Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 62
54 Fólk Helgarblað 5.–8. júní 2015 Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fækkaðu hleðslu- tækjum á heimilinu með því að hlaða snjall- símann og stærri raftæki á einum og sama staðnum Tengill með USB Sniðug lausn fyrir hvert heimili og fyrirtæki Hafðu samband við okkur eða næsta löggilda rafverktaka Safna fyrir bættu aðgengi n Bíó Paradís biðlar til almennings á Karolina Fund n Brýnt að fatlað fólk komist leiðar sinnar O kkur hefur dauðlangað mjög lengi að gera þessar breytingar. Þetta er alveg ferlegt ástand og persónu- lega er ég miður mín yfir því að hafa þurft að gera upp á milli fólks sem kemur í bíóið. Það er hræði- legt,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bíó Paradís, en nú stendur yfir söfnun á Karolina Fund til að bæta aðgengi fatlaðs fólks að húsnæðinu. Þeir sem leggja söfnun- inni lið fá bíókort í staðinn og allur ágóði rennur óskipt í verkefnið. Nú er komið að lokaspretti söfnunarinnar og verður því fagnað með heljarinnar uppákomu og kynningu á sumardag- skrá Bíó Paradís í dag, föstudaginn 5. júní, frá klukkan 17.00 til 18.00. Þarf að breyta miklu „Við höfum auðvitað vitað af því mjög lengi að við yrðum að breyta hús- næðinu. Við tókum við húsnæðinu í því ásigkomulagi sem það var, árið 2010. En við erum bara sjálfseignar- stofnun með ekkert fé á milli hand- anna og öll okkar orka fyrstu árin fór í að koma stoðum undir sjálfa starf- semina, að sýna bíómyndir og redda okkur sýningarbúnaði. En síðasta árið hefur það verið efst á forgangs- listanum hjá okkur að bæta úr að- gengismálum.“ Hrönn segir þetta þó vera töluvert dýrari aðgerð heldur en gert var ráð fyrir í upphafi. „Við vorum að gæla við það að við gætum leyst þetta á ódýran hátt, en auðvitað vildum við gera þetta á faglegan hátt og sam- kvæmt öllum stöðlum. Við fengum því verkfræðistofuna Mannvit til að greina stöðuna fyrir okkur og þeir komust að þeirri niðurstöðu að við gætum ekki notað rampa. Við þyrft- um lyftur. Svo þurfum við að búa til salerni fyrir fatlaða.“ Fyrsti áfanginn 6,5 milljónir Aðstandendur Bíó Paradís hafa kannað hvort þau geti sótt um styrki úr einhverjum sjóðum til að bæta úr aðgenginu, án árangurs. „Við erum mjög hissa. Framkvæmdasjóður fatl- aðra hefur til dæmis verið lagður nið- ur og styður því ekki svona breytingar lengur. Það er hvergi hægt að finna peninga í þetta verkefni. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að við þurf- um alltaf að leggja til einhvern pen- ing. En þetta eru það margar millj- ónir að svona félag sem er rekið í sjálfboðavinnu, án hagnaðar, ræður ekki við það eitt og sér,“ segir Hrönn en áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga framkvæmdarinnar er rúmar 6,5 milljónir króna og eru tillögur að úrbótum unnar í samvinnu við feril- nefnd fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Hrönn tekur skýrt fram að þetta sé ekki óyfirstíganlegt vandamál sem þau eru að glíma við, þau þurfi bara smá aðstoð. Og þess vegna var brugðið á það ráð að hefja söfnun á Karolina Fund. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Eina kvikmyndahúsið sinnar tegundar hér á landi Bíó Paradís er eina listræna kvikmyndamenningarhús landsins sem er rekið undir hliðstæðum formerkjum og „Art House Cinema“ sem finna má í borgum víða um heim. Bíó Paradís hóf sýningar árið 2010 í húsnæði sem var byggt árið 1977. Var það fyrsta kvikmyndahús landsins með fleiri en einum sýningarsal og lengst af rekið undir merkjum Regnbogans. Bíó Paradís er eina kvikmyndahúsið sem eftir er í miðbæ Reykjavíkur. G uðjón Sigurðsson, formað- ur MND félagsins, er bund- inn við hjólastól og hefur því ekki getað sótt uppákomur á vegum Bíó Paradís. En það kom virkilega illa við hann um daginn. „Útskrift dóttur minnar úr Kvik- myndaskólanum í maí var haldin í Bíó Paradís. Og ég gat ekki verið við útskriftina. Þannig það hindrar mann á ýmsan hátt að komast ekki inn í húsnæði. Ég reif mikinn kjaft við allt og alla, en ég vildi ekki eyðileggja daginn fyrir stelpunni og mæta með mótmælaspjald við útskriftina hjá henni,“ segir hann hlæjandi. „En hún nefndi það í ræðunni sem hún hélt að þetta væri til skamm- ar.“ En þetta var svo sannarlega ekki í fyrsta skipti sem hann hefur þurft frá að hverfa vegna slæms aðgeng- is. „Þegar ég er að fylgja börnum eða öðrum á einhvern stað og það kem- ur í ljós að staðurinn sem valinn var er ekki með aðgengi, þá fer allt í bak- lás. Þannig þetta snertir ekki bara okkur sem eru í stólunum, heldur kemur þetta líka niður á fjölskyldu og vinum. Guðjón var að sjálfsögðu miður sín yfir því að geta ekki verið með dóttur sinni á þessari stóru stund í hennar lífi og fagnar því að til standi að bæta úr aðgenginu. „Þau eru að reyna sitt besta núna eftir ítrekaðar árásir. Ég vona að það komi eitthvað út úr þessari söfnun.“ Engir aumingjar Guðjón bendir á að slæmt aðgengi sé miklu stærra og alvarlegra vanda- mál heldur en bara að fólk komist ekki leiðar sinnar, heldur getur það valdið því að fólk eingangrist. „Þetta er mjög algengt, sérstaklega með mænuskaðaða, að þeir einangrist og detti í þunglyndi út af þessari útilokun frá samfélaginu. Eins og það sé ekki nóg að lenda í veikind- um eða slysi þá þarf að glíma við þetta líka. Við sem erum í hjólastól- um erum ekki aumingjar með hor, við erum vinnandi fólk með pening sem þarf að eyða þeim eins og aðr- ir,“ segir Guðjón sem bendir á að oft sé hindrunin ekki stórvægileg. Oft sé einfaldlega bara um þröskulda að ræða sem hjólastólarnir komast ekki yfir. „Í flestum tilvikum er þetta athugunarleysi. Fólk stendur ekki og híar á mig og vill mig ekki inn. Það á bara að leysa þetta.“ Komst ekki í útskrift dóttur sinnar Guðjón segir fólk geta eingangrast vegna slæms aðgengis Þurfa aðstoð Að bæta aðgengi að Bíó Paradís kostar mun meira en aðstandendur óraði fyrir. „Okkur hefur dauðlangað mjög lengi að gera þessar breytingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.