Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2015, Síða 52
Helgarblað 21.–24. ágúst 201552 Fólk „Elska Drake meira en allt (nema mömmu)“ Brómantískt samband Herra Hnetusmjörs og Joe Frazier H erra Hnetusmjör kom eins og mjúkur, ljósbrúnn storm- sveipur inn í íslensku rapp- senuna nýverið og hefur á skömmum tíma náð að skapa sér sess sem einn athyglisverð- asti rappari okkar tíma. Hann elskar Drake meira en allt í heiminum, nema mömmu, og hefur takmarka- litla ástríðu gagnvart rappi og hip- hoppi. Ég hitti Herrann og Joe Frazier (Jó- hann Karlsson), taktsmið og hljóð- blandara, í háborg íslenskrar rapp- menningar, Prikinu, einn eftirmiðdag og spjallaði um framann, rappið, brómantík og ástarsambönd byggð á rappi. Herra Hnetusmjör semur textana og rappar, hann þykir tæknilegur og flæðið hans er ýmist eins og Jökulsá á fjöllum eða falleg lækjarspræna í Arnarfirði, allt eftir því sem við á hverju sinni. Joe Frazier er hljóð- blandari og taktsmiður teymisins og semur líka texta, en þeir tveir mynda órjúfanlega heild. „Það er eiginlega svindl að við þekkjumst,“ segir Herrann og glott- ir, „við virkum svo vel saman að aðrir eiga ekki séns!“ Brómantík á hæsta stigi Þeir kynntust í rafheimum þegar fé- lagi Herrans sendi honum hlekk á Soundcloud-síðu Joe, með þeim skilaboðum að hann gerði geð- veikt góða takta. „Mér leist strax vel á og ákvað að senda honum skila- boð sem urðu til þess að hann sendi mér nokkra takta,“ segir Herra Hnet- usmjör og bætir því við að þannig hafi fyrsta sameiginlega lagið þeirra orðið til – töluvert áður en þeir hitt ust. Samstarfið byrjaði vel og Joe sendi fleiri takta. Í janúar á þessu ári hittust þeir svo í fyrsta sinn, skelltu sér beint í stúdió og tóku upp tvö lög á þessu fyrsta stefnumóti. „Við áttuðum okkur strax á því að samstarfið myndi virka,“ segir Joe, „vinnuflæðið milli okkar var fullkom- ið og við skildum hvor annan svo vel, vorum með sama sánd í huga og viss- um nákvæmlega hvað við vorum að gera.“ Hérna skýt ég því inn að þessi lýsing hljómi eins og hið fullkomna ástarsamband. Þeir samsinna því af ákafa. „Þetta er eins og ástarsam- band þar sem tónlistin er ástin,“ seg- ir Joe. „Við áttuðum okkur á því þegar við fórum að hanga meira saman að það var ekki bara tónlistin sem tengdi okkur heldur áttum við sameigin- leg alls konar absúrd áhugamál sem við héldum báðir að við værum ein- ir um,“ segir Herra Hnetusmjör. Þetta þykir mér forvitnilegt og bið þá að gefa mér dæmi. „Við erum til dæmis báðir með mjög undarlegan áhuga á amerískri fjölbragðaglímu og höldum upp á al- gjöra lúðaglímukappa, svo er fullt af súrum Youtube-rásum sem við fylgj- um,“ segja þeir félagar nánast í kór og samsinna mér þegar ég segi að þetta hljómi eins og meiri háttar bróman- tík. „Þetta er ótrúlegt samband, því við erum svo líkir en á sama tíma ólík- ir og bætum hvor annan upp. Ég pæli til dæmis mikið í popptónlist, tökt- um og melódíum og heyri varla text- ana, á meðan hann er á kafi í flæðinu og skáldskapnum,“ segir Joe, og það er greinilegt að þetta hábrómantíska samband er eins og þau gerast best. Partí á prikinu Félagarnir hafa náð að þróa tónlist sína saman og Herra Hnetusmjör segir að samstarfið hafi gefið honum kjark til að færast frá mjög tæknilegu og hörðu rappi þar sem taktskiptingar eru áberandi, yfir í að syngja beinlínis og nota röddina í annað en rapp. Lög- in hafa þeir gefið út á Youtube, eitt og eitt, en núna vinna þeir að því að setja saman plötu sem kemur út á 19 ára afmælisdegi Herra Hnetusmjörs, þann 31. ágúst. „Við ætlum að halda útgáfupartí á Prikinu til að fagna þessum tímamótum, og allir eru vel- komnir,“ segir Joe. Aðspurðir um hvort rappið sé lík- legt til að færa þeim ríkidæmi segj- ast þeir nokkuð vissir um að svo verði ekki. Þeir velja að gefa tónlist sína út á netinu og dreifa henni ókeypis, og þar er hugsjónin um að laða fleiri hlustendur að rappi gróðavoninni yfirsterkari. „Við fáum borgað fyr- ir að spila á tónleikum, og svo selur Joe auðvitað takta og það er hellings bissness,“ segir Herrann. Nýja platan, Flottur skrákur, verður aðgengileg á Youtube, Soundcloud og Spotify. 