Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Page 54
46 Menning Helgarblað 5.–8. júní 2015
ATN Zebra 16
Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin
• Diesel
• Vinnuhæð: 16,4m
• Pallhæð: 14,4m
• Lágrétt útskot: 9,3m
• Lyftigeta: 230kg
• Aukabúnaður: Rafmagns-
og lofttenglar í körfu.
• Til afgreiðslu strax
Ýmsar aðrar ATN spjót- og
skæralyftur til afgreiðslu
með stuttum fyrirvara.
U
mheiminum í íslenskum
bókmenntum hefur, eins
og flestu öðru, best ver-
ið lýst af Laxness: „Þarna
úti eru löndin.“ Útlönd eru
eitthvað sem fólk annaðhvort fer
til eða kemur frá, en tengjast Ís-
landi annars lítið. Það er kannski
helst á árunum eftir hrun að þau
eru farin að birtast í skáldskapn-
um og er Þýskaland þá sérstaklega
áberandi, enda ódýrara að dvelj-
ast þar við skriftir þessa dagana
en í Kóngsins Köben. Hallgrímur
Helgason og Eiríkur Norðdahl hafa
tengt okkur við Þýskaland nasis-
mans og Eiríkur Bergmann teng-
ur okkur hér við þýska síð-haustið
og aðgerðir samtakanna Baader-
Meinhof.
Í raun eru hér þrjár sögur sagð-
ar á víxl. Sú fyrsta, í réttri tímaröð,
gerist í gettóum Fellahverfisins í
kringum 1980 og segir frá stráka-
klíkum sem stela og slást í neðan-
jarðarsamfélagi unglinga. Þessi
hluti er raunsæjastur og líklega
best heppnaður, nánast eins og
Riddarar hringstigans í bland við
fjórðu seríu Wire.
Landsþekktur
hryðjuverkamaður
Næsti hluti gerist í kringum fundinn
í Höfða 1986, en eins og hjá Andre-
as Baader sjálfum hafa smákrimm-
ar nú gerst róttækir hugsjónamenn.
Ákveðið er halda í aðgerð sem leiðir til
þess að öryggisvörður missir augað og
söguhetjan Valur verður landsþekkt-
ur hryðjuverkamaður. Hér þarf smá
„suspension of disbelief“, og ef til vill
hefði verið betra að láta aðgerðina ger-
ast fyrir luktum dyrum sem eitthvað
sem hefði getað gerst og við vitum
ekki af, eða þá að breyta sögunni al-
veg og láta til dæmis hugsjónamenn-
ina koma í veg fyrir leiðtogafundinn
svo að kalda stríðið stendur enn! Eigi
að síður er sögusviðið áhugavert, ekki
síst eftir að okkar maður flýr til Berlín-
ar og nær þar að kynnast Baader-
Meinhof-mönnum sem óðum eru að
missa tilgang sinn.
Meatloaf í útrásarveislu
Þriðji hlutinn gerist í Reykja-
vík árið 2008 og er því bókin tvö-
föld (eða þreföld) söguleg skáld-
saga, sú veröld sem var í góðærinu
er horfin jafnt sem heimsmynd
kalda stríðsins þar sem allt log-
aði í illdeilum og verkföllum, en
spurning hvoru þessara Ísland árið
2015 líkist frekar. Það örlar nán-
ast fyrir nostalgíu (2007stalgíu?),
einn róttæklinganna er hér orðinn
útrásarvíkingur og gott er að eiga
menn að sem lána einkaþotur og
BMW-jeppa og láta Meatloaf troða
upp í veislum (hvers vegna gerði
það enginn á sínum tíma?). Gömlu
hugsjónirnar voru farnar að fölna á
9. áratugnum, sem leiðir á endan-
um til firru fyrsta áratugar þessarar
aldar, en hvað koma skal í staðinn
getur enginn enn sagt til um.
Undarlegar ákvarðanir
Sú tilraun að tengja saman þessa
tvo heima er áhugaverð og metn-
aðarfull en ekki að öllu leyti heppn-
uð. Mestum vonbrigðum veldur
2008-þátturinn. Maður með jafn
yfirgripsmikla þjóðfélagsþekkingu
og Eiríkur Bergmann ætti að vera
ágætlega til þess fallinn að pikka
í innviði góðærisins. Í staðinn
fáum við samkurl eiturlyfja sala og
útrásarvíkings, og þessi tenging á
háu og lágu var eiginlega betur út-
færð í myndinni Vonarstræti. Það
plott að stela skuldabréfi úr skúffu
virðist einnig betur eiga heima í
veröld 1980 heldur en 2008, var
þetta í alvöru ekki til á tölvum?
