Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Side 44
Helgarblað 21.–24. ágúst 201544 Menning Bræðralög og brómantík n Tómas R. Einarsson og Ómar Guðjónsson tóku upp plötu í V ið höfum túrað stöðugt í tíu ár og frá fyrsta degi hefur þetta verið svolítið bræðra- lag. Við höfum fundið mik- inn samhljóm og tökum oft síðustu krúsina tveir saman úti á palli,“ segir Ómar Guðjónsson rafmagnsgítarleikari um samstarf hans og Tómasar R. Einarssonar kontrabassaleikara. Á dögunum gáfu þeir út plötuna Bræðralag. Platan inniheldur tíu lög sem þeir sömdu fyrir hvor annan og tóku upp á Kols- stöðum í Borgarfirði. DV settist á bekk með Tómasi og Ómari og ræddi bræðralögin og brómantískt vina- sambandið. Slúður og gourmet-máltíðir Samstarf þeirra hefur staðið yfir í áratug en Tómas rifjar upp að hann hafi fyrst frétt af Ómari þegar sá síð- arnefndi var enn á unglingsaldri. „Ég sá Ómar réttnýfermdan þegar ég var að spila með Óskari bróður hans. Hann gerði sína fyrstu plötu 2003, sem mér fannst lofa góðu, og í kjöl- farið heyrði ég hann spila víða. Í árs- byrjun 2005 vantaði mig svo hljóma- mann í latínbandið mitt og ég bauð Ómari djobbið. Síðan höfum við spilað saman. Það jaðrar við að vera hundrað sinnum á ári, ef allt er talið. Ansi oft getum við allavega sagt,“ segir hann. „Við höfðum verið að ræða það í nokkurn tíma að gera eitthvað meira saman. Í fyrra ákváðum við svo að 2015 yrði okkar ár. Við byrj- uðum að semja síðastliðið haust og strax 5. janúar var svo komin rútína á vinnuna. Við hittumst helst tvisvar í viku heima hjá Tómasi, fengum okk- ur kaffi og slúðruðum smá. Svo var æfing í klukkutíma. Svo meira kaffi, slúður og æfing í annan klukkutíma. Svo eldaði Tommi gourmet-máltíð. Þannig að ég passaði mig alltaf að vera fram yfir hádegi,“ segir Ómar og hlær. Þið segið að platan sé tónlistarleg samræða, hvernig fer slík samræða fram? Mér sýnist á plötuumslaginu að Tómas sé að gefa Ómari frekar föðurlega ráðgjöf. „Þetta er alls ekkert faðir-sonur dæmi – bara tveir jafnaldra spilarar sem hafa jafnan rétt. Músíkölsk sam- ræða þýðir að menn hafi gaman af því sem hinn spilar og báðir séu opn- ir fyrir því að tala við annað fólk. Það eru til persónur sem spila á ákveðinn hátt, eru algjörlega afgerandi og það er ekkert til umræðu um hvernig hlutirnir eru spilaðir. Við hins vegar þekkjumst mjög vel og erum alltaf til í að breyta hlutum til að ná því besta fram. Ómar þarf ekki að hafa áhyggjur að ég verði eitthvað fúll yfir því ef hann stingur upp á því að á þessum stað eða í þessu lagi gæti verið betra að fara aðra leið. Á sama hátt get ég gert það sama við hans lög: prófað að hægja tempóið í þessu lagi eða eitthvað álíka. Þannig að það er mjög frjálslegt og afslapp- að andrúmsloft hjá okkur.“ Töframaður hljómsins Þið komið þá ekki með algjörlega niðurnegldar nótur og segið félagan- um hvernig á að spila? „Með spunakennda „instrúm- ental“ tónlist er það ekki þannig. Ef þú skrifar upp lag og lætur Tómas R. fá það verður það spilað á annan Á ferð og flugi Spessi tók myndina á plötuumslaginu á Reykjavíkurflugvelli. Músíkölsk samræða Tómas R. og Ómar Guðjóns hafa starfað saman í áratug en hafa nú tekið upp sína fyrstu plötu tveir saman. Myndir ÞorMar Vignir gunnarSSon Kristján guðjónsson kristjan@dv.is Þörf á meiri spennu H inn danski Jussi Adler-Ol- sen á staðfastan lesenda- hóp sem höfundurinn gleður reglulega með bók- um sínum. Adler-Olsen