Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Page 26
Helgarblað 21.–24. ágúst 2015
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
26 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Á köldum klaka
Framsóknar
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis-
ráðherra hefur staðið fastur fyr-
ir í Rússadeilunni og uppskorið
fyrir vikið bæði lof og gagnrýni.
Báðir stjórnarflokkarnir eru
klofnir í málinu, en athygli vek-
ur að þeir sem helst hafa kom-
ið utanríkisráðherra til varnar
koma úr herbúðum Sjálfstæð-
isflokksins. Ef undan eru skil-
in Karl Garðarsson og Silja Dögg
Gunnarsdóttir, þá er þögn sam-
flokksmanna Gunnars Braga
allt að því ærandi, jafnt ráð-
herra sem þingmanna. Það vakti
svo sérstaka eftirtekt að Vigdís
Hauksdóttir, formaður fjár-
laganefndar, sagðist í útvarps-
viðtali ekki vilja svara því hvort
Gunnar Bragi ætti að segja af
sér. Er von að spurt sé, hver þarf
óvini þegar hann á svona vini?
Ísland í dag fer undir
hatt Jóns Gnarr
Tilkynnt var um umfangsmiklar
skipulagsbreytingar innan 365
miðla fyrir skemmstu. Þannig
mun Andri Ólafsson, sem ver-
ið hefur fréttastjóri á Frétta-
blaðinu, taka við sem ritstjóri
Íslands í dag af Sindra Sindra-
syni. Heyrst hefur að enn frek-
ari breytingar séu hins vegar í
farvatninu og að þátturinn muni
senn ekki lengur heyra undir
fréttastofu 365, sem er ritstýrt af
Kristínu Þorsteinsdóttur, heldur
undir innlenda dagskrárgerð.
Þar ræður ríkjum Jón Gnarr, fyrr-
verandi borgarstjóri, sem var
ráðinn ritstjóri innlendrar dag-
skrár í júlí síðastliðnum.
Ekki er endanlega ljóst
hvernig hið „nýja“ Ísland í dag
mun líta út – sú vinna er núna
í höndum Jóns Gnarr og Andra
– en líklegt þykir að verulega
verði dregið úr fréttatengdri
umfjöllun í þættinum frá því
sem áður var. Áhorf á Ísland í
dag hrundi eftir breytingar sem
voru gerðar á þættinum á síð-
asta ári þar sem lögð var áhersla
á meiri samvinnu við fréttastofu
365, meðal annars með þáttum
um stjórnmál og viðskipti. Þær
breytingar féllu ekki vel í kramið
hjá áhorfendum Stöðvar 2.
Ó
líkt höfðust þeir að síðast-
liðinn miðvikudag, Már Guð-
mundsson seðlabankastjóri
og Þórarinn Ævarsson, fram-
kvæmdastjóri IKEA. Seðla-
bankastjórinn tilkynnti um hækk-
un stýrivaxta og spáði aukinni
verðbólgu og hækkun verðlags. Fram-
kvæmdastjórinn boðaði um þriggja
prósenta lækkun vöruverðs hjá fyr-
irtæki sínu og hvatti önnur fyrir-
tæki til að fara eins að. Skilaboð
þessara tveggja manna voru alls ólík
og framganga þeirra í fréttaviðtölum
sömuleiðis.
Seðlabankastjórinn sagði að ný-
gerðir kjarasamningar myndu auka
verðbólgu og bætti við: „Síðan höf-
um við sjálf, eins og alltaf, farið aðeins
fram úr okkur. Við erum að taka út
gleðina aðeins of fljótt í formi launa-
hækkana og annarra aðgerða.“ Lands-
menn þekkja þessa hræðsluþulu
seðlabankastjórans mætavel og eru
örugglega ansi margir orðnir þreytt-
ir á henni. Í hvert sinn sem laun hins
venjulega launamanns eru hækkuð
heyrast þung andvörp frá mönnum
sem eru á forstjóralaunum hjá fyrir-
tækjum og stofnunum. Þeir telja sín
eigin laun og hækkun á þeim koma
stöðugleika ekkert við, enda hafa
sumir þeirra leitað til dómstóla til að
fá laun sín hækkuð enn meir.
