Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 54
46 Menning Helgarblað 5.–8. júní 2015 ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4m • Pallhæð: 14,4m • Lágrétt útskot: 9,3m • Lyftigeta: 230kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu. • Til afgreiðslu strax Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara. U mheiminum í íslenskum bókmenntum hefur, eins og flestu öðru, best ver- ið lýst af Laxness: „Þarna úti eru löndin.“ Útlönd eru eitthvað sem fólk annaðhvort fer til eða kemur frá, en tengjast Ís- landi annars lítið. Það er kannski helst á árunum eftir hrun að þau eru farin að birtast í skáldskapn- um og er Þýskaland þá sérstaklega áberandi, enda ódýrara að dvelj- ast þar við skriftir þessa dagana en í Kóngsins Köben. Hallgrímur Helgason og Eiríkur Norðdahl hafa tengt okkur við Þýskaland nasis- mans og Eiríkur Bergmann teng- ur okkur hér við þýska síð-haustið og aðgerðir samtakanna Baader- Meinhof. Í raun eru hér þrjár sögur sagð- ar á víxl. Sú fyrsta, í réttri tímaröð, gerist í gettóum Fellahverfisins í kringum 1980 og segir frá stráka- klíkum sem stela og slást í neðan- jarðarsamfélagi unglinga. Þessi hluti er raunsæjastur og líklega best heppnaður, nánast eins og Riddarar hringstigans í bland við fjórðu seríu Wire. Landsþekktur hryðjuverkamaður Næsti hluti gerist í kringum fundinn í Höfða 1986, en eins og hjá Andre- as Baader sjálfum hafa smákrimm- ar nú gerst róttækir hugsjónamenn. Ákveðið er halda í aðgerð sem leiðir til þess að öryggisvörður missir augað og söguhetjan Valur verður landsþekkt- ur hryðjuverkamaður. Hér þarf smá „suspension of disbelief“, og ef til vill hefði verið betra að láta aðgerðina ger- ast fyrir luktum dyrum sem eitthvað sem hefði getað gerst og við vitum ekki af, eða þá að breyta sögunni al- veg og láta til dæmis hugsjónamenn- ina koma í veg fyrir leiðtogafundinn svo að kalda stríðið stendur enn! Eigi að síður er sögusviðið áhugavert, ekki síst eftir að okkar maður flýr til Berlín- ar og nær þar að kynnast Baader- Meinhof-mönnum sem óðum eru að missa tilgang sinn. Meatloaf í útrásarveislu Þriðji hlutinn gerist í Reykja- vík árið 2008 og er því bókin tvö- föld (eða þreföld) söguleg skáld- saga, sú veröld sem var í góðærinu er horfin jafnt sem heimsmynd kalda stríðsins þar sem allt log- aði í illdeilum og verkföllum, en spurning hvoru þessara Ísland árið 2015 líkist frekar. Það örlar nán- ast fyrir nostalgíu (2007stalgíu?), einn róttæklinganna er hér orðinn útrásarvíkingur og gott er að eiga menn að sem lána einkaþotur og BMW-jeppa og láta Meatloaf troða upp í veislum (hvers vegna gerði það enginn á sínum tíma?). Gömlu hugsjónirnar voru farnar að fölna á 9. áratugnum, sem leiðir á endan- um til firru fyrsta áratugar þessarar aldar, en hvað koma skal í staðinn getur enginn enn sagt til um. Undarlegar ákvarðanir Sú tilraun að tengja saman þessa tvo heima er áhugaverð og metn- aðarfull en ekki að öllu leyti heppn- uð. Mestum vonbrigðum veldur 2008-þátturinn. Maður með jafn yfirgripsmikla þjóðfélagsþekkingu og Eiríkur Bergmann ætti að vera ágætlega til þess fallinn að pikka í innviði góðærisins. Í staðinn fáum við samkurl eiturlyfja sala og útrásarvíkings, og þessi tenging á háu og lágu var eiginlega betur út- færð í myndinni Vonarstræti. Það plott að stela skuldabréfi úr skúffu virðist einnig betur eiga heima í veröld 