Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 12
12 Fréttir
T
akist slitabúum föllnu bank-
anna ekki að ljúka uppgjöri
sínu með nauðasamning-
um sem ógna ekki greiðslu-
jöfnuði þjóðarbúsins til
lengri tíma litið og áætlun um losun
hafta munu þau þurfa að inna af
hendi skatt sem nemur 40% af eign-
um þeirra samkvæmt frumvarpi um
stöðugleikaskatt. Slitabúin hafa fáar
vikur til stefnu til að ljúka slíkum
nauðasamningum vilji þau forðast
að greiða stöðugleikaskattinn áður en
hann tekur gildi, samkvæmt örugg-
um heimildum DV. Bjarni Benedikts-
son, fjármála- og efnahagsráðherra,
mun gera grein fyrir frumvörpum rík-
isstjórnar vegna áætlunar um losun
hafta á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Á þessari stundu er ekki hægt að
slá því föstu hversu stóran hluta eigna
erlendir kröfuhafar föllnu bankanna
– Glitnis, Kaupþings og gamla Lands-
bankans (LBI) – munu þurfa að gefa
eftir við mögulega nauðasamning-
um. Samkvæmt heimildum DV er
hins vegar ljóst að miðað við hafta-
áætlun stjórnvalda þarf sú fjárhæð
að líkindum að vera samtals yfir 500
milljarðar króna, sé miðað við núver-
andi bókfært virði eigna þeirra, en
heildareignir slitabúanna námu um
2.200 milljörðum króna í árslok 2014.
Erlendir aðilar eiga um 94% allra
samþykktra krafna á hendur gömlu
bönkunum.
Fjölmiðlakynning eftir helgi
Ríkisstjórnin hyggst leggja fram
fimm eða sex frumvörp í tengsl-
um við áætlun um losun fjár-
magnshafta sem nú verður hrund-
ið í framkvæmd – tveimur árum
eftir að núverandi ríkisstjórn tók til
starfa. Frumvörpin verða þó ekki
öll lögð fram samtímis heldur mun
hluti þeirra líta dagsins ljós á næst-
komandi haustþingi. Fram hefur
komið í máli fjármálaráðherra að
stöðugleikaskatturinn sé ein af lykil-
aðgerðum stjórnvalda til þess að
skapa forsendur fyrir því að hægt sé
að stíga skref við losun hafta.
Þá stendur til að halda kynn-
ingu fyrir fjölmiðla um haftaá-
ætlunina næstkomandi mánu-
dag og mun Halldór Benjamín
Þorbergsson, hagfræðingur og
framkvæmdastjóri viðskiptaþróun-
ar hjá Icelandair, hafa umsjón með
þeirri kynningu. Hann kynnti einnig
niðurstöður skuldaleiðréttingar
ríkisstjórnar innar í nóvember á síð-
asta ári. Áður en sú kynning fer fram
verða oddvitar stjórnarandstöðu-
flokkanna upplýstir um helstu at-
riði áætlunar stjórnvalda um losun
hafta.
Þá hafa stjórnvöld einnig ráðið
almannatengslafyrirtækið Burson-
Marsteller í Bretlandi til að vinna
ýmsa greiningar- og ráðgjafarvinnu
og veita aðstoð við að halda á lofti
málstað Íslands í erlendum fjöl-
miðlum. Fyrirtækið hóf þá vinnu
fyrir stjórnvöld fyrir nokkru síðan
en það sinnti einnig sambærilegri
ráðgjöf fyrir síðustu stjórnvöld í Ice-
save-deilunni. Ljóst er að aðgerðir
íslenskra stjórnvalda við losun hafta,
sem verða um margt fordæmalaus-
ar í alþjóðlegu samhengi, eiga eftir
að vekja athygli langt út fyrir land-
steinana enda eru gríðarlegir hags-
munir í húfi fyrir marga þekkta er-
lenda vogunarsjóði.
Markmiðið ekki tekjuöflun
Skattprósentan í frumvarpi fjár-
málaráðherra um stöðugleikaskatt
er í samræmi við það sem áður hef-
ur verið upplýst um á síðum DV.