Framkvæmdastjóri IKEA talaði
sannarlega ekki á sömu nótum og
seðlabankastjóri. Hann sér ekki það
illa sem nýgerðir kjarasamningar
ættu að framkalla samkvæmt boðskap
seðlabankastjóra. Hann boðaði verð-
lækkun og sagði kjarasamningana
hafa verið þess eðlis að flest fyrirtæki
ættu að geta tekið þeim með myndar-
brag. Hann sagði einnig að fleiri fyr-
irtæki gætu lækkað verð og dregið
þannig úr verðbólguþrýstingi.
Framkvæmdastjóri IKEA ætti ekki
að þurfa að missa vinnuna næstu
árin, svo kröftugur fulltrúi fyrirtæk-
isins er hann. Landsmenn hljóta að
bíða eftir því að fleiri forsvarsmenn
fyrirtækja stígi fram og tilkynni um
lækkun á vöruverði. Reynar er snúð-
ur á einhverjum þeirra, sem sögðu
við fréttamann Stöðvar 2 að verðlækk-
un IKEA væri auglýsingabrella! Sam-
kvæmt þeirra kokkabókum er ekki
allt með felldu þegar fyrirtæki gerir
vel við viðskiptavini sína. Þessir sömu
menn hafa örugglega sopið hveljur
þegar þeir heyrðu þennan sama fram-
kvæmdastjóra nefna það í viðtali að
hagnaður IKEA hefði að undanförnu
verið of mikill.
Seðlabankastjóri er á einkennilegu
róli og peningastefnunefnd Seðla-
bankans er sérstakt fyrirbæri. Fjár-
málaráðherra landsins hafði varað við
hækkun stýrivaxta, en ekki var á það
hlustað. Seðlabankastjóranum, sem
er margt betur gefið en hógværð, sagði
yfirlætislega í viðtali: „Við getum ekki
byggt stefnu okkar á kraftaverkum.“
Framkvæmdastjórn IKEA sér engin
kraftaverk í því að lækka verðlag, held-
ur telur það vera skynsamlega og
raunhæfa aðgerð. Það er ekki undar-
legt þótt einhverjir hafi velt því fyr-
ir sér hvort ekki væri rétt að skipta út
peningastefnunefnd Seðlabankans og
setja þar í staðinn framkvæmdastjórn
IKEA. n
IKEA og seðlabankastjórinn
Ég held að allir geti
lent á glapstigum
Brynhildur Pétursdóttir í pistli sínum um málefni fanga. - DV
Ég komst þess vegna
bara að þessu fyrir slysni
Sylvía Magnúsdóttir sem var ættleidd ung en fann óvænt fimm systkini í Þýskalandi. - DV
Ætli þetta sé ekki svolítið
eins og að vera sjómaður
Stebbi Jak, söngvari Dimmu, um líf rokkarans. - DV
Látum hendur standa
fram úr ermum
H
austið nálgast óðfluga og
rútínan sem margir bíða eft-
ir er rétt handan við hornið.
Þessa dagana eru skólarnir í
startholunum og margir hafa snúið
til baka til vinnu eftir sumarfrí. Þar á
meðal þingmenn sem undirbúa nú
komandi þingvetur, með því að út-
búa ýmis þingmál sem stefnt er að
því að klára á næsta þingi. Jafnframt
eru margir þingmenn á ferðalagi
um landið, láta sjá sig og heyra hvað
brennur á landsmönnum. Á þess-
um ferðalögum um landið má heyra
að það eru mörg mikilvæg mál sem
landsmenn vilja sjá fyrir endann á.
