Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Qupperneq 26
Helgarblað 7.–10. ágúst 201526 Sport
Trúlofunarhringar
- okkar hönnun og smíði
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
Sölumaður
sumarsins er
Daniel Levy
Einn besti stjórnarformaðurinn
í enskum fótbolta er Daniel Levy
hjá Tottenham, maðurinn sem
seldi Gareth Bale til Real Madrid
fyrir 100 milljón-
ir evra. Í sum-
ar hefur hann
verið í fullri
vinnu við að
losa Maurichio
Pochetino,
knattspyrnustjóra
Tottenham, við ruslið en ekki nóg
með að losa sig við þá leikmenn
sem Pochetino hefur viljað losna
við þá hefur honum
tekist að búa til
peninga í leiðinni.
Daniel Levy, þú
ert sölumaður
sumarsins. Hins
vegar bíða stuðn-
ingsmenn Tottenham spennt-
ir eftir því að sjá hvaða stjörnur
komi í klúbbinn. Það
sem af er þess-
um glugga þá eru
aðeins þeir Toby
Alderveireld, mið-
vörður og djúpur
miðjumaður, Kevin
Trippier, hægri bakvörður, og
varnarmaðurinn Kevin Wimmer,
komnir til félagsins.
Frábærar sölur Levy í sumar:
n Paulinho til Guangzhou Evergrande
(Kína) 10 m punda
n Lewis Holtby til Hamburg (Þýs)
4,6 m punda
n Étienne Capoue til Watford
6,3 m punda
n Younes Kaboul til Sunderland
3 m punda
n Benjamin Stambouli til PSG(Fra)
6 m punda
n Vlad Chiriches til Napoli (Íta)
4,5 m punda
CheLSea verður
að verSLa meira
n verða ekki meistarar að óbreyttu n erfitt að treysta á Falcao og Loic remy
Í
vikunni birti BBC spá 28 spark-
spekinga um lokastöðuna í
ensku úrvalsdeildinni. Tutt-
ugu af þessum 28 spáðu Eng-
landsmeisturum Chelsea titlin-
um sem er óhemju há prósenta og
því gætu einhverjir talið bláliða í
Lundúnum eiga titilinn vísan. Ég er
ósammála því. Ég held að Chelsea
verði ekki meistari.
Chelsea vann Englandsmeist-
aratitilinn í fyrra á góðri byrjun þar
sem nýju mennirnir, þá Cesc Fabre-
gas og Diego Costa sérstaklega, fóru
hamförum. En undir lok leiktíðar-
innar fóru meiðsli að plaga Costa og
á síðustu þremur mánuðum leik-
tíðarinnar skoraði hann aðeins þrjú
mörk. Nú liggur það fyrir að hann
missir af fyrstu leikjum Chelsea og
sumir segja að enginn viti hvað sé
að honum en aftan-í-læris-tognan-
ir hafa gert honum lífið leitt á síð-
ustu leiktíðum.
Varamennirnir fyrir Costa eru
Loic Remy, sem hefur mikið verið
meiddur, og Kólumbíumaðurinn
Radamel Falcao. Miðað við það sem
ég hef séð til Falcao í undirbúningi
og á Copa America þá munum við
sjá hann í svipuðu standi og hjá
Manchester United á síðustu leik-
tíð. Krossbandsslitin hafa tekið
mikið frá honum. Á Loic Remy er
erfitt að treysta. Þrálát vöðvameisli
hafa þýtt að hann hefur aldrei dottið
almennilega í gírinn. Komi í ljós að
meiðsli Diego Costa séu alvarleg er
ég hræddur um að Mourinho þurfi
að kaupa nýjan sóknarmann. Þá
gaf Branislav Ivanovic verulega eft-
ir þegar á leið á síðustu leiktíð. Cor-
touis hefur ekki einn besta mark-
mann heims til að anda í hálsmálið
á sér og svo ég leyfi mér að setja
spurningarmerki við Brasilíumenn-
ina Ramires, Willian og Oscar.
Lykilmenn Chelsea, sem ekki
vann einn leik á undirbúnings-
tímabilinu verða þeir John Terry,
Eden Hazard, Cesc Fabregas og
auðvitað þjálfarinn Jose Mourin-
ho. Með Mourinho við stjórnvöl-
inn er allt hægt. Ég ætla að spá
Arsenal titlinum. Það er hungur í
Norður-Lundúnum og koma Petr
Cech markvarðar gjörbreytir öllu
hjá þeim. Ég tala nú ekki um ef
Karim Benzema mætir fyrir lok fé-
lagaskipta gluggans. Wenger, nú er
pressa á þér. n
Hjörvars Hafliðasonar
Hápressa
Ekki sami maður Eftir erfið meiðsli hefur
Falcao gengið illa að finna sitt gamla form.
Mikilvægur Diego Costa missir af byrjun tímabils. Það eru slæmar fréttir fyrir Chelsea.
Aron nýtur þess
að vera „Kani“
a
ron Jóhannsson var fyrr í
vikunni keyptur frá AZ Alk-
maar í Hollandi til þýska
liðsins Werder Bremen og
er þar ætlað að fylla skarð Argent-
ínumannsins Franco Di Santo sem
fór til Schalke.
Það er alveg ljóst að Aron hefði
aldrei fengið Werder Bremen ef
hann væri íslenskur. Werder hefði
aldrei tekið íslenskan strák sem
skoraði ekki einu sinni tíu deildar-
mörk í Hollandi á síðustu leik-
tíð. Heldur snýst þetta um Andr-
eas Herzog, aðstoðarþjálfara
Bandaríkjanna, en hann er goð-
sögn í Bremen og líklegt að hann
hafi gert Werder Bremen viðvart.
Það er næsta víst að Aron tók hár-
rétta ákvörðun fyrir sinn eigin feril
þegar hann valdi Bandaríkin fram
yfir Ísland. n
Rétt skref
Ef Aron hefði
valið íslenska
landsliðið
hefði hann
líklega aldrei
farið til Werder
Bremen.