Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Page 30
Helgarblað 7.–10. ágúst 201530 Lífsstíll H ar ðp ar ke t Þýsk gæði! Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Hinn ástríki drottnari A llir hafa eitt eða fleiri hlutverk í lífinu, við gerum okkur hins vegar oftast ekki grein fyrir að við séum að leika hlutverk eða hvað felst í því. Í BDSM eru hlutverk- in hins vegar fastmótaðri og fylgja reglum sem byggjast á að allir aðilar viti fyrirfram sitt hlutverk og hvaða rammi gildir fyrir leikinn eða sam- bandið. Til að geta stundað heilbrigt og sem öruggast BDSM-kynlíf er nánast skylda að kynna sér efnið í einrúmi fyrst, bæði til að geta sagt af eða á um hvað þú vilt eða vilt ekki, og eins til að fá innsýn í hulduheima hlutverka drottnarans (e. dominant) og þess undirgefna (e. submissive). The Loving Dominant er skrif- uð af reynslubolta í drottnun, fyrsta útgáfan hefur verið endurútgefin og uppfærð nokkrum sinnum. Í nýj ustu útgáfunum skrifar eiginkona hans með honum sem gef- ur bókinni skemmtilega víxl- un sjónarhorna hvort sem þú lest hana og telur þig vera drottnara eða undirgefinn/na … eða hvort tveggja! Þetta er bókin sem höf- undur 50 Shades of Grey hefði þurft að lesa áður en Mr. Grey lak út úr pennanum. Mælum með kaupum, jafnvel á 2–3 til að senda vinum (en kannski ekki ættingjum). Fæst í Nexus. n Kynlífsbókin Páll Helgi er kynlífslestrarhestur. Hann er fróðleiksþyrstur og fordómalaus og deilir uppáhaldsbókunum sínum með lesendum Kynlífspressunnar. The Loving Dominant, höfundar: John og Libby Warren Að verA eðA verA ekki ... druslA! J óhanna er fertug og býr í Vestur bænum. Hún er gift kona með þrjú börn en hefur undan- farin ár verið að endurupp- götva sjálfa sig sem kynveru. Hún talar mikið um hversu mikil- vægt það er að leyfa sér að sveiflast og gera sér grein fyrir að þarfirnar eru mismunandi á mismunandi tím- um. Jóhanna féllst á að deila með lesendum Kynlífspressunnar reynslu sinni af því að sættast við sína innri druslu! Ég er kynvera og hef gengið í gegnum alls konar tímabil í lífinu, en er fyrst núna að skilja hvað þau hafa öll verið mikilvæg fyrir mig. Ég á ekki bara við unglingsárin þegar ég hafði þörf fyrir að vera séð og vildi fá að reynsluaka sjálfri mér með mis- munandi farþegum, ekki heldur bara tímabilið þar sem ég uppgötv- aði ástina í lífi mínu og uppgötv- aði að líkami minn virkaði til fram- leiðslu barna. Tímabilið einskorðast ekki heldur við þau áföll sem ég hef upplifað og tengjast því að vera kyn- vera. Ég er eins og fjölært blóm sem blómstrar aftur og aftur. Næringin er ÉG Ég uppgötvaði nýlega að næringin sem ég þarf er ÉG og fjölbreytt sam- vera með mér sjálfri. Að næra MIG gerir MIG sterkari. Um leið og ég næ að æfa mig í ákveðinni leikni þá verð ég sterkari mannvera. Sterkari kyn- vera líka. Að leyfa mér að vera drusla af og til er þess vegna álíka mikilvægt fyrir mig eins og að fara út að skokka, borða næringarríkan mat og rækta samband mitt við vini og fjölskyldu. Það að vera „slöttí“ og svara kyn- þörfinni minni er ekki bara dóna- legur hluti af mér sem ég á að halda leyndum og skammast mín fyrir, heldur frekar að lyfta þegar þörf er á og næra þegar þörf er á. Það er jafn- mikilvægt að segja nei takk og setja mörk þegar við á. Að vera „slöttí“ kona þýðir ekki að vera alltaf til í kynlíf með hverjum sem er – þvert á móti. Þetta eiga margir karlmenn erfitt með að skilja og halda að þegar kona er til í daður, kynferðislegt tal og perraskap, þá hafi þeir aldeilis dottið í lukkupottinn og hafi jafnvel óheft aðgengi allan sólarhringinn. Kraftur í neiinu Vissulega hef ég staðið í kassaröð- inni í Krónunni og átt í eldheitu spjalli á Tinder við girnilegan gaur ... og notið þess fram í fingurgóma. En ég nýt þess líka og finn hvernig ég eflist við að segja nei takk þegar ég er ekki í stuði og vil bara klára að prjóna ermina á lopapeysunni minni. Það er hvorki ósigur né afköllun á minni innri druslu. Krafturinn kemur úr því að hlusta á það sem innri röddin segir – hvað ég þarf og vil á hverjum tíma. Ég er „slöttí“. Ég nýt þess að geta verið það líka þegar ég er að sækja mér annars konar næringu. Í raun snýst þetta um að læra að hlusta á sjálfa mig. Hvað ég vil, hvað ég vil ekki, að stundum stangast það á við það sem ég vildi í gær. Að læra að setja mörk og næra mig á ÖLLU því sem ég gæti þurft á að halda þá stundina. n n eða hvernig ég fór að hlusta á sjálfa mig n ekki „slöttí“ alla daga Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Að vera „slöttí“ kona þýðir ekki að vera alltaf til í kynlíf með hverjum sem er Hressandi kynlíf Stundum eru konur í brjáluðu stuði, stundum ekki!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.