Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 27
Helgarblað 21.–24. ágúst 2015 Umræða 27
Myndin Viðrar hundana Þessi maður skellti sér í göngutúr með hundana sína í góða veðrinu í höfuðborginni á fimmtudaginn. mynd þormar Vignir gunnarsson
Vestnorrænar vinaþjóðir
Á
rsfundur Vestnorræna
ráðsins var haldinn í Fær-
eyjum nú á dögunum. Þar
var einnig haldið sérstaklega
upp á 30 ára afmæli Vestnor-
ræna ráðsins með pomp og prakt,
enda fullt tilefni til að treysta vina-
bönd þessara þriggja grannríkja á
Norðurslóðum.
Sameiginlegir hagsmunir þessara
þriggja nágranna, þ.e. Íslands, Fær-
eyja og Grænlands, eru miklir og sér-
staklega nú um stundir hvað varðar
málefni Norðurslóða. Lögð er mikil
áhersla á að hámarka áhrif þeirra á
gang mála á Norðurslóðum en þang-
að horfa nú helstu stórveldi heims og
brýnt er að vernda hagsmuni þjóð-
anna á svæðinu til framtíðar.
Þjóðirnar eiga í dag fjölbreytt
samstarf í sjávarútvegi, mennta-,
menningar- og heilbrigðismálum.
Ársfundurinn ályktaði að auka enn
frekar þetta samstarf og kortleggja
hvernig löndin geti aukið samstarf-
ið á sviði sjávarútvegs, fríverslunar,
samgangna og við uppbyggingu inn-
viða þessara samfélaga.
Landfræðileg lega Vestnorræna
svæðisins í miðju Norður-Atlants-
hafi á milli meginlands Evrópu og
Norður-Ameríku og með auknum
möguleikum á tengslum við Asíu
gerir það að verkum að flutningar
þar eiga eftir að aukast mikið og öll
umsvif á svæðinu að sama skapi.
Það er mikið talað um þau tæki-
færi sem skapast þegar siglingar um
Norðurslóðir aukast en minna er
talað um ógnanir sem þeim fylgja
þar sem lifibrauð þjóðanna er und-
ir ef mengunarslys verða. Málefni
Norðurslóða eru til umræðu hjá
Norðurskautsráðinu og á enn fleiri
stöðum og vissulega er hætta á að
stórþjóðirnar, sem líka eiga mikla
hagsmuni undir, ráði ferðinni. Mjög
mikilvægt er að rödd vestnorrænu
ríkjanna heyrist og hafi vægi. Það eru
gífurlegir langtímahagsmunir tengd-
ir því að mótuð verði ábyrg og sjálf-
bær stefna á Norðurslóðum.
Aukin skipaumferð um Norður-
slóðir gerir Ísland að kjörstað fyrir
alþjóðlega leitar- og björgunarmið-
stöð.
Vestnorræna ráðið samþykkti
með ályktun árið 2013 að láta kanna
hverjar væru orsakir fyrir fækkun
kvenna á Vestur-Norðurlöndum.
Ályktunin hefur ekki verið uppfyllt
að fullu en haldin var ráðstefna sl
.júní í Nuuk þar sem fulltrúar land-
anna ræddu þennan vanda og í Fær-
eyjum hafa ástæður fólksflutninga
frá jaðarsvæðum verið kortlagðar.
Ég tel þetta vera brýnt verkefni og
greina þarf ástæðurnar sem best og
bregðast við ef ekki á illa að fara.
Mikil aukning er í ferðaþjónustu
þessara þriggja landa þótt ekkert
jafnist á við þá sprengingu sem er í
fjölda ferðamanna á Íslandi. Það er
mikilvægt að auka samstarf í ferða-
þjónustu á milli landanna og vinna
að sameiginlegri markaðssetningu
fyrir Norðurslóðir með sjálfbærni
og hreinleika náttúrunnar að leiðar-
ljósi. Við skulum minnast þessi að
það er fyrst og fremst vegna nátt-
úrunnar sem ferðamenn sækja til
þessara landa.
Spennandi verkefni er líka fram
undan á sviði námskeiða fyrir vest-
norræna rithöfunda. Menntamála-
ráðuneytið á Íslandi er að skoða
hvort hægt verði að koma slíkum
námskeiðum fyrir í samstarfssamn-
ingi um menntun, menningu og
rannsóknir sem nú er unnið að á
milli landanna og verður til umræðu
á Norðurlandaráðsþinginu í Reykja-
vík í haust.
