Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2015, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 5.–8. júní 2015
Hæ sæti hvað
færð þú að borða?
Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is
Höggva á Hnútinn með 40 prósenta skatti
n Haftaáætlun kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag n 40 prósenta stöðugleikaskattur á slitabúin n Leggja fram fimm eða sex frumvörp n Þurfa að gefa eftir meira en 500 milljarða
ráðgjöfum stjórnvalda á greiðslu
jöfnuði þjóðarbúsins ef innlendum
eignum kröfuhafa yrði hleypt út fyrir
höft er lykilplagg við áætlun stjórn
valda um afnám hafta. Ljóst er að sú
greining skiptir sköpum fyrir stjórn
völd til að sýna fram á nauðsyn þess
að ráðast í aðgerðir sem færa má rök
fyrir að grundvallist á neyðarrétti Ís
lands.
Þekkt er að stærsta hindrunin við
losun hafta lýtur að uppgjöri á slita
búum föllnu bankanna en um 40%
heildareigna þeirra – um 900 millj
arðar króna – eru íslenskar eign
ir, hvort tveggja krónueignir og inn
lendar eignir í gjaldeyri, sem munu
að óbreyttu verða greiddar að
langstærstum hluta út til erlendra
kröfuhafa. Fram hefur komið í máli
fjármálaráðherra að það séu gríðar
leg vonbrigði að slitastjórnir búanna
hafi ekki enn komið með raunhæf
ar tillögur að nauðasamningum sem
hægt væri að fallast á og veita undan
þágu frá höftum. Ekki sé hægt að búa
við slíkt ástand mikið lengur og því
hljóti stjórnvöld að reyna að koma
með leiðir til að höggva á hnútinn.
Ríkið vill ekki bankana
Samkvæmt heimildum DV hefur
vinna framkvæmdahóps stjórn
valda að losun hafta miðast að því
að ríkið sé ekki að fara að eignast
hluti slitabúanna í nýjum viðskipta
bönkunum – Arion banka og Ís
landsbanka. Stærstu einstöku inn
lendu eignir búanna eru bankarnir
en miðað við bókfært eigið fé þeirra
eru eignarhlutir Kaupþings og Glitn
is metnir á yfir 300 milljarða króna.
Fyrir á ríkið 98% hlut í Landsbank
anum, stærsta banka landsins, og
ef eignarhlutur slitabúanna í Arion
banka og Íslandsbanki myndi einnig
færast í hendur ríkisins þá er ljóst að
nánast allt fjármálakerfið væri kom
ið í eigu ríkissjóðs.
Losun hafta snýr öðrum þræði
að því að leysa þann fortíðarvanda
sem snýr að slitabúum föllnu bank
anna og hefur haft verulega íþyngj
andi áhrif á íslenska þjóðarbúið á
umliðnum árum. Líkt og áður hefur
verið rakið á síðum DV þá á aðlögun
íslensks efnahagslífs – gríðarlegur
samdráttur í fjárfestingu í innlendri
eftirspurn samhliða þungri endur
greiðslubyrði erlendra lána – sér
nánast engin fordæmi hjá öðru ríki
í kjölfar fjármálakreppu. Á árunum
2009 til 2013 nam uppsafnaður
undirliggjandi viðskiptaafgangur
Íslands 380 milljörðum. Slíkur við
skiptaafgangur er fordæmalaus í
hagsögu Íslands. Hefur þetta gerst í
umhverfi þar sem innflutningur hef
ur verið í lágmarki og raungengið
haldist 20–30% undir sögulegu með
altali. Þrátt fyrir þessar óvenjulegu
aðstæður tókst Seðlabankanum ekki
að byggja upp neinn óskuldsettan
gjaldeyrisforða að ráði. Rann gjald
eyrissköpun þjóðarbúsins að mestu
til afborgana og vaxtagreiðslna slita
búa föllnu bankanna.
Forðinn stækkaður
Sú haftaáætlun sem verður kynnt al
menningi eftir helgi mun óhjákvæmi
lega taka mið af þessu. Ekki verður
gengið lengra í að ráðstafa afgangi
á viðskiptajöfnuði til erlendra kröf
uhafa. Þess í stað verði gjaldeyris
sköpunin nýtt til að skapa svigrúm
til erlendra fjárfestinga innlendra að
ila – sem hafa verið fastir undir höft
um í meira en sex ár – og treysta um
gjörðina um gengi krónunnar með
því að gera Seðlabankanum mögulegt
að byggja upp umtalsverðan óskuld
settan gjaldeyrisforða. Þar er horft
til þess, samkvæmt upplýsingum
DV, að Seðlabankinn geti komið sér
upp óskuldsettum forða sem nem
ur um þremur milljörðum evra, jafn
virði um 450 milljarða króna. Í dag er
forðinn hins vegar aðeins um 110
milljarðar króna. n
Þ
egar áætlun stjórnvalda um
losun fjármagnshafta verður
kynnt næstkomandi mánu
dag eru meira en átján mánuð
ir liðnir síðan að núverandi stjórn
völd hófu vinnu sem miðaði að því
að uppfæra núgildandi haftaáætl
un frá árinu 2011. Fjármálaráðherra
hefur sagt að ríkisstjórnin hafi komið
að nánast „tómu borði í haftamálum“
þegar hún tók við í maí 2013.
