Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2015, Qupperneq 35
Helgarblað 7.–10. ágúst 2015 Menning 35 af 20% AFSLÁTTUR Gæði og góð þjónusta í 80 ár!Sjálfsmorð fyrir byrjendur Mynd um leit 19. aldar skálds að lífs- og dauðaförunaut S kynsemin stoppaði ekki lengi við í mannkynssögunni, enda hugmyndastefna sem hent- ar tegund okkar einkar illa. Fyrr en varði hafði rómantíkin leyst hana af hólmi og hljómaði jú meira spennandi, með áherslum sínum á ástina en líka á þjóðernið og á inn- sæið frekar en rökhugsun til að leysa vandamál. Allt er þetta fyrirtaksefni í kol- svarta gamanmynd, þótt myndir um rómantísku skáldin hafi hingað til verið heldur, tja, rómantískar. En hér kveður við annan tón. Skáldið Hein- rich von Kleist væflast um fyrsta ára- tug 19. aldar í leit að ungri snót til að fremja sjálfsmorð með. Frænka hans svíkur hann í tryggðum, en hann finnur að lokum hina giftu Henri- ette Vogel. Hér er öllu snúið á haus miðað við hefðbundna söguskoðun, áherslan er á konurnar og læmingja- árátta skáldsins er kjánaleg frem- ur en tragísk. Og lokaatriðið er með þeim betri lengi vel. Einnig er útlit myndarinnar mjög flott, hin hefðbundna Macin- toshdollu-áferð 19. aldar víkur fyrir frekar litlausum minimalisma sem er líklega sögulega réttari. Og í bak- grunninum eru helstu viðburðir tímabilsins ræddir, Napóleonsstríð og bændaánauð. Hér er ekki nútíma- fólk í gömlum fötum á ferðinni, held- ur endurspegla samræður þeirra hugarfar tímabilsins og er það sjald- gæf sjón í bíó. Rómantíkerunum tókst ekki að bjarga heiminum með ástinni, ekki frekar en hippunum. En þeir eiga þó bestu skáldin, og það er gaman að fá nýja sýn á þessa tíma sem ef til vill hafa verið helst til mikið róman- tíseraðir hingað til. Nú vantar bara sams konar mynd um hippana. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Amour Fou IMDb 6,2 RottenTomatoes 90% Metacritic 69 Leikstjóri: Jessica Hausner Handrit: Jessica Hausner Aðalhlutverk: Birte Schnöink, Christian Friedel og Stephan Grossmann Sýnd í Bíó Paradís 96 mínútur Viltu drepa þig með mér? Skáldið Heinrich von Kleist væflast um fyrsta ára- tug 19. aldar í leit að ungri snót til að fremja sjálfsmorð með. Listin að selja plötur, listin að selja stelpur „Stjörnur sem þú færð að snerta“ hverju. Aðeins þeir sem náðu að safna öllum skyldu fá aðgang að viðburði með sveitinni – sem var þó að lokum hætt við vegna þess að talið væri að söluaðferðin bryti í bága við lög um einokun á markaði. Popplýðræði Vinsældirnar byggjast að hluta til á svipuðu módeli og hæfileikakeppnir á borð við American Idol og Eurovision þar sem áhorfendur geta haft áhrif á gang mála og stutt sinn uppáhalds þátttakanda. En í stað þess að láta að- dáendur hringja inn er vilji þeirra til að hafa áhrif virkjaður í plötusölu. Í hulstri ákveðinna smáskífa eru þannig kosningaseðlar sem gefa stuðningsmönnum færi á að kjósa um framgang mála í hljómsveitinni – hver fær að syngja næstu smáskífu, eða hver taki þátt í tónlistarmyndböndum. Harðir aðdáendur kaupa kosninga- smáskífurnar svo tugum eða hundr- uðum skiptir til að kjósa „sína“ stelpu áfram. Þetta popplýðræði (j. senbatsu sÕsenkyo) fær gríðarlega mikla um- fjöllun í japönskum fjölmiðlum, enda hafa um 2,6 milljónir atkvæða verið greidd í einstökum kosningum. Það er því mikilvægt að stelpurn- ar séu sem flestar og hver með sinn einkennandi persónuleika svo allir geti fundið stelpu við sitt hæfi, haldið með henni, kosið hana áfram og von- ast til að fá að hitta hana á handa- bandsfundum. Aðdáendur upplifa að þeir hafi áhrif á gang mála og tengjast stelpunum tilfinningaböndum. Aðdáendur kaupa því plöturn- ar ekki fyrir tónlistina sem er á þeim heldur til að eignast meiri hlutdeild í fyrirbærinu og öðlast nánari tengsl við meðlimina. Hin mikla plötu- og smá- skífusala segir því aðeins hálfa söguna og sölutölur ýkja vinsældir AKB48 stórkostlega. Að telja upp alla afleiddar söluvör- ur sem fylgja sveitinni er ómögulegt: sjónvarpsþættir, heimildamyndir og teiknimyndabækur, kaffihús tileink- að