Mikil ásókn stórþjóða og auð-
hringja er í auðlindir lands og sjáv-
ar í vestnorrænu ríkjunum. Mikil-
vægt er að samhæfa krafta þessara
grannþjóða til þess að auðlindanýt-
ing þeirra verði sjálfbær og til að af-
raksturinn auðlindanna nýtist til
uppbyggingar heima fyrir og eflingu
samfélaganna og þjóðirnar verða að
halda yfirráðarétti sínum yfir eigin
auðlindum.
Fram undan er þátttaka Vestnor-
ræna ráðsins í Arctic Circle-ráðstefn-
unni þar sem verður m.a. til umræðu
lýðræði á Norðurslóðum og aðkoma
þjóðþinganna að ákvarðanatöku í
málefnum Norðurslóða.
Forsætisráðherra Grænlands
komst vel að orði þegar hann sagði
í afmælisræðu sinni á ársfundinum:
„Við sjáum ekki alltaf stjörnurnar en
við vitum að þær eru þarna, eins er
með vináttu þessara þriggja landa,
hún er alltaf til staðar þótt höf skilji
að.“n
Lilja Rafney Magnúsdóttir al-
þingismaður situr í Íslandsdeild Vest-
norræna ráðsins.
„Aukin skipaumferð
um Norðurslóðir
gerir Ísland að kjörstað
fyrir alþjóðlega leitar-
og björgunarmiðstöð.
Lilja rafney
magnúsdóttir
Kjallari
Hann virðist vera með
einbeittan brotavilja
gestur a. grjetarsson tapaði 10 þúsund krónum á viðskiptum við svikahrapp. - DV
Þeir brutu í honum
hjartað líka
Hulda Hrönn Elíasdóttir um vin sinn sem lenti í líkamsárás og reyndi sjálfsvíg í kjölfarið. - DV
Spurning hvort bankinn
sé ekki of fljótur á sér
þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, um síðustu vaxtahækkun Seðlabanka Íslands. - DV
1 Kærði mótorhjólanornir og reyndi sjálfsvíg
daginn eftir 47 ára maður liggur
þungt haldinn á spítala eftir að hann
reyndi að svipta sig lífi. Daginn áður
kærði hann alvarlega líkamsárás,
en samkvæmt heimildum DV halda
aðstandendur því fram að á meðal þeirra
sem tóku þátt í árásinni hafi verið tveir
meðlimir í vélhjólaklúbbi sem kallast MC
Nornir og er eingöngu skipaður konum.
Lesið: 26.559
2 Gengilbeinan bauð upp á mat og fékk það margfalt
endurborgað Þegar gengilbeinan Liz
Woodrow bauð tveimur slökkviliðsmönn-
um upp á morgunmat eftir erfiða vakt,
hefur hún líklega ekki getað ímyndað sér
að það myndi ekki aðeins breyta lífi henn-
ar, heldur yrði hún í fréttum á heimsvísu.
Lesið: 23.238
3 Leitaði ættingja og fann fimm systkini Sylvía Magnús-
dóttir, bóndi á Hlíðarenda í Skagafirði, hóf
vonlitla leit að blóðættingjum sínum fyrir
nokkrum árum eftir að henni hafði verið
tjáð að blóðforeldrar hennar hefðu látist
í hörmulegu slysi þegar hún var aðeins
nokkurra mánaða gömul. Það kom henni
því í opna skjöldu þegar hún reyndist eiga
fimm systkini á lífi í Þýskalandi.
Lesið: 23.186
4 Fundu lík af ungum manni í Laxárdal í Nesjum
Lík af ungum karlmanni fannst í Laxárdal
í Nesjum á þriðjudag. Ekki hafa verið
borin kennsl á líkið. Kennslanefnd hefur
gefið út að líkið sé af ungum karlmanni,
um það bil 186 sentimetrar á hæð með
ljóst axlasítt hár, klætt í svarta strigaskó
með hvítri stjörnu á hlið, dökkbláar
íþróttabuxur og hettupeysu með áletrun
að framan, „QUICKSILVER“.
Lesið: 21.855
5 Yfir þrjátíu þúsund búnir að skrifa undir: Sagður
hafa nauðgað íslenskri konu
Rúmlega 32 þúsund hafa skrifað undir
hvatningu til Amazon til þess að taka
bækur eftir Daryush
Valizadeh, eða Roosh V
eins og hann er kallaður,
úr sölu. Í bókinni lýsir
hann hvernig hann færði
unga konu, ofurölvi, heim
til sín og segir að hún hafi
ekki verið fær um að gefa samþykki sitt.
Lesið: 19.166
Mest lesið
á DV.is