Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 21
Fréttir Erlent 21Helgarblað 5.–8. júní 2015
Stofnaði StuðningShóp
fyrir þýSka flaSSara
n alfred Esser vill afglæpavæða flass n Vorkennir fórnarlömbum sínum en ræður ekki við sig
h
ann vorkennir fórnarlömb-
um sínum en telur að hann
hafi hreinlega enga stjórn á
því sem hann gerir. Þjóðverj-
inn Alfred Esser er flassari
sem fullnægir þörf sinni fyrir að bera
sig fyrir framan ókunnuga á almanna-
færi reglulega og hefur nú stofnað
fyrsta og eina stuðningshópinn fyrir
fólk með þessa sýniþörf.
Það má segja að flass, þar sem
einstaklingar bera á sér kynfærin op-
inberlega og fá eitthvað kynferðislegt
út úr því að brjóta þannig gegn blygð-
unarsemi grunlausra þolenda, sé tals-
vert vandamál í Þýskalandi. Í fyrra
bárust lögreglunni þar í landi 7.722
tilkynningar um stripl og ósæmilega
hegðun einstaklinga sem gerendur
geta átt yfir höfði sér allt að árs fang-
elsi og umtalsverða sekt fyrir að fram-
kvæma. Vefsíða tímaritsins og frétta-
skýringaþáttarins Vice ræddi við Esser
á dögunum.
Þörfin yfirsterkari
afleiðingunum
Esser segir í samtali við Vice að það
séu ekki aðeins karlmenn sem haldn-
ir séu strípihneigð og leggur hann
það þannig upp að margar konur full-
nægi sinni þörf með ögrandi klæðn-
aði. Eitt er þó alveg ljóst, sama hvaða
réttlætingar menn kunna að hafa fyr-
ir framferði sínu, þá geta þolendur
flassara upplifað mikið áfall. Því þó
að oft sé í daglegu tali grínast með slík
uppátæki þá er um kynferðisbrot að
ræða sem fær mikið á þá sem fyrir því
verða.
Samkvæmt rannsókn afbrota-
fræðistofnunarinnar Niedersachsen
hafa flassarar ekki áhuga á að skaða
konur, eða aðra þolendur sína. En
þeir taka frekar áhættuna á að þolend-
ur þeirra fái áfall en að bæla þarfir sín-
ar. Þá sýndu rannsóknir að flassarar
eru nær undantekningarlaust síbrota-
menn.
Flass eins og fyllerí
Esser segir að hann hafi fyrst berað
sig fyrir framan ókunnuga konu fyr-
ir fimmtán árum. „Ég gyrti niður um
mig og tilfinningin var hressandi –
sérstaklega vegna þess að henni var
ekki brugðið. Hún var ekki hrædd og
henni bauð ekki við því sem hún sá.
Ég held að það sé ekki einn einasti
sérfræðingur þarna úti sem geti út-
skýrt hvers vegna ég geri þetta. En ég
ímynda mér að þetta hafi eitthvað að
gera með erfðir, hormóna, uppeldi
og kynlífsreynslu í æsku.“ Aðspurður
hvort hann geti ekki fengið útrás fyrir
þetta blæti sitt á þar til gerðum nekt-
arströndum eða nýlendum segir Ess-
er að hann skilji ekki af hverju hann
fái ekki það sama út úr því. „Að flassa
er eins og að vera drukkinn og mað-
ur missir bara stjórn. Þetta hlýtur að
orsaka eitthvert efnasamband í heil-
anum. Ég kann ekki að útskýra það.“
Margdæmdur glæpamaður
Þegar Esser er spurður út í konurnar
sem hann flassi og hvort hann vor-
kenni þeim ekki segir hann að því
fylgi ákveðin vanlíðan þegar konur
verði hræddar. „Það hefur aldrei verið
ásetningur minn að hræða nokkurn.
