Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Síða 16
Helgarblað 21.–24. ágúst 201516 Fréttir
MilljónasaMningar
til eigin verkefna
Meðlimir faghóps rammaáætlunar mátu hvort þeirra eigin stofnanir fengju verksamninga
M
eðlimir faghópa rammaá-
ætlunar mátu hvort þeirra
eigin fyrirtæki eða stofn-
anir fengju verksamninga
að verðmæti tugmilljóna.
Formaður verkefnisstjórnar segir
að þeir hafi ekki skarað eld að eigin
köku. Hann segir að vegna fámenn-
is í fræðimannageiranum hafi ekki
verið hægt að koma í veg fyrir tengsl
á milli faghópanna og verksamning-
anna sem þeir lögðu til að yrðu gerðir.
Umhverfis- og auðlindaráðu-
neytið hefur gert tólf verksamninga
um rannsóknarverkefni að beiðni
tveggja faghópa vegna vinnu þeirra
við verndar- og orkunýtingaráætl-
un. Vinna við verkefnin hófst í sum-
ar á vegum rammaáætlunar og munu
bráðabirgðaniðurstöður úr þeim
verða tilbúnar í vetrarbyrjun.
Faghóparnir voru fengnir til að af-
marka áhrifasvæði fyrirhugaðra virkj-
unarframkvæmda og meta verðmæti
fjölmargra þátta innan þeirra svæða
með einkunnagjöf miðað við ástand
þeirra fyrir virkjun.
Verkefnisstjórn rammaáætlunar,
sem sá um að velja í faghópana, var
skipuð af Svandísi Svavarsdóttur, þá-
verandi umhverfis- og auðlindaráð-
herra, í mars 2013 til fjögurra ára. Í
henni eru Þóra Ellen Þórhallsdóttir,
prófessor við Háskóla Íslands, Helga
Barðadóttir, sérfræðingur hjá atvinu-
vega- og nýsköpunarráðuneytinu,
Hildur Jónsdóttir sérfræðingur hjá
forsætisráðuneytinu, Elín R. Líndal,
sveitarstjórnarfulltrúi og Stefán Gísla-
son, formaður verkefnisstjórnar.
Pirrandi að missa tvö ár
Það var ekki fyrr en í sumar, um
tveimur árum síðar, sem rannsókn-
irnar hófust og segir Stefán það hafa
verið „mjög pirrandi“ að hafa ekki
getað nýtt þessi tvö ár sem fóru til
spillis. Hægt hefði verið að gera meira
og ígrunda hlutina betur ef meiri tími
hefði verið fyrir stafni. Ein ástæða fyr-
ir því var hægagangur í kerfinu.
Verksamningar voru gerðir við
Matís, Náttúruminjasafn Íslands,
Stofnun rannsóknarsetra Háskóla
Íslands og Háskóla Íslands - Land-
og ferðamálafræðistofu, en heildar-
samningsfjárhæðin nemur 102,3
milljónum króna.
Tugir milljóna í eigin stofnanir
Mestur peningurinn, eða rúmar 60
milljónir króna, fór í sex verkefni á veg-
um Háskóla Íslands - Land og ferða-
málafræðistofu. Formaður faghópsins
sem lagði til að verksamningar yrðu
gerðir við háskólann er Anna Dóra Sæ-
þórsdóttir, dósent við Háskóla Íslands.
Næsthæsta upphæðin, tæpar 19
milljónir króna, fór í þrjú verkefni á
vegum stofnunar Rannsóknarsetra Há-
skóla Íslands. Í faghópnum sem lagði
til að verkefnin yrðu styrkt eru m.a.
Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðu-
maður Rannsóknarseturs Háskóla Ís-
lands á Suðurlandi, og Þorvarður Árna-
son, forstöðumaður Rannsóknarseturs
Háskóla Íslands á Hornafirði.
Fyrirtækið Matís fékk 10,2 milljóna
styrk til rannsóknar á hitakærum ör-
verum á háhitasvæðum á Reykjanesi,
Hengilssvæðinu og Fremrinámum. Í
faghópnum sem lagði til að verkefnið
yrði styrkt er Sólveig Pétursdóttir, ver-
kefnastjóri Matís.
Beggja megin borðsins
Það lítur því út fyrir að sumir sér-
fræðingarnir úr faghópunum sem
veittu álitsgjöf hafi þurft að meta
vinnuna við verkefni síns eigin fyrir-
tækis eða stofnunar og ákvarða út frá
því hvort þau fengju verksamninginn
eða ekki. Þeir hafi því setið beggja
vegna borðsins.