1980 heldur en 2008, var þetta í alvöru ekki til á tölvum? Sagan er og drifin áfram af undar- legum ákvörðunum sögupersóna sem koma sér gjarnan í meiri klípu en nauðsyn er á, en mest leysist á þann alíslenska hátt að spjalla við kunningja hér og þar. Mátti herða á seinni hlutanum Stíll Eiríks er ágætlega meitlaður framan af („… hann sat uppi með sínar eigin hugsanir, sem hann hafði enn minni lyst á en samlokunni“) en það hefði mátt herða á seinni helmingnum. Endir- inn, þar sem hrunræða forsætis- ráðherra kemur við sögu, er nokkuð snotur, en við bíðum enn eftir hinni definítívu skáldsögu um hrunið. n Kveðjubréf til kalda stríðsins Ný skáldsaga Eiríks Bergmanns, Hryðjuverkamaður snýr heim, gagnrýnd Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Bækur Hryðjuverkamaður snýr heim Höfundur: Eiríkur Bergmann Útgefandi: Sögur 270 bls. 1 Blóð í snjónumJo Nesbø 2 Hamingjuvegur Liza Marklund 3 Risaeðlur í Reykjavík Ævar Þór Benediktsson 4 Hand-bók í lyf- læknisfræði Ari J. Jóhannes- son, Davíð O. Arnar, Runólfur Pálsson, Sigurður Ólafsson 5 HilmaÓskar Guðmundsson 6 Gæfuspor - Gildin í lífinu Gunnar Hersveinn 7 Iceland In a Bag Ýmsir höfundar 8 Skutlubók VillaVilhelm Anton Jónsson 9 Sagas Of The Icelanders Ýmsir höfundar 10 Ég á teppi í þúsund litum Anne B. Ragde Allar bækur Metsölulisti Eymundsson 27. maí–2. júní 2015 D auðinn ekur Audi eftir danska rithöfundinn Kristian Bang Foss er þriðja bók höfundar, kom út árið 2012 og hlaut Bók- menntaverðlaun Evrópusambandsins. Aðalpersónan Asger missir starfið á aug- lýsingastofunni eftir að hafa gert alvarleg mistök. Eftir að hafa verið á atvinnuleysis- bótum og einbeitt sér að áti og drykkju og safnað fitu fær hann nýtt starf. Hann verð- ur aðstoðarmaður hjá Waldemar, sem er fatlaður og með ýmsa alvarlega sjúkdóma. Saman halda þeir í ferðalag til Marokkó þar sem Walde- mar hyggst leita lækninga hjá heilara nokkrum. Ekkert nema kraftaverk virðist geta bjargað lífi hans. Stíll höfundar er lipur og skemmtilegur og bókin er fyndin á köflum, sérstaklega í fyrsta hlutan- um þar sem höfundur sýnir veru- legt hugvit, eins og í kostulegum lýs- ingum á því hvernig Asger drabbast niður eftir að hafa verið rekinn úr vinnu og í afar myndrænni útlitslýs- ingu á hinum sérstæða Waldemar. Lýsingar á dönsku samfélagi eru margar kaldhæðnislegar og sterkar. Annað tekst ekki eins vel. Frá- sögnin af ferðalagi þeirra félaga, þar sem þeir lenda í ýmsum ævin- týrum og kynnast ýmiss konar fólki nær ekki því mikla flugi sem lesandinn hefur óneitan lega búist við eftir skemmti- lega og áhugaverða byrjun. Hluti bókar- innar fjallar um sam- skipti þeirra félaga við fólk í kommúnu, en persónurnar sem þar er lýst eru ekki sérlega eftirminni- legar og það sama má segja um þá atburði sem þar gerast. Höfundurinn gef- ur svo verulega í und- ir lokin og sýnir snilli sína á nýjan leik. Í þeim þætti verksins er að finna áhrifamiklar frásagnir, jafn- vel átakanlegar, sem verða til þess að sagan situr í huga lesandans að lestri loknum. n Á flótta frá dauðanum Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur Dauðinn ekur Audi Höfundur: Kristian Bang Foss Útgefandi: Forlagið Íslensk þýðing: Nanna B. Þórsdóttir 230 bls. „Mestum vonbrigðum veldur 2008-þátturinn. Eiríkur Bergmann Stíll Eiríks er ágætlega meitlaður framan af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.