Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2015, Síða 20
16 Lífsstíll Vikublað 27.–28. október 2015 JEPPADEKK fyrir íslenskar aðstæður Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vinir opnuðu sambandið Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is n Samskiptin vandræðaleg n Hvernig eigum við að bregðast við? Kæra Ragga Ég skrifa þér vegna þess að ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér í ákveðnu máli. Þú ert stöðugt að tala um opin sambönd í fjölmiðlum svo ég læt á þetta reyna. Við hjónin eigum vinapar sem við höfum umgengist talsvert síðasta ára- tuginn. Þau eru gift og með börn, en deildu því nýlega með okkur að þau séu búin að opna sambandið og séu núna í „poly“-sambandi. Fyrst héld- um við að þetta væri eitthvað „kinkí swing-dæmi“ og snerist um að hleypa öðru fólki upp í rúmið til sín af og til, en núna eru þau farin að tala frjáls- lega og opið við okkur um kærasta og kærustur og við vitum ekkert hvernig við eigum að bregðast við. Þakkir og góðar kveðjur, Sirrý. Kæra Sirrý Ég er svo sem enginn Poly-Wan Ken- obi, en vissulega er ég búin að ræða heilmikið um þetta mál á opinberum vettvangi undanfarið. Ég vil taka það skýrt fram að markmið mitt með þeim málflutningi er að fá fólk til að slaka aðeins á varðandi sambönd annarra, þau eru nefnilega alls konar. Við erum hins vegar langsamlega klárust í norminu, í að fara eftir þeim viðmiðum sem nærumhverfið og samfélagið innrætir okkur rækilega frá frumbernsku. Þetta á auðvitað ekki bara við um samfélagslega viðurkennd sam- bandsform – heldur allt það sem okk- ur finnst eðlilegt, án þess að hugsa út í ástæðurnar og óskrifuðu reglurnar. Ef eitthvað sem fellur utan normsins verður á vegi okkar hriktir í stoðun- um. Þetta geta verið alls konar hlutir – að borða eftirmatinn fyrir matinn, að klæðast sundbol einum fata fjarri sundlaug, að syngja upphátt í strætó, eða að stunda kynlíf sem er öðruvísi en okkar. Veltu fyrir þér þeim ofsókn- um sem samkynhneigðir þurftu að sæta þar til fyrir skömmu! Mér finnst hið fjölelskandi vina- fólk sýna ykkur mikið traust með því að deila með ykkur upplýsingum um samband þeirra. Fólk sem velur að lifa í einhvers konar opnum samböndum mætir oft miklum fordómum, og því ekki sjálfsagt enn sem komið er að stíga út úr skápnum með þær upp- lýsingar. Ég hvet ykkur til að reyna að leggja fordómana til hliðar, notið heldur tækifærið til að læra eitthvað nýtt og víkka sjóndeildarhringinn. Spyrjið að því sem vekur forvitni og slakið á og andið rólega þegar svörin koma. Fyrst vinahjón ykkar ákváðu að deila upplýsingunum með ykkur þykir mér líklegt að þau séu reiðubúin að svara spurningum ykk- ar. Þetta gæti verið frábært tækifæri til að vaxa og eflast í umburðarlyndi – og enginn er að segja að þið þurfið sjálf að opna ykkar samband, það er algengur misskilningur í umræðunni því opin sambönd henta alls ekki öll- um. Til að bæta enn í umræðuna ákvað ég að hafa samband við nokkra fjöl- elskandi einstaklinga sem ég þekki og fékk að heyra um algengustu spurn- ingarnar sem þeir heyra þegar ástar- lífið ber á góma. Ég vona að þetta hjálpi! Bestu kveðjur, Ragga n Þú veist aldrei Geðþekku nágrannar þínir í Garðabænum gætu alveg verið í galopnu sambandi! Mynd www.123Rf.coM K ona A er í hjóna- bandi með karl- manni B. Þau eiga tvö börn á grunn- skólaaldri. Þau eiga hvort um sig kærustu sem þau eiga í bæði líkamlegu og tilfinningalegu sambandi við. Þau stunda ekki kynlíf með fleirum. Kona C og karlmaður D eru í sam- búð. Sonur hans dvelur hjá þeim aðra hverja viku. Þau stunda kyn- líf með öðrum en eiga ekki í tilfinn- ingalegu sambandi nema við hvort annað. Er þetta ekki bara eitthvað sem gengur yfir? „Lokaða tímabilið í okkar sambandi gekk yfir. Þetta fyrirkomulag tók við og við erum ánægð. Kannski skipt- um við um skoðun seinna, það er aldrei að vita.“ (kona C, 35 ára) „Við vorum komin á endastöð í sam- bandinu, súrefnið var búið og við vorum að ræða skilnað. Þá kom upp þessi hugmynd og við höfum líklega aldrei verið hamingjusamari.“ (karl- maður B, 44 ára) Verðið þið aldrei afbrýðisöm? „Afbrýðisemi er oft til staðar, og er stundum erfið. Við veljum að ræða um tilfinningar okkar og þarfir. Til dæmis segi ég kannski við manninn minn: „Ég var einmana og leið þegar þú fórst á stefnumót í gær. Ég þarf athygli frá þér núna til að jafna mig.“ Þá veit hann hvernig mér líður og hvað ég þarf. Svona vinnum við úr erfiðum tilfinningum jafnóðum.“ (kona A, 38 ára) Ertu ekkert hræddur um að hún verði ástfangin og fari frá þér? „Það er ekkert öðruvísi núna en þegar við vorum í lokuðu sambandi. Sam- bönd enda á hverjum degi, til dæm- is ef fólk verður ástfangið af öðrum. Áður en við opnuðum sambandið var ég reyndar miklu hræddari við höfnun. Hún má alveg og getur elsk- að fleiri en mig – það er kjarninn í okkar fyrirkomulagi. Við erum samt alltaf númer eitt fyrir hvort annað.“ (karlmaður B, 44 ára) Hvað segið þið börnunum? „Við stundum ekki kynlíf með öðrum inni á heimilinu, þannig eru okkar reglur. Við ræðum kynlíf okkar ekki við börnin frekar en fólk í lokuðum samböndum.“ (karlmaður D, 33 ára) „Kærustur okkar eru hluti af heim- ilislífinu rétt eins og margir vinir og kunningjar. Börnunum finnst eðli- legt að umgangast fólk á þann hátt og kynlífið kemur því ekkert við.“ (kona A, 38 ára) n Algengar spurningar Opin sambönd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.