Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Page 18
Helgarblað 21.–24. ágúst 201518 Fréttir Erlent Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Hágæða parketplankar á góðu verði Hér er best að búa Ástralía og Kanada eiga bestu borgir í heimi Þ að er best að búa í Mel- bourne í Ástralíu en verst að búa í Damaskus í Sýr- landi, samkvæmt lista „The Economist Intelli- gence Unit“, sem tekin er saman af sérfræðingum tímaritsins, The Economist. Þar hafa verið teknir saman og vegnir allir helstu kostir og ókostir þess að búa í borgunum. Litið er til þess hvaða borgir og staðir í heim- inum hafa bestu og öruggustu að- stæður til búsetu. Það vekur athygli að það þykir einna best að búa í borgum Ástralíu, en borgirnar Mel- bourne, Adelaide, Perth og Sydney skipa sér allar ofarlega á listann. Þá eru borgir Kanada einnig hátt skrif- aðar. Borgirnar Kænugarður í Úkra- ínu, Damaskus í Sýrlandi og Trípólí í Líbýu, eru verstu borgirnar. Ástandið í þeim öllum hefur verið óstöðugt í lengri tíma og þykja íbúar þeirra búa við mikið óöryggi eðli málsins sam- kvæmt. Ástandið í Sýrlandi fer versn- andi dag frá degi og deila Rússa og Úkraínu fer aðeins harðnandi. Ýmis- legt hefur áhrif á valið. Til dæmis má nefna að París féll niður listann og er ástæðan rakin til hryðjuverkanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo í vetur. Þessar borgir skipuðu sér á listann yfir tíu bestu. n 10 Helsinki (Finnland) og Zürich (Sviss)Helsinki er að endurheimta stöðu sína sem miðstöð hönnunar og nýsköpunar og virðist hafa fengið aukið sjálfstraust sem slík. Zürich er nokkur andstæða Helsinki, en þar má segja að menn takist frekar á við fjármálageirann og finni nýsköpun þar. Í báðum borgunum ættu menn þó að geta fundið aðstæður við sitt hæfi. 9 Auckland (Nýja-Sjáland) Hafnarborgin Auckland hefur íbúum sínum margt að bjóða. Auðvelt er að komast hratt og örugglega út í nátt- úruna en einnig drekka í sig menningu borgarinnar. 8 Perth (Ástralía) 7 Sydney 5/6 Calgary (Kanada) og Adelaide (Ástralía) 4 Toronto (Kanada)Ferðasérfræðingur dagblaðsins The Telegraph segir einfald- lega: „Toronto er skemmtileg.“ Þar höfum við það. 3 Vancouver (Kanada)Vancouver hefur setið hátt á listanum í áratug. Það þykir afar gott að búa í borginni, vinalegt andrúmsloft og mikið öryggi. Menn- ing, fjölbreytileiki og heimsborgarabragur þykir einkenna hana. 2 Vín (Austurríki)Vínarborg er ein af þremur borgum þessa lista sem ekki tengist Ástralíu eða Kanada. Ferðablaðamenn segja hana heilla strax, frá fyrstu mínútu. Þú getur ferðast ótal oft til Vínar, en alltaf kynnst nýrri hlið á þessari fallegu borg. Borgarbúar og ferðamenn eru umvafðir sögulegum slóðum og hámenningu. 1 Melbourne (Ástralía)Besta borgin, fimmta árið í röð. Hér er best að búa, skemmtilegast og hvað öruggast. Iðandi menningarlíf, matarmenning á miklu flugi. Ferðablaðamaður Telegraph segir að borgin sé „töffarinn“ í hópnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.