er flinkur höfundur sem kann að skapa persónur sem lesandinn hef- ur áhuga á og hann gæðir verk sín spennu. Lesendahópurinn er yfir- leitt hæstánægður með sinn mann og gagnrýnendur sömuleiðis. Adler-Olsen er einn þeirra höf- unda sem gert er ráð fyrir að sendi frá sér bók svo að segja á hverju ári. Þegar slík pressa er á höfundi þá er viðbúið að eitthvað verði undan að láta. Ný bók Adler-Olsen, Stúlkan í trénu, er á köflum furðu flausturs- lega skrifuð og á köflum of langdreg- in. Það hvarflar að manni að höf- undurinn hafi ekki fengið þann tíma til verksins sem hann þurfti. Meiri yfirlegu hefði allavega verið þörf. Stúlkan í trénu er ekki slæm bók, sem spennusaga er hún yfir meðal- lag, en hún er langt frá því að vera með bestu verkum höfundarins. Hún er sjötta bókin í afar vel heppn- uðum bókaflokki um Deild Q, Carl Mörk, hinn litríka en um leið dular- fulla félaga hans Assad, og Rose. Söguþráður er í stuttu máli á þá leið að lögreglumaður hringir í Carl Mörk og vill segja honum frá máli sem hefur þjakað hann í sautján ár. Mörk sýnir erindi hans lítinn áhuga en þegar maðurinn styttir sér ald- ur fer málið að horfa öðruvísi við, en það snýst um dauðdaga ungrar stúlku á Borgundarhólmi. Bókin er 544 síður og hana hefði þurft að stytta og þétta. Frásögnin er oft í full miklum hægagangi og les- andinn bíður eftir að spenna færist í leikinn. Það gerist á nokkrum stöð- um og er aðallega að þakka kvenvargi nokkrum, Pirjo, sem tengist ein- kennilegum söfnuði, og á sér enga ósk heitari en að eignast barn með leiðtoganum. Hún kemur þeim kon- um sem vilja eiga í nánum samskipt- um við leiðtogann fyrir kattarnef. Í þeim köflum er Adler-Olsen eins og hann gerist bestur. Undir lokin er hrúgað saman alls kyns dramatík og örlög persóna verða miður góð. Þar verður dramatíkin nánast hömlulaus og yfirdrifin, en kannski ætlaði höf- undur sér þar að bæta fyrir ákveðið tíðindaleysi í fyrri hluta verksins. Aðdáendur Adler-Olsen munu lesa þessa bók, líkt og þær fyrri, þótt höfundur hafi yfirleitt verið á mun betra flugi en hann er hér. n Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Stúlkan í trénu Höfundur: Jussi Adler-Olsen Þýðandi: Jón St. Kristjánsson Útgefandi: Vaka-Helgafell 544 bls. „Stúlkan í trénu er ekki slæm bók, sem spennusaga er hún yfir meðallag, en hún er langt frá því að vera með bestu verkum höfundarins. Höfundurinn Adler-Olsen er einn þeirra höfunda sem gert er ráð fyrir að sendi frá sér bók svo að segja á hverju ári. Metsölulisti Eymundsson 12.–18. ágúst 2015 Íslenskar bækur 1 Stúlkan í trénuJussi Adler Olsen 2 Leynigarður Johanna Basfords 3 Konan í lestinniPaula Hawkins 4 Framúrskarandi vinkona Elena Ferrante 5 Con Dios - Fermingarfræðsla 6 DrottningarfórninHanne-Vibeke Holst 7 Iceland Small World- lítil Sigurgeir Sigurjónsson 8 Oona & SalingerFrédéric Beigbeder 9 NicelandKristján Ingi Einarsson 10 Einhvern daginnNora Roberts Joanna Basford Jussi adler olsen Allar bækur 1 Stúlkan í trénuJussi Adler Olsen 2 Leynigarður Johanna Basfords 3 Danskur málfræði-lykill Hrefna Arnalds 4 Enchanted Forest Johanna Basford 5 Focus on Vocabulary 2 Diane Schmitt 6 Essential Academic Vocabulary Huntley Helen Kalkstein 7 Konan í lestinniPaula Hawkins 8 Framúrskarandi vinkona Elena Ferrante 9 LjóðamálBragi Halldórsson / Knútur S. Hafsteinsson 10 Secret GardenJohanna Basford

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.