Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Síða 29
Helgarblað 21.–24. ágúst 2015 Fólk Viðtal 29 „Ekkert verra en að horfa á barnið sitt kveljast“ Þ að hvarflaði aldrei að okk- ur að þetta væri eitthvað alvarlegt og héldum í sak- leysi okkar að hún hefði bara dottið á rassinn. Hún var alltaf sama hressa, káta og orkumikla stelpan og virtist ekkert finna fyrir þessu,“ segir Olga Fær- seth en dóttir hennar, Kolfinna Rán, tveggja og hálfs árs, greindist með illkynja æxli í rasskinn þann 30. júní. Þegar blaðamaður nær tali á Olgu situr hún við sjúkra rúm dóttur sinnar þar sem Kolfinna er í lyfjagjöf á barnaspítalanum. „Við erum á viku sjö af 26. Þess- ar vikur eru misjafnlega erfið- ar eftir lyfjum en hún er ótrúlega dugleg og mælist há í gildum, sem er jákvætt. Planið verður svo endurskoðað í byrjun septem- ber. Þá verður æxlið aftur mælt og ákvörðun tekin um framhaldið, hvort þessu verður áframhaldið svona, geislum bætt við eða jafnvel skurðaðgerð. Ef æxlið hefur minnk- að það mikið og losað sig frá vöðv- anum verður það kannski skorið í burtu.“ Olga fann kúlu á rasskinn dóttur sinnar um páskana. „Þetta var samt ekki eitthvað sem maður tók eftir þegar maður skipti á henni enda hafði enginn annar tekið eft- ir þessu, hvorki á leikskólanum né annars staðar. Í júní fóru að renna á okkur tvær grímur því kúlan var ennþá þarna og á föstudegi segi ég við konuna mína að við getum ekki beðið lengur með að láta kíkja á þetta.“ Man ekkert Olga man lítið eftir því sem gerðist eftir að læknarnir tilkynntu henni að Kolfinna Rán væri með krabba- mein. „Álit lækna var að þetta væri góðkynja en á þriðjudegi, fimm dögum eftir sýnatöku, vorum við orðnar óþreyjufullar og fórum með Kolfinnu á spítala. Þá var hún kom- in með hita. Eftir hádegi vorum við kallaðar á fund. Þegar dyrn- ar opnuðust komu inn tveir lækn- ar og einn hjúkrunarfræðingur og þá fékk ég fyrsta sjokkið og hugs- aði með mér; er þetta virkilega að gerast? Annar læknanna sagði að þeir hefðu greint illkynja krabba- meinsfrumur og talaði örugglega í tíu mínútur en ég veit ekkert hvað hún sagði. Ég man ekki neitt. Ég brotnaði bara niður og hugsaði að- eins um þetta orð, krabbamein. Heimferðin og allt sem á eftir kom er í móðu. Daginn eftir mættum við snemma í allsherjar rannsókn- ir og fórum heim sama dag með þær fréttir í farteskinu að æxlið væri staðbundið og hefði ekki dreift sér. Þá brotnaði ég aftur niður en í þetta skiptið af gleði. Þetta var því mikill rússíbani; allur tilfinningaskalinn tekinn. Það skipt- ir svo miklu máli að æxlið hafi ekki dreift sér. Það var okkar ljós í myrkrinu.“ Sjá orkuna hverfa Það þekkja allir íþróttastjörnuna og markadrottninguna Olgu Færseth sem er án efa ein fremsta knattspyrnukona Ís- lands fyrr og síðar. Olga var bæði í ís- lenska kvennalands- liðinu í körfubolta og fótbolta og er marg- faldur Íslands- og bikarmeistari í báð- um greinum með lið- um sínum, Keflavík, Breiðablik, ÍBV og KR. Hún hefur nú lagt skóna á hilluna til að einbeita sér að fjöl- skyldu sinni en hún og sambýlis- kona hennar, Pálína Guðrún Braga- dóttir, eiga þrjár dætur saman, Kolfinnu Rán, Hrafntinnu Katrínu, 3 mánaða og Melkorku Öldu, fjögurra ára, auk þess sem Pálína á son- inn Jakob Þór, 21 árs, af fyrra sam- bandi. Það er því í nógu að snúast á stóru heimili. „Við reynum að halda í rútínuna en heimilislífið hefur breyst í takt við veikindin. Pálína er með þá minnstu á brjósti og ég dvel hér hjá Kolfinnu en við reynum að passa að Melkorka fái sinn tíma líka. Hún fær til dæmis að vaka lengur en þá sitjum við og spjöllum og athug- um hvernig henni líður. Hún er það klár að hún veit hvað er í gangi og svo sér hún líka að hár systur hennar er farið. Hún er mjög góð við hana. Þær eru svo flottar saman, rífast eina mínútuna og knúsast hina. Eins og systkini gera,“ segir Olga og útskýrir að Kolfinna sjálf skilji hins vegar lítið hvað sé í gangi. „Hún er lítið farin að tala þótt orðin séu smám saman að detta inn. Það væri auðveldara ef hún gæti tjáð sig meira. Það er samt augljóst að sumir dagar eru mjög erfiðir fyrir hana. Við sjáum ork- una hverfa á milli vikna. Hún tek- ur kannski rispu í dótinu í hálftíma, klukkustund, og þá er allt á fullu en svo þarf hún að hvíla sig. Þá sest hún niður, vill horfa eða lesa og bara ró- legheit. Það er mikil breyting frá því sem var. Hún var alltaf á fullu, frá morgni til kvölds.