þeim og stefnumótatölvuleikur þar sem meðlimir játa ást sína á manni. Þá eru þær tíðir gestir í spjallþáttum, á forsíðum slúðurblaða og í auglýsing- um. Peningarnir koma þannig úr ýms- um áttum og spila auglýsingar og vörukynningar jafn stórt fjárhagslegt hlutverk í fyrirtækinu og plötusala og tónleikar. Sveitin malar gull fyrir fram- leiðendur en ágóðinn fer aðeins að litlu leyti til meðlimanna sjálfra. Þær allra vinsælustu geta þénað allt að 50 milljónum á ári en þær nýjustu fá allt niður í 1000 króna tímakaup. Kynþokkafullt að vera krúttlegur Það ætti kannski ekki að koma á óvart að aðdáendur AKB48 koma fyrst og fremst úr tveimur hópum: annars vegar eru það unglingsstelpur og hins vegar – og aðallega – miðaldra karl- menn. Á sama tíma og hljómsveitin hafði eigin dálk í barnahluta eins stærsta dagblaðs Japans, Yomuiri Shimbun, voru meðlimir sveitarinnar fáklædd- ar og frygðarfullar á forsíðum karla- tímarita. Stelpurnar eru á mörkum hreinleika og vergirni – krúttlegar kyn- verur í skólabúningum eða bikiníum. Þar sem meðlimir sveitarinnar eru frá rúmlega tvítugu niður í fyrri hluta táningsáranna hafa aðstand- endur hljómsveitarinnar verið sak- aðir um að sækja í markað barna- og ungstelpugirndar – sem blómstrar í japönsku samfélagi. Margar lærðar bækur hafa verið skrifaðar um hvern- ig kynferðislegar fantasíur um ung- lings- og skólastelpur hafa orðið að stórum viðskiptamarkaði í Japan, um hverfandi mörk krúttleika (j. kawaii) og kynþokka, og ólíkar menningar- og samfélagslegar útskýringar sett- ar fram – en ómögulegt væri að rekja þær allar hér. Heilinn á bak við AKB48 neitar því hins vegar að birtingarmynd stúlkn- anna ýti undir kynferðislega misnotk- un á stúlkum. „Þetta er listræn tján- ing,“ svaraði Akimoto í viðtalinu við CNN. Í viðtalinu viðurkennir hann þó að það ekki megi loka á fantasíur aðdá- endanna um stelpurnar, en þær spila einmitt stórt hlutverk í vinsældunum. Stelpunum eru þannig settar strangar hegðunar- og siðsemisreglur og mega til dæmis ekki eiga kærasta. Árið 2010 komst japanskt slúðurblað á snoð- ir um að ein af upprunalegu með- limum bandsins, Minami Minegis- hi, hafði brotið þessa reglu. Í kjölfarið rakaði hún af sér hárið í einhvers kon- ar poppstjörnulegu harakiri – enda krúnurökun hefðbundin japönsk leið til að sýna sára iðrun fyrir ófyrirgefan- leg mistök. Málið vakti heimsathygli. Ekkert lát virðist vera á vinsældum AKB48 og hafa systurhljómsveitir ver- ið stofnaðar víða í Japan, Indónesíu og Kína. Nú er bara spurning hvenær þetta gullna viðskiptamódel kemur til Íslands. n Athafnasamur Framleið- andinn og lagahöfundurinn Yasushi Akimoto ásamt með- limum AKB48. Myndin var tekin þegar sveitin var verðlaunuð fyrir að eiga þrjú vinsælustu lög ársins 2012 í Japan. Poppstjörnulegt harakiri Það vakti heimsathygli þegar Minami Minegishi, meðlimur AKB48, rak- aði af sér hárið til að sýna sára iðrun sína. Hún hafði nefnilega eignast kærasta og þannig splundrað fantasíum aðdáenda sveitarinnar. Krúttlegur kynþokki Mörk krúttleika og kynþokka eru mjög á reiki í japanskri samtímamenningu og nýta framleið- endur AKB48 sér þetta til að laða miðaldra karla að sveitinni. Leit að söguþræði Ef að vetrarnóttu ferðalangur er bók eftir Italo Calvino, sem fæddist á Kúbu og ólst upp á Ítalíu. Við andlát sitt árið 1985 var hann sá ítalskur rit- höfundur sem mest hafði verið þýdd- ur á erlend mál. Í Ef að vetrarnóttu ferðalangur er skipt um atburðarás, stíl og umhverfi á óvæntum augnablik- um í leit tveggja lesenda, karls og konu, að söguþræði sem vek- ur áhuga þeirra. Afar óvenju- leg bók! Handhæg Íslandssaga Einar Laxness og Pétur Hrafn Árnason eru höfundar bókarinn- ar Íslandssaga A–Ö – frá abbadís til Örlygsstaðabardaga. Verkið hefur nýst söguáhugafólki í um fjóra áratugi en kemur nú út í nýrri handhægri útgáfu, uppfært og ríkulega aukið. Hér er fjallað um sögu Íslands eftir uppfletti- orðum í stíl alfræðibóka, frá upp- hafi byggðar til okkar daga. Nýjar bækur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.