vera. Hún var
miklu duglegri við að fara út að
skemmta sér hér áður fyrr – fara á
böll. En það dró úr því eftir að hún
var um tíma í héraðslögreglunni.
„Ég byrjaði sem héraðslögregla á
Klaustri, fór á námskeið og fannst
það rosa gaman. Svo þreytti ég inn-
tökuprófin í lögregluskólann 2004 og
komst inn. Foreldrar mínir ætluðu
að reyna að sjá um búið fyrir mig á
meðan, en fljótlega eftir að ég komst
inn greindist pabbi með krabba-
mein. Þannig ég fór aldrei í skólann
en ég var í lögreglunni á Klaustri í
nokkur ár. Var á ballvöktum, aðallega
á leiðinda næturvöktum. Þá var ég
komin hinum megin við borðið. Var
orðin manneskjan sem þurfti að hafa
afskipti af fólki. Þá hætti ég sjálf að
fara á böll á svæðinu og hef lítið byrj-
að á því aftur. Ég fer á þorrablótin og
réttarböllin, en ekkert meira. Eftir á
að hyggja var það ekki sterkur leikur
fyrir félagslífið að fara í lögregluna,“
segir hún brosandi.
Heiða sá fyrir sér að geta verið í
lögreglunni með búskapnum og vera
þá bara með færri kindur. En þegar
faðir hennar veiktist og lést fjölgaði
hún kindunum og stækkaði búið.
„Það er ótrúlega slítandi að vera
í mörgu. Áður en ég fór í lögguna
var ég að kenna í grunnskólanum
á Klaustri og þegar ég var að kenna
var ég alltaf með samviskubit yfir því
að vera ekki heima að gera eitthvað.
Og þegar ég var heima var ég með
samviskubit yfir því að vera ekki að
undirbúa kennsluna.“
Sveitungum att saman
Þótt Heiða hafi ákveðið að helga
sig landbúnaði er hún með puttana
í ýmsu öðru, hún er til að mynda
í sveitarstjórn fyrir Z-listann, eða
Sól í Skaftárhreppi. Aðalbaráttu-
mál hreyfingarinnar er að berjast
gegn virkjanaáformum í Skaftá og
Hólmsá. „Það eru virkjanaáform á
landareigninni sem virkilega raska
ró minni. Ég hef því verið í þeirri
andspyrnubaráttu frá upphafi og
hún hefur verið blóðug á tímum.
Þetta er hrikaleg barátta að standa í
og hún eyðileggur samfélögin. Ein-
hverjir eru þessu fylgjandi og aðr-
ir eru mótfallnir og baráttan verð-
ur alltaf persónuleg. Fólk hættir að
heilsast á vegum úti og svona. Það
eru fyrirhugaðar tvær virkjanafram-
kvæmdir í sveitinni, þar af önn-
ur á landareigninni. Það yrðu bara
fjórir kílómetrar í annað lónið,“ seg-
ir Heiða og bendir inn í dalinn fyrir
ofan.
„Það var í raun ekki um annað
að ræða fyrir mig en að komast inn
í sveitarstjórnina til að hafa einhver
áhrif. En það er auðvitað mikil vinna
sem fylgir því. Það er annars ótrúlegt
hvernig þetta gengur fyrir sig. Þegar
farið var af stað með þessi áform þá
kom framkvæmdastjóri Suðurorku
hingað, ægilega almennilegur, og
sat hérna í marga klukkutíma. Hann
trúði því virkilega að hann væri bara
að fara að gera samning og að all-
ir myndu stökkva upp til handa og
fóta og skrifa undir. En svo hörðnuðu
átökin dag frá degi. Þeir gefast ekki
upp og hafa meira að segja gengið
svo langt að hóta eignarnámi, en það
er langt og flókið ferli. Það eru alls
konar áróðursbrögð í gangi. Einum
er sagt eitthvað eitt og öðrum ann-
að og fólki er þannig att saman gegn
hvað öðru. Þetta er eitthvað sem fer
aldrei úr hausnum á mér og hefur
mjög mikil áhrif á það hvort ég fari
einhvern tíma héðan. Sá sem tæki
við búinu yrði allavega að vera tilbú-
inn að taka slaginn eins og ég.“
Mikið náttúrubarn
Heiðu er mikið niðri fyrir þegar hún
ræðir virkjanaáformin. Það er henni
mikið hjartans mál að koma í veg
fyrir að þessar framkvæmdir verði
að veruleika. Hún vill hafa náttúr-
una ósnortna. „Ég er algjört náttúru-
barn. Ég þekki alla fugla, blómin og
grösin. Og að einhver ætli að drekkja
landinu hérna, það tætir mig í sund-
ur,“ segir hún áköf. Hún er ekki ein
í baráttunni. Það er öflugur hópur
umhverfissinna sem berst með kjafti
og klóm gegn því að landinu verði
drekkt í þágu virkjanaframkvæmda.
Staðan er sú í dag að báðar virkj-
anirnar eru í biðflokki í ramma-
áætlun og því enn óvíst hvað verður.
Heiða segir tímann þó alltaf vinna
með náttúruverndarsinnum í svona
málum. Því lengri sem biðin verð-
ur, því minni líkur á því að komi til
framkvæmda. „En það er mjög lýj-
andi að standa í blaðaskrifum, deil-
um við sveitunga sína og ójöfnum
slag við þessi miklu peningaöfl þegar
maður sjálfur veltir fyrir sér hverjum
þúsundkalli. Ég vil skila þessu landi
áfram. Ég á ekki landið á þann hátt
að mér finnist ég hafa rétt á að taka
við peningum, einhverjum bótum,
svo hægt sé að eyðileggja jörðina,“
segir Heiða.
Það er ljóst að hún hefur meira
en nóg að gera þótt félagslífið sé ekki
mikið. Hún viðurkennir reyndar að
vera hálfgerður einfari og búsetufyr-
irkomulagið í sveitinni hentar henni
því vel.
Á traktornum dag og nótt
Aðspurð segir hún mismikið að gera
á bænum eftir árstíma. „Jólin og jan-
úar eru hvíldartími. Í janúar er eig-
inlega bara verið að gefa kindun-
um og aðstæður til þess hérna eru
mjög góðar þannig að það tekur ekki
langan tíma. Ég reyni bara að safna
kröftum á þessum tíma, en svo tekur
fósturtalningartímabilið við í febrú-
ar og mars. Það er algjör sturlun, það
er svo mikið að gera.“ Heiða sinnir
sjálf öllum störfum á bænum og
Fyrirsætan
sem gerðist bóndi„Þetta var eins og
hrútasýning og ég
var hrúturinn
„Ég þurfti alveg að
herða mig upp í að
segja fólki að mig langaði
ekki að eiga börn.
Náttúruverndarsinni Heiða
kom sér í sveitarstjórn til að berj-
ast gegn áformum um virkjanir.
MYNd ÞorMar VigNir guNNarSSoN