Þar má m.a. nefna húsnæðisfrum-
vörp félags- og húsnæðismálaráð-
herra, verðtryggingarfrumvörpin og
mörg önnur mikilvæg þingmál sem
bíða afgreiðslu. Þessi þingmál, sem
og mörg önnur er stefnt að því að
klára á næsta þingi, sem hefst þann
8. september.
Höfum val og aukum öryggi
Óhætt er að segja að mikil og góð
vinna hefur farið fram í ráðuneyti
félags- og húsnæðismálaráðherra í
allt sumar. Þar hafa allir lagst á eitt
við að undirbúa frumvörp sem hafa
það að markmiði að efla hér hús-
næðismarkaðinn. Frumvörp sem
taka á húsnæðissamvinnufélög-
um, húsaleigulögum, húsnæðisbót-
um og stofnstyrkjum til leigufélaga.
Þessi frumvörp verða lögð fram á
fyrstu vikum þingsins og kláruð á
haustþingi. Afar mikilvægt er að
þessi frumvörp fái skjóta afgreiðslu
í meðferð þingsins og að samstaða
ríki um þau. Þessi frumvörp tengj-
ast samkomulagi um kjarasamn-
inga á almennum vinnumarkaði.
Auk þessa er mikil vinna í gangi sem
snýr að stuðningi við þá sem eru að
kaupa sína fyrstu íbúð. Unnið er að
útfærslu varðandi skattaívilnan-
ir fyrir þá sem leigja íbúðir til lang-
tímaleigu og auk þessa er unnið
að endurbótum á lánaumhverfi
íbúðarlána, þar sem hagur neytand-
ans er hafður í forgrunni. Öll þessi
vinna hefur það að markmiði að
auka húsnæðisöryggi landsmanna
og vera með raunhæft val á hús-
næðismarkaði. Það er val um hvort
fólk vilji kaupa húsnæði, leigja eða
fara millileiðina og búa í búsetu-
íbúðum.
Burt með verðtryggingu
Mikilvægt er að afnema verð-
tryggingu af húsnæðislánum til að
minnka vægi verðtryggingar á lána-
markaði. Það er nauðsynlegt til að
stöðva þá eignatilfærslu sem verður
frá íslenskum heimilum til fjármála-
stofnana, þegar verðbólgan hækkar.
Það verður að ganga til þessara verka,
um er að ræða mikið hagsmuna- og
réttlætismál, fyrir heimili landsins.
Það er nú svo að skýrsla sérfræði-
hóps um afnáms verðtryggingar af
neytendalánum var birt í lok janú-
ar 2014. Meirihluti sérfræðihóps-
ins lagði til að frá og með 1. janúar
2015 yrðu stigin veigamikil skref í átt
að fullu afnámi verðtryggingar nýrra
neytendalána, en vinna við áætlun
um fullt afnám yrði hafin eigi síðar en
á árinu 2016. Mikil vinna hefur farið
fram í ráðuneytunum þar sem tillög-
ur minni- og meirihluta séfræðinga-
hópsins eru hafðar til grundvallar.
Unnið er að frumvörpum sem hafa
það að markmiði að óheimilt verði
að bjóða verðtryggð lán með jöfnum
greiðslum til lengri tíma en 25 ára,
að lágmarkstími nýrra verðtryggðra
neytendalána verði lengdur í allt að
10 ár og að takmarkanir verði gerð-
ar á veðsetningu vegna verðtryggðra
íbúðalána. Fjármálaráðherra hefur
umsjón með þessum hluta verkefn-
isins. Vegna umfangs aðgerðarinnar
þá hefur verkefnið tekið lengri tíma
en áætlað var. Það þýðir aðeins eitt
að núna er enn mikilvægara að láta
hendur standa fram úr ermum og
klára þetta stóra verkefni. n
Elsa Lára Arnardóttir
Þingmaður Framsóknarflokksins
Kjallari
MynD SiGtryGGur Ari
„Fram-
kvæmdastjórn
IKEA sér engin krafta-
verk í því að lækka verð-
lag, heldur telur það vera
skynsamlega og raun-
hæfa aðgerð.
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is