Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 38
Helgarblað 5.–8. júní 201530 Fólk Viðtal
bæinn í átt að Skerjafirðinum og
Jón Ársæll bendir á ýmis kennileiti
sem tengjast æsku hans. Þegar við
komum að Neskirkju rifjar hann
upp skemmtilega sögu frá ferming
arárinu. Þegar hann gerði heiðar
lega tilraun til að sætta prestana
tvo í sókninni sem elduðu grátt silf
ur saman af einhverjum ástæðum.
„Ég pantaði tíma hjá þeim báðum
til að sætta þá, en það gekk ekki.
En manni tekst ekki allt sem maður
tekur sér fyrir hendur í lífinu,“ seg
ir hann raunsær, en hlær að uppá
tæki sínu. Þetta var fallega hugsað
hjá honum.
Við keyrum niður Dunhagann,
í átt að sjónum og Skerjafjörðurinn
blasir við í allri sinni dýrð. Við stað
næmumst við rautt, reisulegt hús
með stórum glugga í frönskum stíl.
Þetta er æskuheimili Jóns Ársæls.
Húsið kallast Suðurhlíð og stóð við
Þormóðsstaðarveg í fyrri tíð, en
gatan nefnist nú Starhagi.
„Ég var með tilraunastofu niðri í
kjallara þar sem ég bjó til sprengj
ur. Ég tálgaði út líkneski, sem var
eins konar sprengjuguð, sem hét
Bomba. Við félagarnir sprengdum
mikið af púðri og vorum að gramsa
í hættulegum efnum á borð við
saltsýru og brennisteinssýru. Einu
sinni missti ég úr saltsýruglasi yfir
félaga minn og fína úlpan hans
brann, en hann slapp,“ segir Jón
Ársæll sem hlær þegar hann rifjar
upp glæfraleg bernskubrekin. „Ég
er enn þá með ör á hendinni eftir
slys á tilraunastofunni,“ bætir hann
við. Slysin urðu sem betur fer ekki
alvarlegri en það, þó að líklega hafi
ekki alltaf verið varlega farið með
efnin. Aðspurður hvort hann hafi
kannski látið slysið sem skaddaði
höndina sér að kenningu verða og
hætt tilraunastarfseminni, svarar
Jón Ársæll: „Ég fór allavega í hug
vísindi.“
Móðirin glímdi við
sjálfsvígshugsanir
En minningarnar úr fallega hús
inu eru ekki allar jafn skemmti
legar. Móðir hans glímdi við veik
indi sem settu stundum svip sinn
á heimilislífið. „Mamma var mikill
gigtarsjúklingur og átti við þung
lyndi að stríða. Svo alvarlegt að
hún talaði oft um að fyrirfara sér.
Það voru erfiðir tímar.“ Jón Ársæll
var barn að aldri þegar móðir hans
sagði honum hve illa henni leið.
Það var þungur baggi að bera fyrir
hann. „Hún átti í mjög miklum erf
iðleikum, en mér og okkur öllum
þótti óendanlega vænt um hana,“
segir hann varlega og af mikilli ein
lægni. Hann horfir fram fyrir sig,
út um gluggann á bílnum. Þar sem
við sitjum fyrir framan æskuheimili
hans. Minningarnar virðast hrann
ast upp.
Aðspurður segist Jón Ársæll hafa
verið hræddur um móður sína á
þessum tíma. „En á einhvern hátt
skynjaði ég samt að þetta var meira
kall á hjálp en nokkuð annað. Hún
var mjög kvalin. Svo hef ég sjálf
ur upplifað hluta af því sem hún
gekk í gegnum því ég er líka gigtar
sjúklingur. Þannig að ég hef kynnst
henni svolítið í gegnum sjúkdóm
inn, en nú eru komin miklu betri
lyf og miklu betri aðstoð.“ Það eru
komin tuttugu ár síðan Jón Ársæll
fann fyrst fyrir einkennum gigtar.
Hann segist þó ekki geta kvartað,
því sjúkdómnum sé haldið vel niðri
með lyfjum og frábæru starfsfólki
heilbrigðiskerfisins.
En móðir hans fékk aldrei þá að
stoð við þunglyndinu sem hún hefði
þurft, enda ekki mikið um slíka að
stoð á þeim tíma en Jón Ársæll tel
ur að gigtin hafi gert illt verra hvað
þunglyndið varðaði. „Hún var stór
manneskja og foreldrar mínir báðir.
Fólk sem bætti heiminn.“
Básúnar ekki skoðanir
Við ákveðum að fara út úr bíln
um og rölta aðeins í átt að sjónum.
Það er nístingskalt úti þó að komið
sé fram í júní. Hitastigið er eflaust
ekki hærra en fjórar til fimm gráður.
Og vindkælingin meiri. Það er eins
og Jón Ársæll lesi hugsanir blaða
manns um veðrið. „Þetta er kalt
vor,“ segir hann og stingur höndum
í vasana. Þegar við nálgumst fjör
una bendir hann í átt að sjónum.
