Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Blaðsíða 42
Helgarblað 21.–24. ágúst 201542 Lífsstíll Næsti forseti Íslands n Hvern vilt þú sjá á Bessastöðum? n Gæti einhver þessara komið til greina? F orsetakosningar á Íslandi nálgast óðfluga og lands­ menn velta fyrir sér í aukn­ um mæli hvert okkar gæti best leyst hlutverk forseta Ís­ lands af hendi. Enn er ekki ljóst hvort sitjandi forseti mun gefa kost á sér til áframhaldandi búsetu á Bessa­ stöðum og hafa ýmsir látið þau orð falla að vangaveltur um næstu kosn­ ingar geti því ekki verið meira en samkvæmisleikur að svo stöddu. En samkvæmisleikurinn er óneitanlega skemmtilegur! Forseti þarf að vera ýmsum kost­ um gæddur – hann þarf að líta vel út að utan, vera vel máli farinn, kunna að haga sér í veislum þar sem marg­ réttaðar máltíðir eru framreiddar, geta brosað mjög lengi og vera góður við börn og minni máttar. Margir eru á því að húmor sé vanmetinn í háum embættum, hann megi þó ekki valta yfir virðuleika og trúverðugleika, til dæmis í samskiptum við pólitísk öfl samfélagsins. DV tók saman nokkur nöfn sem hafa komið upp í umræðu undan­ farinna vikna um forsetaembættið. Skyldi þessu fólki hugnast að flytja á Bessastaði? Er ekki ansi langt í Bón­ us og bíó? Má vera drasl á Bessa­ stöðum? Má forsetinn taka letidag ef hann nennir ekki að klippa borða á Breiðdalsvík einhvern daginn? Við leituðum svara hjá nokkrum sem hafa verið nefndir til sögunnar. n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Bergþór, hvernig finnst þér að fólk sé að máta þig í forsetaembættið? „Ég hélt nú fyrst að fólk væri að grínast. Þetta byrj­ aði þegar nemendur uppi í Háskóla í einhverskonar markaðsfræðum fengu það verkefni að búa til kosn­ ingabaráttu á blaði. Þau völdu mig, tóku af mér mynd­ ir og útbjuggu þessa fínu baráttu. Nemendur mínir komust síðar í myndina og þótti hún svo forsetaleg. Þegar ég fór að fá símtöl í fullri alvöru fór að fara að­ eins um mig, enda kom það algjörlega flatt upp á mig. Ég get ekki séð að ég passi í þessa skó.“ Finnst þér tímabært að breyta til á Bessastöðum? „Þessar vangaveltur eru ekki tímabærar þar sem sitj­ andi forseti hefur ekki gefið upp hvort hann ætli að halda áfram. Annars er ég aðdáandi hans og finnst hann hafa unnið þarft verk með sínum málflutningi á alþjóðavísu, slökkt ýmsa elda okkur til hagsbóta. Það getur verið erfitt að verja hnýtna þjóð. Hvaða upplegg myndir þú flytja með inn á Bessastaði? „Mér finnst mikilvægt að muna að við finnum gleði og verðum sterk og upplitsdjörf þjóð ef við styrkjum inn­ viðina ­ öndum djúpt og finnum að í okkur býr kraft­ ur til að breyta til góðs. Þegar þessi góði kraftur er til staðar þá tvíeflumst við. Forseti þarf að geta tekið fallega og eðlilega á móti fólki innanlands og utan. Hann þarf að hlusta og vera vinur í raun ­ ég treysti mér alveg í það. Svo er hann tengiliður milli þjóðar og ríkisstjórnar. Ef við fáum frábæran einstakling í þetta sem allir geta verið sáttir við held ég að hann geti unnið gríðargott starf.“ Pawel, ertu til í embætti forseta Íslands? „Ég veit það ekki. Það er samt alltaf gaman þegar einhver vill að maður geri eitthvað ábyrgðarfullt í lífinu. Vin­ ir mínir reyndu að koma af stað ein­ hverjum látum á Twitter, en það varð engin sprenging utan vinahópsins.“ Gæti þetta verið rökrétt fram- hald eftir stjórnmálin? „Ég hef verið í pólitík og framboði áður, svo þetta er ekkert fullkom­ lega fáránleg hugmynd. Það væri hins vegar fá­ ránlegra að ég yrði markmað­ ur í landsliði Ís­ lands í fótbolta. Ég er ekkert að hugleiða þetta, en enginn veit ævi sína fyrr en öll er. Það er að minnsta kosti engin 15 manna kosninganefnd að störfum fyrir mig eins og er að búa til baráttuna.