Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 20
20 Fréttir Erlent Helgarblað 5.–8. júní 2015 Smart sumarföt fyrir smart konur Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464 Stærðir 38-54 Sprenging kostaði 90 mannslíf n Rigningar og flóð í Ghana valda miklu tjóni n Fólkið leitaði skjóls á bensínstöð R úmlega 90 manns létu lífið þegar eldur kviknaði í bens­ ínstöð í Accra, höfuðborg Ghana, fimmtudaginn 4. júní. Síðustu tvo daga hefur mikið rignt þar í borg og er fjöldi íbúa heimilislaus og án rafmagns. Umfang flóðanna gerði björg­ unarfólki afar erfitt um vik við störf sín og ekki er loku fyrir það skotið að tala fórnarlamba eigi eftir að hækka. Fólkið hafði leitað sér skjóls á bensínstöðinni og notað sem tímabundið skýli þegar eldurinn braust út. Talið er líklegt að upp­ tök eldsins megi rekja til miðstöðva vörubíla í nágrenninu. Forseti Ghana, John Mahama, fór á staðinn og var yfirvegaður í fasi. Stjórnvöld glíma nú við eftir­ mála slyssins. Þakkaði Mahama björgunarmönnum fyrir framlag þeirra og líf þeirra sem þeim tókst að bjarga. Sagðist hann jafnframt vera harmi sleginn og orða vant vegna atburðarins. Fjölmiðlar í Ghana hafa birt myndefni sem sýnir að líkunum hafi verið staflað upp á palla vörubíla. Nærliggjandi byggingar hafa einnig brunnið enda hafa flóð kom­ ið í veg fyrir nauðsynlegar björg­ unaraðgerðir. Ástandið í Accra síðustu daga Fjöldi íbúa Accra hefur þurft að líða fyrir rigninguna. Bílar hafa skolast í burtu með vatnselgnum og mörgum vegum hefur verið lokað. Hundruð eru föst á vinnustöðum sínum og margir hafa neyðst til að sofa í bílum sínum þar sem öll um­ ferð hefur stöðvast. Þá eru mörg hverfi í Accra raf­ magnslaus þar sem að rafmagns­ stöðvar hafa eyðilagst í flóðunum. Fjöldi heimila er á floti og fólk gengur um götur borgarinnar á nátt­ fötum einum saman eftir að hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín fyrir­ varalaust. Haft var eftir einum manni í svæðisútvarpi Accra að hann hefði þurft að lyfta börnum sínum upp á fataskáp til að bjarga þeim frá vatni sem flæddi inn í húsið. Að sögn forseta Ghana bætti ekki úr skák að fólk hefði komið sér upp húsnæði í vatnsfarvegum og valdið stíflum í niðurföllum – það hafi vafa­ laust haft áhrif á umfang hamfaranna. Spáð er frekari rigningu í Ghana á næstu dögum. n Björgunarmaður Eldur kviknaði á bensínstöð. Mynd ReuteRs Vörubíll Lík færð af slysstað. Mynd ReuteRs Brunninn bíll Sprenging varð í bensínstöð í Ghana. Mynd ReuteRs Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.