Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Qupperneq 4
Helgarblað 21.–24. ágúst 20154 Fréttir E ngin ríkisstjórn síðastliðinn áratug hið minnsta hefur tek­ ið sér jafnlangt hlé milli ríkis­ stjórnarfunda yfir sumartím­ ann og núverandi ríkisstjórn gerði í sumar. Þá liðu rúmar fimm vikur milli funda. Formaður Sam­ fylkingarinnar hefur kallað þetta lengsta sumarfrí ríkisstjórnar í Ís­ landssögunni. Aðstoðarmaður for­ sætisráðherra segir helstu skýringuna þá að ráðherrar hafi ekki óskað eftir fundum, en að mikil samskipti hafi engu að síður átt sér stað milli ráð­ herra á tímabilinu. Árni Páll Árnason, formaður Sam­ fylkingarinnar, sagði í viðtali vegna innflutningsbanns Rússa á íslensk matvæli í fréttum Stöðvar 2 á sunnu­ dag að það kæmi honum ekki á óvart að íslensk stjórnvöld virtust óviðbú­ in gagnaðgerðum Rússa. „Kemur ekki á óvart þegar þessi ríkisstjórn er ný­ komin úr lengsta sumarfríi sem nokk­ ur ríkisstjórn hefur farið í fyrr og síðar í Íslandssögunni.“ Vildi hann þar með meina að ríkisstjórnin hefði getað nýtt þann vettvang, sem ríkisstjórnarfund­ ir eru, til að undirbúa viðbrögð við innflutningsbanni Rússa. Aðstoðar­ maður forsætisráðherra segir að mikil vinna hafi verið í gangi þrátt fyrir þetta. Lengsta frí fyrr og síðar? Í samtali við DV kveðst Árni Páll standa við ummælin, þótt hann viðurkenni að hann byggi þau að mestu á minni. „Ég hef fylgst með pólitík í 30 ár og man ekki eftir öðru eins.“ Árni segir þetta alvarlegt mál og við blasi, eftir ummæli Bjarna Benedikts­ sonar í Morgunblaðinu á fimmtudag, að engin greining hafi verið lögð fram í ríkisstjórn á afleiðingum ákvarðana um þátttöku í viðskiptaþvingunum. „Þannig að menn hafa aldrei verið að vinna heimavinnuna. Það er nú vert að minna á það líka að það var ákært í Landsdómsmálinu fyrir að ekki væru haldnir ríkisstjórnarfundir um mik­ ilsverð málefni. Það verður að segjast að ef menn telja þetta svo mikilsvert málefni að það þurfi að breyta utan­ ríkisstefnunni út af afleiðingum gagn­ aðgerða Rússa þá blasir við að mönn­ um hefði borið að halda um það að minnsta kosti einn ríkisstjórnarfund.“ Árni segir það sýna alvarlega van­ rækslu að hafa ekki greint þjóðar­ hagsmuni í málinu og að ríkisstjórn­ arfundir hefðu verið vettvangur fyrir slíkt. „Og að menn geti síðan á sama tíma verið í lengsta sumarfríi sögunn­ ar, er saga til næsta bæjar.“ Fjarvera og frí í fréttum Dularfull fjarvera, frí og utanlands­ ferðir forsætisráðherra í einkaer­ indum hefur verið fréttamatur oft­ ar en einu sinni á kjörtímabilinu þar sem tímasetningar ferðalaga hans hafa verið gagnrýndar. Meðal annars við umræðu um fjárlög. DV lék því forvitni á að vita hvort eitthvað væri hæft í yfirlýsingum Árna Páls, í það minnsta eins langt aftur í tímann og raunhæft getur talist að fá upplýsingar um sumarhlé á ríkisstjórnarfundum. Lengra hlé en hjá síðustu ríkisstjórn Á vef forsætisráðuneytisins má finna yfirlit yfir dagskrá ríkisstjórnarfunda aftur til byrjun febrúar 2009. DV skoðaði sérstaklega mánuðina júlí og ágúst. Eins og sjá má í meðfylgj­ andi töflu þá fundaði ríkisstjórnin reglulega yfir sumartímann á síðasta kjörtímabili. Ríkisstjórn Framsóknar­ flokks og Sjálfstæðisflokks tók síð­ an við völdum í maí 2013. Það sum­ ar liðu rúmar tvær vikur milli funda. Í fyrra varð sumarfríið helmingi lengra, eða rúmar fjórar vikur, en aldrei lengra en í sumar þegar 37 dagar liðu milli funda. Lengsta hlé síðan 2006 Upplýsingar um fundi á vef ráðu­ neytisins ná ekki lengra aftur en til