Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 30
Helgarblað 21.–24. ágúst 201530 Fólk Viðtal pabbi vorum mjög náin en hann var alltaf tilbúinn til að gera allt fyrir mig. Við ferðuðumst mikið, fórum á skíði og til sólarlanda. Hann vildi bara að mér myndi líða sem best. Það tók mig langan tíma að jafna mig eftir andlát hans. Ég var að spila með ÍBV á þeim tíma og átti að spila bikarúr- slitaleik fimm dögum eftir að hann dó. Það var mjög erfitt en ég vissi að það eina sem hann hefði viljað væri að ég myndi spila og standa mig vel inni á vellinum. Það peppaði mig upp. Hann mætti mjög oft á leiki og studdi mig frá barnæsku. Ég veit að hann var mjög stoltur af mér.“ Stoltust af heiðarleikanum Eftir glæsilegan íþróttaferil hætti Olga í fótbolta árið 2010. „Þetta var orðið fínt og ég er mjög sátt við feril- inn. Það var ekkert meira sem ég gat gert. Ég lokaði þessum kafla og sneri mér að barneignum. Síðan höfum við bara verið í þessu mömmuhlut- verki og uppteknar við að gera húsið okkar upp. Löngunin í boltann er al- veg horfin en þó mætti ég alveg vera duglegri að hreyfa á mér skankana. En það er bara eins og það er.“ Aðspurð um sætasta sigurinn hugsar hún sig lengi um. „Að vera markahæst skiptir mig ekki mestu máli – ekki þegar maður tekur þetta allt saman, öll þessi ár, öll þessi félög og báðar þessar íþróttagreinar. Þá er það bara allur pakkinn eins og hann leggur sig og allt það fólk sem ég hef kynnst í gegnum íþróttirnar. Ég er stoltust af því að hafa verið heiðar- legur leikmaður þótt ég viti ekki hvort allir séu sammála um það. Mig lang- aði aldrei til að eiga óvini á vellinum, kom ekki illa fram né talaði illa til leik- manna. Ég held að ég geti verið stolt- ust af því. Ég á vini á öllum stöðum og reyndi alltaf að skilja í sátt. Enn mismunað eftir kyni Ég er mjög stolt af mínum ferli og þeirri staðreynd að ég hafi verið fyr- irmynd ungra stúlkna á sínum tíma. Við vorum árgangurinn sem ruddi brautina, bæði fyrir landsliðið og annars staðar. Ég tel mig eiga minn þátt í íslenskri kvennafótboltasögu. Það hafa orðið miklar breytingar. Þegar ég var að keppa máttu konur ekki nota takkaskó með skrúfuðum tökkum til að passa álagið á völlun- um en karlarnir máttu það þótt þeir væru þyngri. Oft og tíðum máttum við ekki spila á aðalvöllunum held- ur á æfingasvæðinu og fengum ekki dagpeninga með landsliðinu. Strák- arnir fengu pening en ekki við. Samt var árangurinn í rauninni alltaf betri hjá kvennalandsliðinu. Ég gæti talið upp ótal svona dæmi. Við þurfum að berjast fyrir þessu og sú barátta er enn til staðar þótt hún sé ekki jafn áberandi. Félögin og KSÍ eru orðin meðvitaðri um að það gengur ekki að mismuna eftir kyni. Það er forn- aldarhugsunarháttur að halda því fram.“ Innt eftir því hvernig kona sem nær rétt 160 cm á hæð geti orðið af- rekskona í íþrótt eins og körfubolta hlær hún og nefnir þrjóskuna. „Ég gat hoppað hátt og svo var ég snör og snögg. Þyngdarpunkturinn í mér er líka lágur. Ég var bara lunkin, ætli það sé ekki málið.“ Fann ástina í KR Boltinn færði Olgu ekki aðeins titla og bikara því hún fann einnig ástina inni á vellinum. Þær Pálína spil- uðu saman með KR og fóru að vera saman árið 2000 og hafa því verið saman í 15 ár. „Þrátt fyrir öll þessi ár og öll þessi börn erum við ekki giftar. Það er eitthvað sem við þurf- um að skoða mjög alvarlega,“ seg- ir hún brosandi en neitar því að það hafi ríkt keppni þeirra á milli í bolt- anum. „Hún var varnarmaður, ég sóknarmaður og henni fannst al- veg frábært að þurfa að dekka mig. Enn þann dag í dag heldur hún því fram að hún hafi verið sá leikmað- ur sem gat alltaf stoppað mig. Ég held að það sé nú ekki alveg rétt en hún má alveg halda það.“ Þær stöll- ur leituðu til Art Medica þegar þær ákváðu að stofna fjölskyldu en það var Pálína sem gekk með öll börn- in. „Mig hefur aldrei langað til að „Pabbi hætti á sjónum þegar mamma dó til að hugsa um mig Falleg fjölskylda Olga og Pálína eiga saman þrjár dætur og Pálína á að auki eldri son af fyrra sambandi. Mynd ÞoRMaR VigniR Mamma og pabbi Olga missti báða foreldra sína fyrir aldur fram. Mynd ÚR EinKaSaFni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.