Stefán Gíslason, formaður verk-
efnisstjórnar, segir að það hafi ekki
verið raunin. Faghóparnir hafi verið
meðvitaðir um að þeir gætu þurft að
svara fyrir þetta. Þess vegna hafi þeir
vandað sig eins og þau gátu og settu
sér ramma um ákveðin mál, til að
ganga úr skugga um að ákvarðanirnar
litu ekki tortryggilega út.
Lögðu ekki mat á eigin niðurstöður
Hann segir að hlutverk faghópanna
hafi ekki verið að leggja mat á sínar
eigin rannsóknarniðurstöður heldur
hafi rannsóknirnar verið hluti af starfi
þeirra í hópnum. „Í hvorum faghópi er
um tíu manna hópur sem notar þess-
ar niðurstöður til að vinna að matinu.
Það er mjög erfitt að sjá hvernig sama
fólkið sem hefur að einhverju leyti
unnið að þessum rannsóknum geti
skekkt niðurstöðurnar. Það getur ekki
verið neitt í þessum niðurstöðum sem
dregur taum einnar virkjanahugmynd-
ar frekar en annarrar,“ segir Stefán.
„Þetta er sérfræðingahópur sem
leitar að bestu gögnum sem mögu-
legt er til að geta komist að bestu
niðurstöðu. Gögnin eru borin und-
ir fagstofnanir og ef ástæða er til eru
þau borin undir erlenda sérfræðinga
vegna þess að á þessum sviðum er
öðrum sérfræðingum varla til að
dreifa hérlendis. Ef þessara hliða er
gætt er ekki um að ræða að menn séu
báðum megin borðsins. Þá eru gögn-
in þau sem menn geta best aflað á
hverjum tíma,“ segir Stefán.
Fámennið á Íslandi vandamál
Hann segir fámennið á Íslandi
einmitt þess valdandi að sama fólk-
ið er bæði í faghópunum og að vinna
rannsóknarvinnuna. „Í stærra samfé-
lagi, sem væri þroskaðra fræðasam-
félag, myndi þetta sjálfkrafa dreifast
meira. Þessi staða getur alveg vakið
spurningar og það er ekkert hafið yfir
gagnrýni sem mennirnir gera. En það
er erfitt að fást við þetta í þeirri stöðu
sem við erum í með öðrum hætti.“
Að sögn Stefáns eru ofangreind-
ir verksamningar sem gerðir voru
við Háskóla Íslands - Land og ferða-
málafræðistofu, Matís og Rann-
sóknarsetur Háskóla Íslands og
tengsl þeirra við faghópana dæmi um
„óskaplegt fámenni í þessum fræði-
mannageira“. „Það er engin leið að
setja fram rökstuddar grunsemd-
ir um að þetta fólk hafi haft fjárhags-
legan hag að þetta æxlist svona,“ segir
hann og nefnir sem dæmi að enginn
á Íslandi starfi í dag við rannsóknir
á hitakærum örverum nema tveir til
þrír sérfræðingar hjá Matís.
Í faghópi og stýrir rannsóknum
„Það er eins með Önnu Dóru [Sæþórs-
dóttur, dósent við Háskóla Íslands].
Hún er afskaplega mikilvægur fulltrúi
í faghópnum vegna þekkingar sinn-
ar. Svo stýrir hún í raun og veru öll-
um rannsóknum á þessu sviði sem
eru unnar á Íslandi [rannsóknum á
viðhorfum ferðamanna]. Það eru fleiri
sérfræðingar í Háskóla Íslands sem
vinna við þetta en hún er leiðandi í
þeirri vinnu og hefur verið það í mörg
ár. Við megum missa hana úr hvorugu,“
segir hann og tekur fram að engin leið
sé að sýna fram á að hún hafi, frekar
en aðrir, haft fjárhagslega hagsmuni af
fyrirkomulaginu. „Hún er bara í vinnu
hjá háskólanum og háskólinn fær greitt
fyrir að vinna þessa rannsókn.“
Eina í boði miðað við aðstæður
Stefán heldur áfram: „En það væri
margt sem hægt væri að gera
einfaldara ef við værum til dæmis
í fimm milljóna samfélagi þar sem
væri haugur af fólki að vinna á hverju
sviði. Á Íslandi er hver einstaklingur
með gríðarlega breitt svið,“ bætir
hann við en sér samt ekki hættuna á
hagsmunaárekstrum í ferlinu. „Ég sé
ekki hvernig þetta fyrirkomulag, sem
virðist vera það eina í boði miðað við
aðstæður, getur skekkt niðurstöðurnar.