Fólki er velkomið að sleppa því að
kíkja ef það vill ekki sjá. En sem bet-
ur fer eru til konur sem njóta þess líka.
Þær eru sannkölluð guðsgjöf fyrir fólk
með sýniþörf.“
Blaðamaður Vice spyr: En jafnvel
þó að konur gætu bara litið undan, þá
hefur þú þegar þvingað þær til að sjá
typpið á þér. Það er ansi ólöglegt.
„Já, ég veit. Ég hef raunar fengið
rúmlega 20 dóma fyrir slíkt. Það eru
ekki ýkjur. Það er ekki staðreynd sem
ég er stoltur af. Ég hef eytt svo miklum
peningum í dómsmál að ég hefði get-
að ferðast um heiminn og keypt mér
Porsche-bifreið.“
Eiginkonan styður hann
Það sem kann að vekja athygli margra
er að Esser er kvæntur og segir hann
að eiginkonan styðji við bakið á hon-
um. „Konan mín veit allt um þetta. Án
hennar hefði ég aldrei getað helgað
mig þessu umdeilda málefni.“
Þar sem Esser hefur þurft að svara
til saka fyrir glæpi sína þá hefur hon-
um einnig verið gert að leita sér að-
stoðar og gangast undir meðferð.
„Ég gæti líklega skrifað bók um þá
upplifun. Margir virtir geðlæknar hafa
margoft sagt að sýniþörf sem þessi
eigi rætur sínar að rekja í heilann. Í
bæði konum og körlum. Persónulega
held ég að það væri til gagns ef við
gætum kennt samfélaginu að takast á
við málið í staðinn. En til að það gerist
þarf að afglæpavæða athæfið.“
Engin stjórn á blætinu
Blaðamaður Vice spyr: Svo þú telur
að fólk þurfi að læra að sætta sig við
hvatir þínar í staðinn fyrir að þú hald-
ir limnum í buxunum? Er það þess
vegna sem þú hefur stofnað þennan
stuðningshóp fyrir flassara?
„Já. Stærsta áhyggjuefni flestra sem
haldnir eru sýniþörf er að ættingjar og
vinir komist að því hvað þeir geri og
þeir missi starfið eða þaðan af verra.
Eftir svo mikla meðferð hef ég komist
að því að það er mikið sem geðlækn-
ar geta ekki útskýrt. Ég vildi rannsaka
málið sjálfur og tala við annað fólk.
Markmið mitt er að skapa vettvang
þar sem fólk getur rætt opinskátt um
málefnið. Vettvang þar sem fólk lítur
ekki bara á þetta sem glæpsamlegt
athæfi. Við viljum auka þekkingu okk-
ar á fyrirbærinu.“
Esser segir að stuðningshópurinn
stundi líka hagsmunagæslu fyrir fé-
lagsmenn og mæli með lögmönnum
sem sérhæfi sig í svona málum.
„Við erum líka að berjast fyrir
endurskoðun á úreltri löggjöf í þess-
um málaflokki enda er ljóst að hún
brýtur gegn jafnrétti kynjanna,“ seg-
ir Esser án þess að útskýra það nánar.
En þar sem ljóst er að hann mun
ekki láta af þeirri iðju að bera sig í
nánustu framtíð liggur beinast við að
spyrja hvort hann vorkenni ekki fórn-
arlömbum sínum og annarra flassara.
„Auðvitað, en á sumu hefur maður
enga stjórn.“ n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Ekki nóg Esser segir að það sé ekki það sama að fara á nektarströnd og að flassa ókunnuga
til að fá sýniþörfinni fullnægt. Hann hefur stofnað stuðningshóp fyrir þýska flassara sem vill
að flass verði afglæpavætt. (Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.) Mynd REutERS
Kr
in
gl
an
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Miklabraut
Miklabraut
Við
erum
hér!
Tilb
oð
17 10 bitar fyrir 4-5
5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa.
Stór af frönskum og 2l. Pepsi.