“ Treystir sér í hlutverkið Hugnast ekki starfslýsingin Bergþóri finnst umræðan ótímabær Húmor og málskotsréttur Halldóra, ertu til í að verða næsti forseti? „Til þess að vinna þjóðina á sitt band í kosningabaráttu er húmor sterkasta vopnið. Fyrir mína parta finnst mér skipta máli að forseti sé viljugur til að veita Alþingi og ríkisstjórn hæfi­ legt aðhald og nýta málskotsréttinn þegar gjá verður milli þings og þjóð­ ar. Hann gæti stuðst við reglu stjórn­ lagaráðsins í nýju stjórnarskránni, sem kveður á um að undirskriftir 10 prósent þjóðarainnar dugi til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Hlutfallið má vera 15 prósent eða 20 prósent, en aðalaatriðið er að stjórn­ völd viti að þjóðin ræður þegar upp er staðið, ekki bara í kosningum. Svo þarf þetta að vera hrífandi manneskja, en slíkar eru til með milljón afbrigðum. Það getur til dæmis verið hrífandi að vera durtur, eða vera með kæk. Ég segi líka kynjakvóta á Bessastaði og vil bara sjá konur í framboði núna!“ Halldóra vill kynjakvóta á Bessastaði Katrín, margir hafa áhuga á að þú takir að þér embætti forseta Íslands, ertu til í það? „Ég hef nú mest lítið um það að segja nema auðvitað þykir mér vænt um það ef einhver sér mig fyrir sér í þessu embætti sem ég hef sjálf talið skipta miklu máli. Ég hef hins vegar engin plön haft um það enda bara á kafi í mínu starfi,“ sagði Katrín og hélt áfram að vinna fyrir lýðveldið. Þykir vænt um að fólk vilji sjá hana í embætti Katrín ætlar að halda áfram í sínu starfi Önnur nöfn í umræðunni Þessir hafa líka verið nefndir til sögunnar n Andri Snær Magnason n Ari Trausti n Davíð Oddsson n Egill Ólafsson n Friðrik Sophusson n Herdís Þorgeirsdóttir n Jón Gnarr n Kristinn Sigmundsson n Kristín Ingólfsdóttir n Ragna Árnadóttir n Salvör Nordal n Stefán Jón Hafstein n Þorsteinn Pálsson n Þórarinn Eldjárn Palli, langar þig til að verða forseti Íslands? „Ég gaf mitt lokasvar fyrir þremur árum og mig langar ekkert til að vera forseti Íslands. Ekki baun. Ég er glaður og ánægður með lífið eins og það er og þarf ekki að breyta neinu. Starfið mitt er skapandi og krefjandi og ég nýt mín svo vel í því. Starfslýsing forseta íslands hugnast mér alls ekki. Það er búið að taka mig tvo áratugi að vinna mig þangað sem ég er núna og ég er yndislega sáttur við tilveruna.“ Hvern viltu sjá á Bessastöðum ef Ólafur stimplar sig út? „Bergþór Pálsson, ég gef honum tvo þumla upp. Ég spyr á sama tíma – er það gott fyrir nokkurn mann að gegna sama starfinu eins lengi og Óli hefur gert? Þetta er ekki beint valdastaða þó að núverandi forseti hafi breytt þessu í hálfgerða valdastöðu, en er þá hollt að vera í valdastöðu í svona mörg ár?“ Páll Óskar hefur engan áhuga á embættinu Kosninganefndin ekki komin til starfa Nógu gamall en ólíklegur Pawel finnst fáránlegra að verða landsliðsmarkmaður Ólafur, ertu til í þetta starf? „Ég var spurður þessarar sömu spurningar fyrir tæpum tuttugu árum. Þá var ég svo heppinn að geta bent á að þetta væri eins og að spyrja fermingardreng hvort hann langaði að aka rútu því þá hafði ég ekki aldur til að gegna embættinu. Það er kannski bæði kostur og galli að vera orðinn nógu gamall núna en hvað sem því líður þá hef ég nú ekki hugleitt þetta mikið. Í fljótu bragði þykir mér það harla ólík­ legt.“ Langar þig að flytja á Bessastaði? „Ég myndi sjálfur hafa miklar efa­ semdir um þá sem beinlínis iða í skinninu að setjast að á Bessastöð­ um.“ Hvern langar þig að sjá flytja inn í fína hvíta húsið með rauða þakinu? „Heyrðu, býr ekki einhver þar núna?“ Ólafur Jóhann gefur passlega loðin svör Bergþór Pálsson Halldóra Geirharðsdóttir Páll Óskar Hjálmtýsson Katrín Jakobsdóttir Ólafur Jóhann Ólafsson Pawel Bartoszek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.