ársins 2009 og hafði DV því samband við Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofu­ stjóra í forsætisráðuneytinu, með það fyrir augum að fá upplýsingar lengra aftur í tímann. Strax varð ljóst að lík­ lega væri það ekki raunhæft, með til­ liti til tíma og umfangs verkefnisins, að finna umbeðnar upplýsingar allt aftur til byrjunar sjöunda áratugarins þegar byrjað var að rita fundargerðir ríkisstjórnarfunda, sem geymdar eru í skjalasafni á pappír. Rafræn skjala­ skráning er tiltölulega ný af nálinni í stjórnkerfinu. Þannig voru fundar­ gerðir á árunum frá aldamótum til ársins 2006 ritaðar á tölvu en einung­ is varðveittar á pappír. Áratugina þar á undan voru þær handskrifaðar. Af augljósum ástæðum væri því mik­ ið verk og tímafrekt að fletta því upp eins langt aftur í tímann og mögu­ legt er og sannreyna hvort hléið í sumar væri bókstaflega það lengsta í sögunni. Ágúst Geir athugaði því fyr­ ir DV hvort dæmi væru um lengra hlé yfir sumartímann aftur til ársins 2006. „Ég kíkti á þetta og fann ekki dæmi um lengra hlé á því tímabili.“ Ekki óskað eftir fundum „Þetta er vissulega sumarleyfistími en það er bara verið að vinna í ráðu­ neytunum líka og það var ekki óskað eftir fundi af hálfu ráðherranna á því tímabili. Það er kannski helsta skýr­ ingin,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, aðspurður um skýringar á þessu langa hléi á fundum. „Ríkisstjórnar­ fundir eru gjarnan haldnir ef óskað er eftir þeim. Ef ekki liggja fyrir mál þá er ekki fundað.“ Aðspurður hvort ekki hefði verið hægt að nýta þennan vettvang til að undirbúa viðbrögð við gagnaðgerð­ um Rússa og hvort það hefði breytt einhverju, segir Jóhannes að hann geti ekki svarað fyrir það sérstaklega. Hins vegar bendir hann á að heil­ mikil samskipti hafi verið í gangi þó ekki hafi verið haldnir formlegir ríkis­ stjórnarfundir. „Það var í gangi hér heilmikil vinna við að undirbúa viðbrögð við gagnaðgerðum, eða hafa samskipti við Rússland þegar fréttist af þessu. Ég get ekki sagt hvort það hefði breytt einhverju en vinnan var í gangi, þrátt fyrir að ekki hafi farið fram formlegir ráðherrafundir. Þessir ágætu ráðherr­ ar tala saman oftar en bara á þess­ um fundum. Það voru í gangi töluvert mikil samskipti.“ n HamraHlíð 17, 105 reykjavík / Hús Blindrafélagsins / sími 552-2002 Vönduð lesgleraugu frá 3.900 kr. Lengsta sumarfrí ríkisstjórnar í áratug n Engir ríkisstjórnarfundir í rúmar fimm vikur n Lengsta sumarfrí í sögunni, segir Árni Páll Ár Lengsta hlé á fundum yfir sumartímann Fjöldi daga milli funda Fjöldi vikna 2015 7. júlí–14. ágúst 37 dagar Rúmar 5 vikur 2014 11. júlí–12. ágúst 31 dagur Rúmar 4 vikur 2013 9. júlí–25. júlí 15 dagar Rúmar 2 vikur 2012 20. júlí–31. júlí 10 dagar Rúm vika 2011 26. júlí–9. ágúst 13 dagar Tvær vikur 2010 Fundað u.þ.b. vikulega yfir sumarið 2009 Fundað u.þ.b. vikulega yfir sumarið Upplýsingar af vef forsætisráðuneytisins um dagskrá ríkisstjórnarfunda. Fundardagar undanskildir talningu á fjölda daga milli funda. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Þau fóru í fríið Ríkisstjórnarfundur fór fram þann 7. júlí í sumar en síðan ekki aftur fyrr en 14. ágúst. Engin ríkisstjórn hefur gert annað eins hlé á fundum yfir sumartímann eins langt aftur og raunhæft þykir að athuga með skömmum fyrirvara. Mynd StJornarrad.iS Lengsta frí í sögunni? Árni Páll Árna- son, formaður Samfylkingarinnar, fullyrti að um lengsta sumarfrí ríkisstjórnar í sögunni væri að ræða. Mynd Sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.