Þannig sagði í frétt DV þann 24. febr-
úar síðastliðinn að sérstakur skattur
á útgreiðslur til erlendra kröfuhafa –
sem þá gekk undir nafninu útgöngu-
skattur – þyrfti að að lágmarki að
vera tæplega 40%. Þannig væri hægt
að tryggja að uppgjör gömlu bank-
anna gæti samrýmst heildstæðri
áætlun um losun hafta og ógnaði
ekki greiðslujöfnuði þjóðarbúsins.
Óvíst er hvort skatturinn muni jafn-
framt ná til eigna – um 210 millj arðar
króna – sem enn á eftir að greiða út
til forgangskröfuhafa LBI. Slitabú
Kaupþings og Glitnis hafa nú þegar
greitt út forgangskröfur að fullu.
Um tveir mánuðir eru síðan Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra lýsti því yfir á flokks-
þingi Framsóknarflokksins að
áætlun um losun hafta yrði hrint í
framkvæmd fyrir þinglok. Sérstakur
stöðugleikaskattur myndi þá skila
hundruðum milljarða króna og
ásamt öðrum aðgerðum gera stjórn-
völdum kleift að losa um höft án
þess að ógna stöðugleika.
Þrátt fyrir að forsætisráðherra
hafi nefnt í ræðu sinni að stöðug-
leikaskattur ætti að skila „hundruð-
um milljarða króna“ – hann nefndi
hins vegar ekki að þeir fjármun-
ir ættu að renna inn í ríkissjóð – þá
er tilgangurinn með slíkri skattlagn-
ingu alls ekki að vera tekjuöflunar-
leið fyrir ríkissjóð. Að sögn þeirra
sem þekkja vel til hefur í allri vinnu
ráðgjafa stjórnvalda við útfærslu
á skattinum verið lögð á það rík
áhersla að hann sé hannaður með
þeim hætti að einungis sé verið að
tryggja að hægt sé að stíga skref við
losun fjármagnshafta án þess að
greiðslujöfnuði þjóðarbúsins verði
ógnað í náinni framtíð.
Að höggva á hnútinn
Sú ítarlega greining sem hefur
verið unnin af Seðlabankanum og
Helgarblað 5.–8. júní 2015
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is
M.BENZ CLS 500
Árg. 2005, ekinn 126 Þ.km,
304hö, sjálfskiptur.
Verð 3.990.000. Raðnr.253093
BMW M5 E60
Nýskr 08/2005, ekinn aðeins
28 Þ.km, 509 hö, sjálfskiptur.
Mjög eigulegur sportari!
Verð 7.900.000. Raðnr.285936
FORD MUSTANG GT PREMIUM
Árg. 2005, ekinn 93 Þ.km,
8 cyl, sjálfskiptur. Supercharged,
ca. 500 hö! Verð 3.980.000.
Raðnr.253617
PONTIAC FIREBIRD
TRANS AM blæju
Árg. 2001, ekinn 51 Þ.km, 5,7L
sjálfskiptur. Verð 3.590.000.
Raðnr.283147
BMW M3
Árg. 2003, ekinn 178 Þ.km.
Verulega flottur! Verð 3.990.000.
Raðnr.252703
Höggva á Hnútinn með 40 prósenta skatti
Fjármagn sem gæti
yfirgefið hagkerfið
Innlendar eignir
fjármálafyrirtækja
í slitameðferð
900
milljarðar
Mögulegt
útflæði Íslendinga
475
milljarðar
Aflands-
krónueigendur
295
milljarðar
*Greinargerð fjármálaráðherra um framgang áætlunar um losun fjármagnshafta frá 18. mars 2015.
n Haftaáætlun kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag n 40 prósenta stöðugleikaskattur á slitabúin n Leggja fram fimm eða sex frumvörp n Þurfa að gefa eftir meira en 500 milljarða
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Herra Ísland Jeremy Lowe fer
fyrir vogunarsjóðnum Davidson
Kempner sem á mestra hags-
muna að gæta á meðal erlendra
kröfuhafa föllnu bankanna.