2015 er ár rappsins Við spjöllum aðeins um sögu rapps á Íslandi. Þegar ég var á aldri strák- anna voru Quarashi, XXX-Rottweiler og Subterranean upp á sitt besta. Svo gerðist lítið í rúman áratug en 2015 virðist rappsenan gjörsamlega vera að springa út. „2015 er besta ár í íslensku hip-hoppi síðan 2000 þegar Rottweiler komu með sína fyrstu plötu, þá var ég fjögurra ára,“ segir Herra Hnetusmjör og félagarnir hlæja trylltum hlátri. „Seinni rappsprengjan kom núna, Gísli Pálmi droppar plötu, Úlfur Úlf- ur droppar plötu, ég droppa plötu, Gauti er að fara að droppa plötu, Erp- ur er byrjaður að vinna að annarri plötu. Joe Frazier er að pródúsera fyr- ir Gauta og mig og Erp og Bent – ef þú ert að gera eitthvað í íslensku hip- hoppi er Joe Frazier maðurinn sem þú þarft að tala við,“ heldur Herrann áfram óðamála, og uppsker vinalegt hliðarknús frá Joe við þessi fallegu orð. „Ég veit eiginlega ekki af hverju þetta gerðist akkúrat núna, en allt í einu urðu geðveikt margir geðveikt góðir í að rappa,“ bætir Joe við, en Herrann stoppar hann af og segir að það séu kannski ekki geðveikt margir, „þetta eru í mesta lagi sjö manns sem eru áberandi góðir rapparar og ég nenni að hlusta á.“ Ég spyr hvort eitthvað sé um ill- deilur milli ólíkra rapparagengja á Íslandi. „Nei það er ótrúlega næs stemning milli allra. Fólk er enda- laust að hjálpast að, enda gagnast það öllum að fleiri hlusti á rapp.“ Leita að stelpu Hvað með stelpur? spyr ég (eðlilega). Herra Hnetusmjör verður fyrir svör- um. „Ég er ennþá að bíða eftir ein- hverri stelpu sem getur rappað með góðri raddbeitingu, eins og til dæm- is Nicki Minaj. Það vantar stelpu með pung í röddinni.“ Eða eggjastokka í röddinni, segi ég, og strákarnir sam- sinna því af ákafa. Joe heldur áfram: „Við erum í stífri leit að stelpu til að gera lag með. Við ætlum einmitt þess vegna að kíkja á konurappkvöldið á Húrra sem er 4. september. Okk- ur þætti svo ógeðslega nett að finna stelpu sem gæti rappað með okkur.“ Fullt að gera Eftir fund okkar á Prikinu ætla strák- arnir rakleiðis í stúdíóið, en þeir eru byrjaðir að vinna að næstu plötu. „Planið er að koma henni út í byrj- un næsta sumars og taka þá túr um landið,“ segir Herrann. „Við erum líka að spila mikið á næstunni, verðum upphitunaratriði fyrir Rae Sremmurd og menntaskólaböllin eru að koma sterk inn. Svo verðum við á Airwaves,“ bætir hann við. Það verður spennandi að fylgjast með þessum ljúfu rappdrengjum í framtíðinni. Nýja platan kemur út 31. ágúst og framtíðin er björt! n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Slaka á í sófanum Joe Frazier og Herra Hnetusmjör á brómantískri stundu. Mynd ÞoRMaR VigniR gunnaRSSon Hnetusmjör er best Og einmitt þess vegna heitir Herra Hnetusmjör Herra Hnetusmjör. „Þetta er eins og ástarsamband þar sem tónlistin er ástin Espresso time bollalínan fæst í BYKO og í stærri Hagkaups verslunum Espresso time bollalínan er björt, litaglöð lína fyrir kaffi elskendur. Bollarnir eru 100ml postulíns- bollar sem eru uppþvottavéla- og örbylgjuvænir. Einfaldir og þægilegir. Kaupauki Gjafapoki fylgir við kaup á tveimur bollum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.