Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Page 34
Helgarblað 21.–24. ágúst 201534 Skrýtið Sakamál
U
ndir lok ágúst, 1991, var
bandarísk kona, Terrie
Sramek, ákærð fyrir að
hafa myrt Billy, eigin-
mann sinn til eins og hálfs
árs. Forsagan var á þá leið að rétt-
um mánuði áður, 31. júlí, höfðu
hjónin, sem kynntust í gegnum
stefnumótaþjónustu í Utah, far-
ið í gönguferð skammt frá heimili
þeirra í Middleburg Heights í Utah.
Billy sást ekki á lífi eftir það.
Tárvot í sjónvarpinu
Daginn eftir hafði Terrie samband
við lögreglu og sagði að eiginmað-
ur sinn væri horfinn, hann hefði
horfið á meðan hún var í kirkju.
Terrie virtist öll af vilja gerð til að
aðstoða lögregluna og kom með-
al annars fram í sjónvarpi þar sem
hún biðlaði til almennings um að
veita upplýsingar ef einhverjum
slíkum væri til að dreifa. Tárvot
með fjögurra mánaða dóttur hjón-
anna í fanginu sagði hún: „Hann
hefði aldrei farið nema einhver
neyddi hann til þess.“
Ekki allt sem sýndist
Á meðal þeirra sem sáu út-
sendinguna var Jim nokkur
Belaszy, myntfræðingur í Midd-
leburg Heights. Honum kom þetta
allt nokkuð spánskt fyrir sjónir því á
þeim tíma sem leið frá hvarfi Billys
og að útsendingunni hafði Terrie
komið í verslun hans. Í fórum sín-
um hafði Terrie myntsafn Billys og
sagði Jim að hann hefði dáið úr
hjartaslagi. Nokkrum dögum síð-
ar birtist smaáuglýsing í hverfis-
blaðinu þar sem auglýst voru til
sölu ýmis búsáhöld og notuð karl-
mannsföt. Símanúmerið sem fylgdi
auglýsingunni var númer Terrie.
Einkaspæjari ráðinn
Líkamsleifar Billys fundust 21. ágúst
í hávöxnu grasi skammt frá Isaac-
vatni, í rúmlega eins og hálfs kíló-
metra fjarlægð frá heimili hjónanna.
Þrátt fyrir rotnun leiddi líkskoðun
í ljós að hann hafði verið skotinn í
höfuðið. Að fjölskyldu Billys læddist
sá grunur að Terrie væri ekki með
hreinan skjöld og réð einkaspæjara
til að komast að hinu sanna í mál-
inu. Hann komst fljótlega að því
að Terrie var önnum kafin við að
selja eigur eiginmanns síns sáluga.
Einnig leiddi rannsókn hans í ljós
að hún hafði sett auglýsingu í einka-
máladálk fyrir einmana fólk – sem
bar óneitanlega keim af því hvernig
hún kynntist Billy upphaflega.
Drykkja og fjárdráttur
Í kjölfar þessarar uppgötvun-
ar setti einkaspæjarinn þrýsting
á Terrie sem á endanum brotn-
aði saman og játaði á sig morðið.
Að hennar sögn höfðu hjónin far-
ið í göngu, hún með dóttur þeirra
á bakinu. Meðan á göngunni stóð
upphófst rifrildi; hún skammaðist
vegna drykkju Billys og hann vegna
65.000 dala sem Terrie hafði svik-
ið út úr fyrrverandi vinnuveitanda
hennar í Utah en ekki deilt með
eiginmanni sínum. Terrie sagði
Billy hafa löðrungað hana og dóttir
þeirra hefði þá brostið í grát. Hún
hefði þá dregið fram skammbyssu
og skotið Billy í andlitið og síðan
öðru skoti þar sem hann lá á grúfu
á jörðinni.
„Slæm persóna“ ábyrg
Síðar kom í ljós að fjársvik voru
engin nýlunda hjá Terrie því árið
1996 hafði hún svikið 228.000 dali
út úr tryggingafélagi í Montana
sem tengdist Miss Montana-feg-
urðarsamkeppninni. Þá hafði hún
sagt að „slæm persóna“ innra með
henni hefði fengið hana til þess.
Terrie fullyrti að hún þjáðist af
rofnum persónuleika og sá „slæmi“
fengi hana til að fremja glæpi.
Reyndar komst geðlæknir, skipað-
ur af réttinum, að því að fullyrðing
Terrie ætti við rök að styðjast. Engu
að síður dæmdi dómarinn hana til
15 ára fangelsisvistar. n
„Hann
hefði
aldrei farið
nema einhver
neyddi hann
til þess
Slæma perSónan
n Billy Sramek hvarf einn góðan veðurdag n Eiginkonan var ekki öll þar sem hún var séð
Terrie og Billy Sramek
Kynntust í gegnum
stefnumótaþjónustu.
Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is
TÓNER, BLEK OG PRENTARAR
MÆLANLEGUR VERÐMUNUR !
Hvað ert þú að borga?