Ég get ekki heldur séð hvernig neinn í
þessu fyrirkomulagi er í aðstöðu til að
skara eld að eigin köku.“
Tillögum skilað í febrúar 2016
Bráðabirgðaniðurstöður verkefnanna
verða lagðar til grundvallar mati
faghópa á verndar- og nýtingargildi
þeirra virkjunarkosta sem þeir hafa
nú til umfjöllunar. Faghóparnir
munu síðan skila tillögum sínum til
verkefnisstjórnar rammaáætlunar 17.
febrúar 2016. Drög að endanlegum
tillögum verkefnisstjórnar verða
kynnt í apríl og þann 1. september
2016 mun verkefnisstjórn afhenda
umhverfis- og auðlindaráðherra
fullfrágengna tillögu að loknu 12
vikna opnu umsagnarferli. Tillaga
ráðherra til þingsályktunar um nýja
rammaáætlun verður svo væntanlega
afgreidd á vorþingi 2017. n
Samningsaðili: Rannsókn á: Faghópur: Samningsfjárhæð:
Háskóli Íslands - Land og ferðamálastofa áhrifum fyrirhugaðra vatnsaflsvirkjana í Skaga-
firði á ferðamennsku
Faghópur 2 9.003.894
Háskóli Íslands - Land og ferðamálastofa áhrifum fyrirhugaðrar vatnsaflsvirkjana í Skjálf-
andaflóa á ferðamennsku
Faghópur 2 7.821.284
Háskóli Íslands - Land og ferðamálastofa áhrifum fyrirhugaðra jarðvarmavirkjunar við
Hágöngur á ferðamennsku
Faghópur 2 6.667.431
Háskóli Íslands - Land og ferðamálastofa áhrifum fyrirhugaðra jarðvarmavirkjunar á
Reykjanesi á ferðamennsku
Faghópur 2 11.138.726
Háskóli Íslands - Land og ferðamálastofa áhrifum fyrirhugaðra vatnsaflsvirkjana á Suðu-
landi á ferðmennsku
Faghópur 2 14.839.366
Háskóli Íslands - Land og ferðamálastofa viðhorfi til virkjunarhugmynda, víðerna og
óbyggða og raflína
Faghópur 2 11.376.467
Matís ohf. hitakærum örverum á háhitasvæðum á
Reykjanesi, Hengilsvæðinu og Fremrinámum
Faghópur 1 10.200.000
Náttúruminjastofnun íslands áhrifum virkjana á náttúru- og menningarminjar,
landslag og víðerni
Faghópur 1 4.500.000
Náttúruminjastofnun íslands fjölbreytni lífs, lands og menningarminja Faghópur 1 7.800.000
Stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands víðerni Faghópur 1 4.920.000
Stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands landslagsgreiningu Faghópur 1 6.600.000
Stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands landslagsmati Faghópur 1 7.440.000
Samtals: 102.307.168
Áætlun um vernd og nýtingu landsvæða
Fulltrúar
faghópanna
Faghópur 1
n Skúli Skúlason prófessor, Háskólanum á
Hólum, formaður
n Ása Lovísa Aradóttir prófessor, Landbúnað-
arháskóla Íslands
n Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur,
Fornleifastofnun Íslands
n Gísli Már Gíslason prófessor, Háskóla Íslands
n Kristján Jónasson sviðsstjóri, Nátt-
úrufræðistofnun
n Sólborg Una Pálsdóttir verkefnastjóri,
Minjastofnun, Sauðárkróki
n Sólveig Pétursdóttir verkefnastjóri Matís
n Tómas G. Gunnarsson, forstöðumaður Rann-
sóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi,
n Þorvaldur Þórðarson prófessor, HÍ
n Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rann-
sóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði.
Faghópur 2
n Anna Dóra Sæþórsdóttir dósent, HÍ, formaður
n Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri
AGMOS ehf.,
n Áki Karlsson þjóðfræðingur, Lands-
bókasafni Íslands,
n Einar Torfi Finnsson landmótunarfræðingur,
Íslenskum fjallaleiðsögumönnum ehf.,
n Guðni Guðbergsson sviðsstjóri,
Veiðimálastofnun
n Jóhannes Sveinbjörnsson dósent, Landbún-
aðarháskóla Íslands (Jóhannes sagði sig frá
starfinu í nóvember 2014 vegna anna),
n Sigrún Valbergsdóttir, fararstjóri og
leiðsögumaður
n Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir líffræðingur,
Náttúrustofu Norðausturlands,
n Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri,
Landgræðslu ríkisins
Freyr Bjarnason
freyr@dv.is
Hellisheiðarvirkjun Tillögum
til verkefnisstjórnar rammaá-
ætlunar verður skilað í febrúar
á næsta ári. Stefán Gíslason er
formaður verkefnisstjórnar.