Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 36
Helgarblað 21.–24. ágúst 201536 Sport Betra blóðflæði betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum - S: 896 6949 w w w .s u p er b ee ts .is - v it ex .is Betra blóðflæði betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal Superbeets Nitric Oxide allt að 5 sinnum öflugra 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Nitric Oxide Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992 Uppgötvun á Nitric Oxide var upphafið á framleiðslu rislyfja Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum NÝTT w w w .z en b ev .is - U m b o ð : v it ex e h f Betri og dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding Melatónin Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is úr graskersfræjum ZenBev - náttúrulegt Triptófan Vísindaleg sönnun á virkni sjá vitex.is Tvær bragðtegundir sítrónu og súkkulaði Melatónín er talið minnka líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini sjá vitex.is Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitri c Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi. ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. Kurteisir Kr-ingar n Fóru að orðum séra Friðriks n Skrítnar skiptingar E ins og allir alvöru knattspyrnuáhugamenn var ég staddur í Laugardalnum á bikarúrslitaleik Vals og KR um síðustu helgi. Í upphitun tók maður strax eftir því að Patrick Pedersen, framherji Vals, var í miklum sársauka og Björn Zoëga, læknir Vals, fylgdist áhyggjufullur með Dananum rembast við að hita upp. Daninn ristarbrotnaði, braut Beckham-beinið svokallað, á síðustu leiktíð og skrúfa sem hann fékk í kjölfar þess angraði hann og til að koma honum útúr leiknum hefði einfaldlega þurfta stíga létt á ristina. Um leið og ég sá ástandið á Patrick hugsaði ég með mér; KR- ingar munu mæta í leikinn og brjóta þrisvar til fjórum sinnum harkalega á honum til að koma honum út af. Sama og Valsmenn gerðu þegar þeir mættu Víkingum í fyrra og spörkuðu Aroni Elís Þrándarsyni úr leiknum. Sýndu af sér drengskap Sjálfur hefði ég fyrirskipað árasir á Patrick þar sem spjöld í bikarnum telja ekki í deildinni. En í stað þess að merkja fætur Patricks með takkaför- um leyfðu KR-ingar honum að haltra óáreittum um völlinn og teikna upp sóknir Valsmanna. KR-ingar sýndu þar af sér mikinn drengskap sem þeir hafa ekki fengið neitt lof fyrir. Hinn endurfæddi Ólafur Jóhann- esson, þjálfari Vals, lagði leikinn full- komlega upp með Patrick á öðrum fætinum sem arkitekt í þær 80 mín- útur sem hann píndi sig í gegnum. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, gerði nokkur mistök í leiknum. Ég skildi ekki alveg þessar skiptingar. Varð að láta Sören, Þorstein Má og Gary inná? Liðið spilaði knettinum hátt og langt allan leikinn, var ekki hægt að setja Jacob Schoop með síða hárið í bleiku skónum útá kant? Hann hafði ekkert þarna í Hauk Pál í vígahug á miðjunni að gera. Svona er fótboltinn En allir góðir þjálfarar hafa tapað í úrslitaleik. Bjarni lærir af þessum leik, svona er fótboltinn. Eftir FH- leikinn í síðasta mánuði var Bjarni taktískur snillingur en nú er hann skúrkur. Þetta er líf þjálfarans. Og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, sem einhverjir höfðu afskrifað er núna eftirlæti íslensku alþýðunnar. Gleði hans og einlægni í fagnaðarlátunum kallaði fram gleðitár hjá mörgum sem hafa fylgst með honum í áraraðir. Séra Friðrik, stofnandi Vals, sagði: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði.“ Þessi orð höfðu leikmenn og þjálfarar KR greinilega hugfast í aðdraganda og á meðan leik stóð á laugardag. Það ber að virða þó svo að ófyrirleitnir fótboltaáhugamenn eins og ég hafi ekkert skilið í drengskap KR-inga. Ég hefði skipað Jónasi, Gunnari Þór, Pálma og Aroni að fara duglega í Danann. n Þ að verður spennandi að sjá valið hjá Lars og Heimi í næstu viku á landsliðinu sem mætir Hollandi og Kasakstan í byrj- un næsta mánaðar. Þeir sem þekkja til Lars segja Svíann íhaldssaman og ekki sé von á neinum breytingum. Ég vona að Eiður Smári verði valinn. Ég get ekki ímyndað hversu erfiðir þessir 2 mánuðir hafa verið fyrir hann í Kína. Frá því hann kom þangað hefur hann ekki byrjað einn einasta leik en komið sjö sinnum inn á. Liðið er sæmilegt og aðeins betra en liðið sem Sölvi og Viðar spila með. Sem betur fer fær Eiður vel greitt í Kína. En vonandi kemur hann sér þaðan í burtu eftir leiktíðina. Ég sé að Bolton hefur ekki enn skorað mark í deildinni eftir þrjá leiki. Væri ekki kjörið að fá hann þangað? En annars verður spennandi að sjá hvað þeir gera. Halda þeir sig við sama hóp? Matthías Vilhjálmsson hefur heldur betur heillað menn í Noregi með frammistöðu sinni hjá Rosenborg og það sama má segja um Hólmar Eyjólfsson hjá sama liði. Arnór Ingvi er einnig að springa út hjá Norrköping í Svíþjóð. n Vonandi verður Eiður í landsliðinu Lars og Heimir velja í næstu viku Eiður Smári Líklega voru fyrstu tveir mánuðirnir í Kína erfiðir. É g fagna þeirri ákvörðun 365 miðla að setja ítölsku knattspyrnuna aftur á dag- skrá. Keppnin hefst um helgina og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Ég er það ungur að á vissan hátt átti ítalski boltinn hug minn og hjarta á uppvaxtarárum. Hollendingarnir þrír hjá Milan, Þjóðverjarnir þrír hjá Inter, Vi- alli, Mancini og félagar hjá Sampdoria, Maradona í Napoli, Platini í Juventus, Effenberg, Brian Laudrup og Batistuta hjá Fiorentina, Brolin, og Asprilla hjá Parma o.s.frv. Undanfarin ár á Ítalíu hafa verið erfið en síðasta ár mark- aði upphaf nýrra tíma ef marka má árangur liðanna í Evrópu- keppninni á síðustu leik- tíð. Juventus fór alla leið í úrslit í Meistaradeildinni og Napoli og Fiorentina fóru í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Deildin í ár verður jöfn. Milan hefur eytt miklu og fengið m.a. Carlos Bacca frá Sevilla og Luiz Adriano frá Shaktar. En Juvent- us verða að telja líklegastir til að vinna deildina þrátt fyrir að hafa misst Vidal, Tevez og Pirlo. Liðið fékk Mandzukið, Paulo Dybala og Sami Khedira. Sjálfur styð ég Roma og geri ráð fyrir 20 mörkum frá Edin Dzeko í vetur. Einnig verður gaman að fylgj- ast með Emil Hallfreðssyni hjá Verona. Hann verður í eldlínunni á laugardag þegar Verona mæt- ir Roma klukkan 16 á laugardag í beinni útsendingu. n Velkominn aftur, ítalski boltinn Hjörvars Hafliðasonar Hápressa „Ég er það ungur að á vissan hátt átti ítalski boltinn hug minn og hjarta á upp- vaxtarárum „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði Prúðir Hegðun KR-inga var til fyrirmyndar. mynd kr.iS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.