Sú vinna hófst fyrir alvöru þegar
Benedikt Gíslason, sem þá var fram
kvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs
MP banka, var fenginn í nóvember
2013 sem ráðgjafi fjármálaráðherra
í haftamálum. Í sama mánuði var
skipaður sex manna ráðgjafahópur,
undir forystu Sigurbjörns Þorkels
sonar, fjárfestis og fyrrverandi fram
kvæmdastjóra alþjóðlega fjárfestinga
bankans Lehman Brothers, sem hafði
það hlutverk að útbúa tillögur til ráð
herranefndar um efnahagsmál um
áætlun um losun hafta. Sá hópur skil
aði tillögum sínum til leiðtoga ríkis
stjórnarinnar í mars 2014.
Þremur mánuðum síðar var tek
in ákvörðun að ráða í fullt starf fjóra
sérfræðinga í framkvæmdastjórn
um losun hafta. Ásamt Benedikt var
hópurinn skipaður þeim Frey Her
mannssyni, forstöðumanni fjárstýr
ingar Seðlabanka Íslands, Eiríki Svav
arssyni, hæstaréttarlögmanni, og
Glenn Victor Kim, fjármálaráðgjafa
hjá LJ Capital, en hann starfaði áður
meðal annars hjá bandaríska fjár
festingabankanum Lehman Brothers
í meira en tuttugu ár. Á sama tíma var
einnig gert meðal annars samkomu
lag við bandaríska lögmanninn Lee
Buchheit, sem stýrði samninganefnd
Íslands í viðræðum við bresk og hol
lensk stjórnvöld í Icesavedeilunni
og Anne Krueger, hagfræðiprófess
or og fyrrverandi aðstoðarfram
kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris
sjóðsins.
Líkt og áður hefur verið sagt frá í
DV þá skilaði framkvæmdastjórnin
tillögum sínum í desember á liðnu
ári og gerðu þær meðal annars ráð
fyrir 35% útgöngugjaldi á útgreiðslur
slitabúa föllnu bankanna til erlendra
kröfuhafa. Þá voru einnig settar fram
tillögur til að leysa þann vanda sem
lýtur að aflandskrónueigendum – um
300 milljarðar í ríkisverðbréfum og
innstæðum – en þær fólust í því að
þeir yrðu knúnir til að skipta á krónu
eignum sínum á afslætti í skuldabréf í
erlendri mynt til meira en 30 ára.
Í upphafi þessa árs urðu frekari
breytingar á ráðgjafahópi stjórn
valda þegar Freyr og Eiríkur fóru úr
hópnum og inn komu þeir Sigurður
Hannes son, framkvæmdastjóri
eignastýringar MP banka og einn
nánasti vinur og ráðgjafi forsætis
ráðherra, og Ásgeir Helgi Reyk
fjörð Gylfason, yfir lögfræðingur MP
banka. Þá bættust við Ingibjörg Guð
bjartsdóttir, framkvæmdastjóri gjald
eyriseftirlits Seðlabankans, og Jón Þ.
Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri al
þjóðasamskipta og skrifstofu seðla
bankastjóra.
Stjórnvöld leituðu einnig til
Davíðs Þór Björgvinssonar, prófess
ors við lagadeild Háskóla Íslands og
Kaupmannahafnarháskóla og fyrr
verandi dómara við Mannréttinda
dómstól Evrópu í Strassborg, sem
var fenginn til að útbúa lögfræði álit
um stöðugleikaskattinn. Þá hefur Ása
Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Há
skóla Íslands og sérfræðingur í fjár
muna og gjaldþrotaskiptarétti, veitt
framkvæmdahópi stjórnvalda ráðgjöf
auk þess sem Jóhannes Karl Sveins
son, hæstaréttarlögmaður hjá Lands
lögum, hefur aðstoðað fjármálaráðu
neytið á síðustu vikum. Jóhannes Karl
var meðal annars í málflutningsteymi
Íslands í Icesavemálinu.
Átján mánaða haftavinna
Benedikt Gíslason
Sigurður Hannesson
Ágeir Helgi Reykfjörð Gylfason
40%
skattur