Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 39
Helgarblað 21.–24. ágúst 2015 Lífsstíll 39
JEPPADEKK
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is
Uppskerumarkaður
í Mosfellsdal
Gæði og gróska
A
ð Mosskógum í Mosfellsdal
eru laugardagar markaðs- og
uppskerudagar en þá er hægt
að versla úrvals nýupptekið
grænmeti beint frá bóndanum. Sem
dæmi má nefna ýmsar salattegund-
ir, klettasalat og spínat auk þess
brokkolí, blómkál, grænkál, svart-
kál, kryddjurtir og að sjálfsögðu kart-
öflur.
Á markaðnum eru fleiri aðilar en
Jón Jóhannsson grænmetisbóndi að
selja varning sinn og ber þar helst að
nefna hænuegg frá Mána, jarðarber
og rósir frá Dalsgarði og fjölbreyttan
varning eins og te, krydd, osta, safa,
sultur og hunang. Tímabil og upp-
skera ræður framboðinu en markað-
urinn verður opinn alla laugardaga
10–16 út septembermánuð.
Laugardaginn 29. ágúst verður
haldin hin árlega sultukeppni mark-
aðarins. Sultugerðarfólk er beðið um
að skila inn framlögum fyrir kl. 12 og
úrslitin verða kunn kl. 15. n
Gróska og mannlíf Hægt
er að kaupa ýmsan varning af
söluborðum.
Beint upp úr jörðinni
Yndislegar rófur í hrúgum.
Vorlaukur Fátt er
girnilegra en nýupp-
tekið grænmeti.
Ofnbakað blómkál með
paprikusósu og baunum
n Uppskera á síðsumri n Margir notkunarmöguleikar blómkáls
N
ú er farið að líða á síðari
hluta sumarsins, en þá er
aldeilis hægt að gleðjast yfir
grænmetisuppskerunni og
njóta þess að borða dýrind-
is nýuppteknar kartöflur, gulrætur,
rófur og blómkál.
Blómkál er hægt að nýta á ótal
vegu, eiginlega á fleiri vegu en margt
annað grænmeti því áferðinni má
breyta mikið eftir því hvaða eldunar-
aðferð er notuð. Við suðu og mauk-
un fáum við silkimjúka súpu. Ef rif-
ið blómkál er steikt á pönnu minnir
áferðin einna helst á pasta, og hrátt
rifið blómkál er eins og hrísgrjón.
Ofnbakað blómkál verður gjarn-
an stökkt að utan en mjúkt í miðju
og nánast að myndist karamella ef
nægri olíu er dreift yfir kálið áður en
því er skellt inn í ofninn.
Blómkál er bragðmilt og leikur
einn að krydda að vild. Áhrifin geta
verið indversk (cummin, kanil, karrí)
eða spænsk (reykt paprika).
Gómsætur grænmetisréttur
Hér var gerð tilraun sem undirrituð
hafði haft augastað á lengi. Blómkáls-
hausinn er bakaður í heilu lagi í ofni
og borinn fram með paprikusósu og
baunum. Þetta eitt og sér hefði nægt
fyllilega með nýbökuðu brauði og
þá verið flottur grænmetisréttur, en
kjötætur gætu leyft sér að bæta við
steiktu beikoni á herlegheitin.
Ágætt getur verið að byrja á að
gera paprikusósuna. Hún geymist í
ísskáp í 2–3 daga. n
Paprikusósan
4 rauðar paprikur
1 rautt chilí
0,5 msk. cummin
0,5 tsk. reykt paprikuduft
0,5 dl olía
salt og pipar
n Skerið paprikurnar í helminga og
hreinsið út fræ og hvíta innra byrðið.
Raðið þeim með skurðarhliðina niður á við
á bökunarpappírsklædda ofnskúffu og
penslið með örlítilli olíu. Sama sagan með
chilíið, skorið til helminga og fræhreinsað
nema ef þið viljið hafa sósuna dálítið
sterkari, þá má endilega skilja fræin eftir.
n Setjið í heitan ofn (250 gráður, grill-
stilling) og fylgist vandlega með. Eftir um
15 mínútur ætti hýðið að vera komið með
svarta kolabletti en þá eru paprikurnar
teknar úr ofninum og settar í plastpoka
sem svo er lokað. Leyft að kólna í um
10 mínútur en þá er hægt að taka hvern
paprikubitann á fætur öðrum og draga
hýðið af. Naktar grillaðar paprikurnar eru
svo settar í matvinnsluvél ásamt álíka
nöktu chilíinu, kryddi, olíu, salt og pipar.
Unnið þar til orðið að mauki. Kælt.
Blómkálið
1 veglegur blómkálshaus
1 dós af blönduðum baunum
1 dl graslaukur, saxaður
2 msk. olía
salt og pipar
n Stillið ofn á 250 gráður og á grill-still-
inguna. Skerið grænu laufin af blómkálinu
og eins mikið af stönglinum og hægt er
án þess að skaða „blómkálsvöndinn“.
Blómkálið á að haldast í heilu lagi og
standa kirfilega á bökunarpappírsklæddri
ofnskúffunni. Dreifið olíunni yfir ásamt
veglegri klípu af salti og nýmöldum pipar.
n Grillað í ofninum í um 15–30 mín-
útur eða þar til kolaflekkir eru farnir að
myndast og sjálft blómkálið farið að
mýkjast. Tímalengdin fer algjörlega eftir
stærð blómkálsins. Prófið að stinga hníf í
stöngulinn og athuga hvort hann sé farinn
að mýkjast. Athugið að „hrátt“ blómkál er
ekkert verra!
n Blandið saman baunum, olíu, salti og
pipar ásamt söxuðum graslauknum. Blóm-
kálið er nú borið fram með baunasalatinu
og paprikusósunni.
Bergljót Björk
begga@pressan.is
Sælkera
preSSan