Sagan er og drifin áfram af undar-
legum ákvörðunum sögupersóna
sem koma sér gjarnan í meiri klípu
en nauðsyn er á, en mest leysist á
þann alíslenska hátt að spjalla við
kunningja hér og þar.
Mátti herða á seinni hlutanum
Stíll Eiríks er ágætlega meitlaður
framan af („… hann sat uppi
með sínar eigin hugsanir, sem
hann hafði enn minni lyst á en
samlokunni“) en það hefði mátt
herða á seinni helmingnum. Endir-
inn, þar sem hrunræða forsætis-
ráðherra kemur við sögu, er nokkuð
snotur, en við bíðum enn eftir hinni
definítívu skáldsögu um hrunið. n
Kveðjubréf til
kalda stríðsins
Ný skáldsaga Eiríks Bergmanns, Hryðjuverkamaður snýr heim, gagnrýnd
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Bækur
Hryðjuverkamaður
snýr heim
Höfundur: Eiríkur Bergmann
Útgefandi: Sögur
270 bls.
1 Blóð í snjónumJo Nesbø
2 Hamingjuvegur Liza Marklund
3 Risaeðlur í Reykjavík Ævar Þór Benediktsson
4 Hand-bók í lyf-
læknisfræði
Ari J. Jóhannes-
son, Davíð O.
Arnar, Runólfur
Pálsson, Sigurður
Ólafsson
5 HilmaÓskar Guðmundsson
6 Gæfuspor - Gildin í lífinu
Gunnar Hersveinn
7 Iceland In a Bag Ýmsir höfundar
8 Skutlubók VillaVilhelm Anton Jónsson
9 Sagas Of The Icelanders
Ýmsir höfundar
10 Ég á teppi í þúsund litum
Anne B. Ragde
Allar bækur
Metsölulisti
Eymundsson
27. maí–2. júní 2015
D
auðinn ekur Audi eftir danska
rithöfundinn Kristian Bang
Foss er þriðja bók höfundar,
kom út árið
2012 og hlaut Bók-
menntaverðlaun
Evrópusambandsins.
Aðalpersónan Asger
missir starfið á aug-
lýsingastofunni eftir
að hafa gert alvarleg
mistök. Eftir að hafa
verið á atvinnuleysis-
bótum og einbeitt sér
að áti og drykkju og
safnað fitu fær hann
nýtt starf. Hann verð-
ur aðstoðarmaður hjá
Waldemar, sem er
fatlaður og með ýmsa
alvarlega sjúkdóma.
Saman halda þeir í
ferðalag til Marokkó þar sem Walde-
mar hyggst leita lækninga hjá heilara
nokkrum. Ekkert nema kraftaverk
virðist geta bjargað lífi hans.
Stíll höfundar er lipur og
skemmtilegur og bókin er fyndin á
köflum, sérstaklega í fyrsta hlutan-
um þar sem höfundur sýnir veru-
legt hugvit, eins og í kostulegum lýs-
ingum á því hvernig Asger drabbast
niður eftir að hafa verið rekinn úr
vinnu og í afar myndrænni útlitslýs-
ingu á hinum sérstæða Waldemar.
Lýsingar á dönsku samfélagi eru
margar kaldhæðnislegar og sterkar.
Annað tekst ekki eins vel. Frá-
sögnin af ferðalagi þeirra félaga,
þar sem þeir lenda í ýmsum ævin-
týrum og kynnast ýmiss konar
fólki nær ekki því mikla flugi sem
lesandinn hefur
óneitan lega búist
við eftir skemmti-
lega og áhugaverða
byrjun. Hluti bókar-
innar fjallar um sam-
skipti þeirra félaga
við fólk í kommúnu,
en persónurnar sem
þar er lýst eru ekki
sérlega eftirminni-
legar og það sama má
segja um þá atburði
sem þar gerast.
Höfundurinn gef-
ur svo verulega í und-
ir lokin og sýnir snilli
sína á nýjan leik. Í
þeim þætti verksins er
að finna áhrifamiklar frásagnir, jafn-
vel átakanlegar, sem verða til þess að
sagan situr í huga lesandans að lestri
loknum. n
Á flótta frá dauðanum
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Bækur
Dauðinn ekur Audi
Höfundur: Kristian Bang Foss
Útgefandi: Forlagið
Íslensk þýðing: Nanna B. Þórsdóttir
230 bls.
„Mestum
vonbrigðum veldur
2008-þátturinn.
Eiríkur Bergmann
Stíll Eiríks er ágætlega meitlaður framan af.