Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Page 32
Helgarblað 21.–24. ágúst 201532 Fólk Viðtal H éðinn hefur viljað stuðla að umbótum og breyting­ um á geðheilbrigðiskerf­ inu og rammanum, oft á tíðum þrönga, sem sam­ félagið vill helst hafa okkur í. Ragn­ heiður Eiríksdóttir blaðamaður sett­ ist niður með Héðni á huggulegu kaffihúsi í miðbænum og ræddi við hann um ritverkið, geðheilbrigðis­ mál og hvernig honum hefur tekist að breyta sinueldi í huggulegan ar­ ineld. Gagnrýni á þjónustu Héðinn segir bókina vera þríþætt verk. „Í fyrsta lagi er þetta uppgjör við kerfið og hugmyndafræðina. Þar fylgi ég meðal annars eftir því prins­ ippmáli að við sem íbúar þessa lands getum gagnrýnt almannaþjónustu án þess að vera „refsað“ fyrir það af þjónunum. Ef þú ert til að mynda óánægð með þjónustu Landhelgis­ gæslunnar geturðu birt grein og sett fram uppbyggilega gagnrýni á Land­ helgisgæsluna. Svo ertu á trillunni þinni 10 sjómílur vestur af Galtarvita. Það kemur gat á bátinn og þú hringir eftir hjálp, en færð svarið: „Nei, við komum ekkert og hjálpum þér, þú gagnrýndir okkur og skrifaðir grein sem okkur líkaði ekki við. Þú verður bara að hringja eitthvert annað eða drukkna.“ Í mínu tilfelli snerist mál­ ið um synjun á sjúkrahúsinnlögn á grundvelli skoðana. Mér fannst ekki annað hægt en að standa á þeirri sannfæringu að slíkt bryti í bága við bæði tjáningar­ og skoðanafrelsi eins og það er varið í stjórnarskránni. Það virtust mér bæði umboðsmaður Al­ þingis og landlæknir staðfesta eftir að málið varð opinbert. Í öðru lagi er þetta saga með myndrænum útlistingum á hugs­ anaferlum og því hvernig hugur okk­ ar getur virkað ef skyn­ og hraðasvið hans er vítt. Hugsanir eru á stundum í sögunni myndgerðar sem hestar og lífsorka mannsins í kjarna hans fær ásjónu úlfs. Sú grunnhugmynd tengist tunglinu, „luna“ og „lunacy“, varúlfum, hamskiptum og svo fram­ vegis. Í raun er ég að leitast við að lýsa viðbót við „normal” hugsun (ef hún er til) en ekki „ab­normi“ í sjálfu sér. Lýsingin er af „jaðrinum“, en af sammannlegu rófi. Að því mér virðist erum við öll á þessu sama rófi. Í þriðja lagi er í bókinni ákveðinn lærdómur – Lífsorðin 14 – ráð af jaðri skynsviðsins sem ég skrifaði niður á leið minni aftur inn á „miðjuna“. Ráð sem aðrir gætu nýtt sér. Sá kafli var skrifaður með Þórdísi Rúnarsdóttur sálfræðingi. Upphaflega voru þetta tvö handrit, sagan og ráðin – en í Héðinn Unnsteinsson er úlfur. Hann skiptir stundum um ham, en langoft- ast er hann teinréttur og vel klæddur og lítur út fyrir að vita nákvæmlega hvert hann er að fara. Bók Héðins, Vertu úlfur – wargus esto, kom út hjá Forlaginu í vor og hefur vakið mikla athygli fyrir hispursleysi og óvenjulega nálgun við umfjöll- unarefnið, líf með víða sveifluvídd, en geðlæknisfræðin hefur síðustu 200 árin eða svo gefið því ástandi heitið „geðhvörf“. Héðinn er úlfur Bjartsýnn og í góðu jafnvægi Bók Héðins, Vertu úlfur – Wargus esto, hefur fengið lofsamlega dóma. Hún er í senn ádeila, sjúkdómssaga og sjálfshjálparbók. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.