“ Hár úti um allt Olga viðurkennir að það hafi reynst þeim Pálínu erfitt þegar Kolfinna fór að missa hárið. „Þá urðu veikindin fyrst raunveruleg en á sama tíma sáum við bauga myndast undir aug- um hennar. Hárið er svo stór partur af útliti fólks og það fyrsta sem fólk tekur eftir að allt sé ekki í lagi. Við tókum þá ákvörðun að raka hana ekki heldur leyfa hárinu að detta af, bæði til að aðlaga hana og okk- ur en það var mjög erfitt að vakna á morgnana og sjá Kolfinnu alla út í hárum – hár á snuddunni og hár úti um allt. Hún sem var svo mik- il hárkelling og var komin með þessar fallegu krullur niður á axlir. Það er eftirsjá í því en maður get- ur huggað sig við það að hárið kem- ur aftur.“ Missti mömmu sína 8 ára Olga fæddist árið 1975 og var upp- alin í Keflavík, yngst í hópi átta systkina. Móðir hennar, Jóna Sig- ríður Benónýsdóttir, lést úr krabba- meini þegar Olga var aðeins átta ára og faðir hennar, Hallgrímur Færseth, lést árið 2004, þá 68 ára að aldri. „Pabbi hætti á sjónum þegar mamma dó til að hugsa um mig. Eftir greiningu var hún dáin innan þriggja vikna. Það var ekk- ert hægt að gera. Þetta var auðvit- að mjög erfitt og mikill skellur fyrir fjölskylduna enda börnin mörg. Í fyrstu ríkti mikil ringulreið. Pabbi var enn á sjónum og þurfti að klára þau mál en sem betur fer voru eldri systkini mín til staðar fyrir mig. Ég var mikið hjá þeim og sérstaklega í Vestmannaeyj- um. Ég upplifði aldrei að það væri eitthvert vesen með mig. Þetta leyst- ist allt einhvern veginn og fjölskyld- an hjálpaðist að. Ég gleymi aldrei deginum sem mamma dó en þá var ég hjá elsta bróður mínum í Vest- mannaeyjum. Þetta gerðist svo hratt. Mamma hafði verið aðeins slöpp en þetta fólk kvartaði náttúrlega aldrei, það var bara unnið og hlutirnir af- greiddir á hörkunni.“ Missti pabba sinn Þrátt fyrir móðurmissinn minnist Olga jákvæðrar æsku úr Keflavík. „Það var erfitt að sætta sig við þetta en ég átti frábæran pabba sem helg- aði mér sín síðari ár. Ég var þetta týpíska barn í sjávarplássi. Maður var úti allan daginn, niðri á bryggju að veiða eða úti í fótbolta. Eins átti ég fullt af vinum og vinkonum og á mjög góðar æskuminningar úr Keflavík. Mér þykir alltaf mjög vænt um þennan stað,“ segir hún og játar að það hafi reynst henni afar erfitt að þurfa að kveðja pabba sinn. „Við Olga Færseth fyrrverandi knattspyrnu- stjarna, hefur mætt miklu mótlæti. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Olgu um glæsilegan íþróttaferil, móðurmissi í æsku, fjölskylduna og veikindi dóttur hennar sem hún segir langerfiðasta verkefnið hingað til. Allir titlar og bikarar í heimi hefðu ekki getað undirbúið hana fyrir þær fréttir að litla barnið hennar væri með krabbamein en hún og Pálína, sambýliskona hennar, eru ákveðnar í að sigrast á veikindunum með jákvæðnina að vopni. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Ég brotn- aði bara nið- ur og hugsaði aðeins um þetta orð, krabbamein Kolfinna, Pálína og Olga Kolfinna Rán er tveggja og hálfs árs en hún greindist með krabbamein í byrjun sumars. Mynd ÞOrMar VIgnIr Kolfinna rán Olga segir Kolfinnu ótrúlega duglega en að orkan sé mun minni en áður. Mynd ÞOrMar VIgnIr Ung og efnileg Olga lét ekki hæðina stoppa s ig í körfubolt- anum. Mynd Úr eInKaSafnI Með pabba Faðir Olgu ól hana upp frá átta ára aldri. Mynd Úr eInKaSafnI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.