Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 20
20 Fréttir Erlent Helgarblað 5.–8. júní 2015 Smart sumarföt fyrir smart konur Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464 Stærðir 38-54 Sprenging kostaði 90 mannslíf n Rigningar og flóð í Ghana valda miklu tjóni n Fólkið leitaði skjóls á bensínstöð R úmlega 90 manns létu lífið þegar eldur kviknaði í bens­ ínstöð í Accra, höfuðborg Ghana, fimmtudaginn 4. júní. Síðustu tvo daga hefur mikið rignt þar í borg og er fjöldi íbúa heimilislaus og án rafmagns. Umfang flóðanna gerði björg­ unarfólki afar erfitt um vik við störf sín og ekki er loku fyrir það skotið að tala fórnarlamba eigi eftir að hækka. Fólkið hafði leitað sér skjóls á bensínstöðinni og notað sem tímabundið skýli þegar eldurinn braust út. Talið er líklegt að upp­ tök eldsins megi rekja til miðstöðva vörubíla í nágrenninu. Forseti Ghana, John Mahama, fór á staðinn og var yfirvegaður í fasi. Stjórnvöld glíma nú við eftir­ mála slyssins. Þakkaði Mahama björgunarmönnum fyrir framlag þeirra og líf þeirra sem þeim tókst að bjarga. Sagðist hann jafnframt vera harmi sleginn og orða vant vegna atburðarins. Fjölmiðlar í Ghana hafa birt myndefni sem sýnir að líkunum hafi verið staflað upp á palla vörubíla. Nærliggjandi byggingar hafa einnig brunnið enda hafa flóð kom­ ið í veg fyrir nauðsynlegar björg­ unaraðgerðir. Ástandið í Accra síðustu daga Fjöldi íbúa Accra hefur þurft að líða fyrir rigninguna. Bílar hafa skolast í burtu með vatnselgnum og mörgum vegum hefur verið lokað. Hundruð eru föst á vinnustöðum sínum og margir hafa neyðst til að sofa í bílum sínum þar sem öll um­ ferð hefur stöðvast. Þá eru mörg hverfi í Accra raf­ magnslaus þar sem að rafmagns­ stöðvar hafa eyðilagst í flóðunum. Fjöldi heimila er á floti og fólk gengur um götur borgarinnar á nátt­ fötum einum saman eftir að hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín fyrir­ varalaust. Haft var eftir einum manni í svæðisútvarpi Accra að hann hefði þurft að lyfta börnum sínum upp á fataskáp til að bjarga þeim frá vatni sem flæddi inn í húsið. Að sögn forseta Ghana bætti ekki úr skák að fólk hefði komið sér upp húsnæði í vatnsfarvegum og valdið stíflum í niðurföllum – það hafi vafa­ laust haft áhrif á umfang hamfaranna. Spáð er frekari rigningu í Ghana á næstu dögum. n Björgunarmaður Eldur kviknaði á bensínstöð. Mynd ReuteRs Vörubíll Lík færð af slysstað. Mynd ReuteRs Brunninn bíll Sprenging varð í bensínstöð í Ghana. Mynd ReuteRs Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.