Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Qupperneq 28
Helgarblað 7.–10. ágúst 201528 Skrýtið Sakamál Morð í Minto n Gregory myrti aldrað par n Gumaði af 700 leigumorðum G regory Allan Despres fæddist í Minto í New Brunswick í Kanada árið 1982. Hann var vart kominn á legg er móð- ir hans sagði skilið við föður hans. Gregory flutti með móður sinni til Massachusetts í Bandaríkjunum, eignaðist vini, varð virkur í félagslíf- inu og stundaði íþróttir auk þess sem hann vann hlutastörf þegar færi gafst. Breytingar á högum og fleiru Þegar Gregory var sextán ára eða þar um bil varð móðir hans vör við breytingar í hegðun hans, en túlkaði þær sem uppreisn unglingsáranna. Sautján ára tók Gregory sig til og flutti til föður síns í Minto og í hartnær tvö ár hafði hann ekkert samband við móður sína. Á því varð engin breyting fyrr en móðir hans flutti sjálf til Minto og settist þar að að nýju. Þegar þar var komið sögu hafði Gregory að mestu leyti einangrað sig frá samfélaginu, dvaldi löngum á heimili sínu og sást vart utan dyra. Eðli málsins samkvæmt olli þetta móður hans áhyggjum og óttað- ist hún að hann væri í viðjum fíkni- efnaneyslu. Gregory sagði svo ekki vera en engu að síður fór ástand hans sífellt versnandi. Dregur til tíðinda Víkur nú sögunni til 23. apríl 2005. Að kvöldi þess dags yfirgaf Gregory hjólhýsið sem var heimili hans. Hann fór fótgangandi að heimili Freds Fulton og Veronicu Decarie, en ekki var um langan veg að fara. Gregory komst inn á heimili þeirra með því að skera net í einni hurð. Hann fór rakleiðis inn í svefnherbergi Freds og Veronicu og stakk Veronicu til bana. Fred reyndi að flýja en Gregory yfirbugaði hann á veröndinni og dró hann inn í eldhús og afhöfðaði hann. Höfuð Freds fannst síðar vafið í koddaver undir eldhúsborðinu. Gumaði af 700 morðum Skömmu síðar setti Gregory hafurtask sitt, þar á meðal morðvopnin, í bíl og ók svo sem leið lá til Bandaríkjanna. Bíllinn, sem hafði verið í eigu Freds, fannst síðar í malargryfju skammt frá landamærum Kanada og Banda- ríkjanna. Hvað sem því líður þá kom Gregory til landamærastöðvar í Cala- is í Maine 25. apríl, degi áður en lík Freds og Veronicu fundust. Hann hafði ekkert fyrir því að fela vopnin; heimagert sverð, sveðju, hnúajárn og keðjusög. Gregory bætti um betur og sagðist vera leigumorðingi á veg- um Bandaríkjastjórnar og gumaði af 700 morðum sem hann sagðist hafa á samviskunni. Sleppur í gegn Vopnin voru haldlögð og fingraför tekin af Gregory en þar sem hann var með bandarískan ríkisborgara- rétt var ekki hægt að snúa honum til baka og kom hann því með lögleg- um hætti inn í Bandaríkin. Reyndar var það mat sérfræðings í refsirétti að hægt hefði verið að handtaka Gregory á landamærunum vegna gruns um að þar færi ekki maður með fulla fimm, eins og sagt er, en samkvæmt lögum í Maine er slíkt heimilt. Að auki benti sérfræðingur- inn á að með því að hreykja sér af 700 leigumorðum hefði Gregory greinilega logið sem ku ekki vera góð latína í samskiptum við laganna verði. Handtaka og framsal Gregory ferðaðist á puttanum áleið- is til Massachusetts og 27. apríl ók vegalögreglan fram á hann þar sem hann ráfaði í vegkantinum. Fyrir- grennslan leiddi í ljós að Gregory átti að vera í réttarsal í Fredericton í New Brunswick þennan dag vegna líkamsárásar á son Freds Fulton í ágúst 2004. Gregory var því færð- ur í varðhald. Daginn áður hafði dóttir Freds fundið líkin af honum og Veronicu og grunur kanadísku riddaralögreglunnar beindist fljót- lega að Gregory og komst hún að því að hann væri í haldi lögreglunn- ar í Boston. Þann 15. september var Gregory framseldur til Kanada. Réttarhöld á réttarhöld ofan Réttarhöld í málinu áttu að hefjast 5. september 2006 en þeim var frestað til 8. janúar 2007 eftir að Gregory gaf verjanda sínum reisupassann. Ákæruvaldið lagði áherslu á hin mý- mörgu sönnunargögn sem bentu til sektar Gregorys og deilna sem hann og Fred höfðu átt í. Gregory virtist hins vegar ekki með hýrri há því 1. febrúar hellti hann sér yfir verjanda sinn, sakaði hann um að vera hand- bendi al-Kaída og Saddams Hussein og krafðist þess að hann yrði rekinn – kröfu hans var hafnað. Verjandi hans fór fram á það í kjölfarið að Gregory yrði gert að sæta geðrann- sókn og var það samþykkt og endir bundinn á réttarhaldið. Vitnaleiðslur fóru fram 24., 25. og 26. apríl 2007, og fullyrti einn geðlæknir að ofsóknargeðklofi hrjáði Gregory og því ætti ekki að rétta yfir honum. Dómarinn var þessu sammála og kvað upp þann úrskurð 26. apríl. Ný réttarhöld Þann 11. júlí var Gregory kallaður fyrir nefnd geðlækna sem komust að allt annarri niðurstöðu; ekkert væri því til fyrirstöðu að rétta yfir Gregory og nýrra réttarhalda krafist. Þau hófust 5. nóvember og 16. nóv- ember var gert hlé á þeim til að gefa lögmönnum færi á að undirbúa sér- fræðivitni sín. Réttarhöld hófust að nýju 28. janúar 2008 og enn var tekist á um sakhæfi Gregorys. Verjandi og sak- sóknari fluttu lokaræður sínar 30. janúar og dómarinn, William Grant, áskildi sér frest til 5. mars til að kveða upp úrskurð sinn. Það gerði dómarinn svikalaust og kvað upp þann úrskurð að Gregory væri sek- ur um að hafa banað Fred og Ver- onicu. En William Grant var einnig sammála verjanda Gregorys um að hann hefði ekki verið ábyrgur gerða sinna á þeim tíma. Fyrir vikið dvelur Gregory Allan Despres nú á stofnun fyrir andlega vanheila, eða hvað pólitískt rétta hugtakið er nú um stundir. Þannig er nú það. n Fred og Veronica Parinu var ráðinn bani á heimili sínu. Gregory Allan Despres Var ekki með fulla fimm. og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.