Þarna var fyrirtæki fjölskyldunn
ar staðsett, niðri í víkinni, áður en
lagður var göngustígur meðfram
Ægisíðunni og svæðið varð vinsælt
til útivistar. „Það eru breyttir tím
ar,“ segir hann og lítur út á Skerja
fjörðinn. „Ég er algjörlega á móti því
að byggður sé flugvöllur á Löngu
skerjum. Þetta er náttúruperla sem
verður að vernda. Menn eru ekki
með öllum mjalla að láta sér detta
þetta í hug.“
Við röltum aðeins um Ægisíðuna
en kuldinn rekur okkur aftur inn í
bíl. Þegar þangað er komið hefur
Jón Ársæll orð á því hve gaman sé
að koma á þennan stað. Stað sem
honum er kær enda minningarn
ar margar. „Þær eru ljúfsárar en að
allega ljúfar. Það er ekki auðvelt að
vera barn og hvað þá að vera ung
lingur, ég tala nú ekki um að verða
gamalmenni.“
Aðspurður segist Jón Ársæll hafa
verið ábyrgðarfullur unglingur, og
jafnframt tekið virkan þátt í félags
lífi skólanna, reynt að gera gagn og
hafa gaman. „Ég hafði sterkar skoð
anir á öllum og öllu og hef enn,“
segir hann. „Steinunni finnst erfitt
að fara með mér í göngutúra því ég
er farinn að skipuleggja umhverfið
um leið og ég er kominn út úr hús
inu heima. En það er eitt að hafa
skoðanir og annað að vera sífellt að
básúna þær út um allt. Ég er ekki í
þeirri deild. Ræði bara mín sjónar
mið við fjölskylduna og rífst við út
varpið og sjónvarpið.“
Notar ekki farsíma
Við nálgumst heimili Jóns Ár
sæls aftur eftir bíltúrinn og fyrst
Steinunn hefur borist í tal er ekki
úr vegi að fá að heyra hvernig þau
hjónin kynntust. Það vefst ekki fyr
ir honum að rifja upp þeirra fyrstu
kynni og svarið er stutt og laggott.
„Við kynntumst á bar og höfum
verið saman síðan.“ En blaðamað
ur vill heyra meira og fiskar eftir
lengri útgáfu af sögunni. „Steinunn
var nýkomin úr námi á Ítalíu og ég
frá Afríku og við áttum ekki fyrir
salti í grautinn þegar við byrjuðum
að búa,“ segir hann hreinskilinn.
„Ég var þrítugur þegar við kynnt
umst og hef alltaf haldið því fram
að ég hafi verið hreinn sveinn,“ seg
ir hann glettinn. Jón Ársæll viður
kennir að hann hafi aðeins þurft
að ganga á eftir henni, með grasið í
skónum. En eftir að honum tókst að
heilla hana hafi allt gengið eins og í
sögu, þannig séð.
„Áður en við kynntumst var ég
með hár niður á herðar og starfaði
sem sálfræðingur. Skömmu eftir að
við kynntumst var ég orðinn sköll
óttur og hættur að vera sálfræðing
ur,“ segir hann. Steinunn virðist því
strax hafa haft mikil áhrif á sinn
mann, og hefur gert allar götur síð
an. Enda eru þau hjónin samrýnd.
Hann hefur verið henni innan
handar við sína listsköpun, hrært
steypu, borið þunga hluti og ým
islegt fleira. Að sama skapi er hún
hans helsti og besti aðstoðarmað
ur fyrir utan Steingrím Jón Þórðar
son, aðstoðarmann til margra ára.
Steinunn veit til dæmis allaf hvar
eiginmaður sinn er, að hans sögn.
Það getur komið sér vel þegar fólk
þarf að ná í Jón Ársæl, enda á hann
ekki farsíma. Finnst það algjör
óþarfi. Steinunn og Steini sjá um að
taka á móti mikilvægum skilaboð
um og koma þeim áleiðis.
Þau hjónin, Steinunn og Jón Ár
sæll, eiga tvo syni, Þórarin Inga
myndlistarmann og Þórð Inga
heimspekinema, sem nú orðið kall
ar sig Lord Pushwip. „Við spurð
um hann af hverju hann hefði val
ið heimspeki og hann sagði það
vera af því hann ætlaði að verða rík
ur,“ segir Jón Ársæll. Við rennum
upp að húsinu á Bráðræðisholtinu
og Jón Ársæll forðar sér fljótt út úr
bílnum. Er líklega kominn með nóg
af því að láta yfirheyra sjálfan sig.
Hann kveður og heldur út í daginn
– frjáls – enda getur hann gert það
sem hann vill. n
Fangelsaður
á Spáni Jón
Ársæll mátti dúsa
í fangelsi á Spáni
þegar hann var
sautján ára. MyNd
Sigtryggur Ari
„Mamma var mik-
ill gigtarsjúklingur
og átti við þunglyndi að
stríða. Svo alvarlegt að
hún talaði oft um að fyr-
irfara sér.
Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir
Rykmoppur og
sápuþykkni frá
Pioneer Eclipse
sem eru hágæða
amerískar hreinsi-
vörur.
Teppahreinsivörur
frá HOST
Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942
Frábærar þýskar
ryksugur frá SEBO
Decitex er
merki
með allar
hugsanlegar
moppur og klúta í þrifin.
UNGER gluggaþvottavörur,
allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með:
Marpól er með
mikið úrval af
litlum frábærum
gólfþvottavélum
Tilboð fyrir hótel og
gistiheimili í apríl/maí!