Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 22
Helgarblað 21.–24. ágúst 201522 Umræða U m þessar mundir er þess minnst að 70 ár eru liðin frá því að atómsprengj- um var varpað á japönsku borgirnir Hiroshima og Nagasaki. Þar með var kjarnorkuöld gengin í garð og kalda stríðið skall á skömmu síðar með kjarnorkuvíg- búnaðarkapphlaupi stórveldanna. Viðbrögð við kjarnorkuvá Á árunum eftir síðari heimsstyrjöld gripu stjórnvöld víðs vegar á Vest- urlöndum til margvíslegra aðgerða svo verja mætti almenna borgara kæmi til kjarnorkustyrjaldar. Er- lendis voru gerðar umfangsmikl- ar áætlanir um brottflutning fólks af þéttbýlustu svæðum og að sama skapi var hvarvetna efnt til fræðslu um það hvernig fólk skyldi haga sér ef atómsprengja spryngi. Svo virðist sem íslensk stjórn- völd hafi gengið skemur í þessum efnum en forystumenn nágranna- þjóðanna, en þegar um mið- bik sjötta áratugarins höfðu hinar Norðurlandaþjóðirnar reist gríðar- stór loftvarnarbyrgi í stærstu borg- um og gerðar voru frekari áætlanir um hvernig draga mætti úr mann- tjóni kæmi til kjarnorkuárásar. Stjórnvöld gagnrýnd Herstöðvaandstæðingar voru mjög gagnrýnir á íslensk stjórnvöld fyrir sinnuleysi í þessum málaflokki. Ein helsta röksemd þeirra gegn veru varnarliðsins var sú árásarhætta sem það skapaði kæmi til styrjald- ar. Keflavíkurflugvöllur væri aukin- heldur í næsta nágrenni við mestu byggð landsins. Hér á landi væri því jafnvel enn ríkari ástæða til að efla varnir gegn kjarnorkuvá en á hinum Norðurlöndunum. Í tímariti þjóðvarnarmanna, Frjálsri þjóð, var því haldið fram árið 1955 að ástæða sinnuleysis stjórn- valda væri sú að hún þyrði ekki „að láta þjóðina finna það áþreifanlega, í hvaða hættu henni var stefnt með herstöðvunum“. Í Frjálsri þjóð sagði svo: „Hér hafa engin loftvarnarbyrgi verið gerð. Hér hefur enginn undir- búningur verið gerður að skyndi- flutningi fólks frá Faxaflóa, ef til þyrfti að taka. Hér er ekki kunnugt um, að læknum hafi verið kynnt sérstaklega, hvaða ráðum skuli beita við sjúklinga er orðið hafa fyr- ir skaðlegum geislaáhrifum. Engar leiðbeiningar hafa verið birtar al- menningi um það, hvernig mönn- um beri að haga sér, ef kjarnorku- árás yrði gerð á Keflavíkurflugvöll.“ Loftvarnarbyrgi undir Arnarhóli Þrátt fyrir gagnrýni þjóðvarnar- manna og sósíalista var starfandi loftvarnarnefnd á þessum árum, en henni var komið á laggirn- ar 1951, sama ár og undirritaður var varnarsamningur við Banda- ríkin. Nefndinni stýrði Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og hún hafði framan af yfir allnokkrum fjárheimildum að ráða sem not- aðar voru til eldvarna, hjúkrunar- og líknarmála og til að koma upp stjórnstöðvum, aðvörunarkerfi, fjarskiptakerfi, birgðageymslum, hjálparsveitum og ýmsu öðru. Nefndin lét enn fremur rann- saka þörf á loftvarnarbyrgjum og var niðurstaða þeirra athugana að hús hér á landi væru almennt traustbyggðari en í öðrum lönd- um og því rétt að skipuleggja loft- varnarbyrgi sem víðast í kjöllur- um húsa. Ef til loftárása kæmi yrði vandasamast að koma fólki fyrir í skýlum í miðbænum og var því áformað að við endurbyggingu miðbæjarins yrði gert ráð fyr- ir loftvarnarbyrgjum í kjöllur- um. Nefndin lagði að auki til að útbúið yrði stórt loftvarnarbyrgi undir Arnarhóli. Þá voru keypt- ar rafknúnar loftvarnarflautur frá Danmörku. Geislavirkt ryk Þessum málum var komið í fastara form með almannavarnarlögum árið 1962. Það sama ár reis Kúbu- deilan og líklega var aldrei jafn- mikil hætta á að kjarnorkustyrjöld brytist út og einmitt þá. Árið 1967 gáfu Almannavarnir ríkisins út fræðslurit þar sem fjall- að var um varnir og viðbúnað við „Forsetasetrið á Bessastöðum var tekið út með tilliti til þess að eins megatonns atómsprengja yrði sprengd nálægt jörðu á Keflavíkursvæðinu og að geislavirkt úrfall bærist frá henni til Bessastaða. n Viðbúnaður við kjarnorkuvopnaárás á Ísland n Kjarnorkubyrgi á Bessastöðum Reykjavík Til að vernda stjórnvöld landsins var kannaður möguleiki á að flytja æðstu embættis- menn út fyrir Reykjavík, en ekki hefur verið gefið upp hvaða staður var hafður í huga í því efni. Björn Jón Bragason bjornjon@dv.is Fréttir úr fortíð „HORFIÐ EKKI Í LJÓSIГ Hlaðin búnaði: Bakkskynjarar - Loftkæling - Cruise Control - Skilrúm - 250° opnun á afturhurðum - Spólvörn Stöðugleikakerfi - Handfrjáls búnaður fyrir síma - USB tengi ofl. Okkar verð : 3.900 þús án vsk. (4.836. þús með vsk.) Nýr 2015 Renault Master L2H2 ←
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.