Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 14
Helgarblað 19.–22. júní 201514 Fréttir N IÐUR! NIÐUR!“ öskraði sérsveitarmaður að sögn á Hlín Einarsdóttur þegar hún teygði sig eftir tösk- unni sem hún hélt að inni- héldi átta milljónir íslenskra króna í reiðufé. Lýsingar af einu umtalað- asta sakamáli síðari ára minna helst á hasarkvikmynd úr smiðju Hollywood – reyfarakennd atburða- rás sem virtist um tíma taka á sig nýja mynd á hverjum degi. Atburðarásin hófst, að sögn Hlínar, kvöld eitt í maímánuði þegar Malín Brand, systir hennar, gisti hjá henni. Hlín segir við DV að þær hafi báðar haft miklar áhyggjur af eig- in fjárhagsörðugleikum og á þeim tíma glímdi Hlín að sögn við miklar geðraskanir. Sú hugmynd að kúga forsætisráðherra landsins mun hafa kviknað þetta kvöld en eftir það gerðust hlutirnir tiltölulega hratt. Hlín segir að ákveðið hafi ver- ið að skrifa bréf til Sig- mundar Davíðs Gunnlaugsson- ar og krefja hann um greiðslu á átta milljónum króna í reiðufé – ella myndi viðkvæmum upplýsingum vera lekið til fjölmiðla. Bréfið hafi verið skrifað í ferðatölvu sem Hlín átti og var, samkvæmt upplýsing- um frá Hlín, prentað út á skrifstof- um Morgunblaðsins, þar sem Malín Brand starfar. Miðvikudaginn 27. maí var bréf- ið póstlagt. Þær systur keyptu frí- merki og umslag í bókabúð í mið- bænum og stíluðu umslagið á eiginkonu forsætisráðherra, þrátt fyrir að sjálft bréfið hafi verið stíl- að á Sigmund Davíð. Var ákveðið að gera þetta svona svo öruggt væri að bréfið skilaði sér til Sigmundar Dav- íðs. Ef hætta væri á að einhver í for- sætisráðuneytinu – mögulega að- stoðarmenn hans – opnaði bréfið og sæi innihaldið, væri ekki víst að það skilaði sér á leiðarenda. Bréfið barst daginn eftir, fimmtu- daginn 28. maí. Í bréfinu stóð að af- henda þyrfti peningana á fyrirfram ákveðnum stað, sunnan Vallahverf- is í Hafnarfirði, nánar tiltekið þar sem Ásbraut og Krýsuvíkurveg- ur mætast. Afhenda átti peninga á slaginu 09.30 daginn eftir eða föstu- dagsmorguninn 29. maí. Mættu klukkustund áður Hlín og Malín fóru saman á bif- reið á umræddan stað. Þær mættu, tæpum klukkutíma áður en af- hendingin átti að eiga sér stað, héldu sig í góðri fjarlægð og fylgd- ust með þegar ráðherrabifreið Sig- mundar Davíðs var ekið að og bíl- stjóri hans steig út. Ekki er með fullu vitað hvort sérsveitarmaður hafi ekið bílnum umræddan dag en hvað sem því líður þá tók bílstjórinn tösku út úr bílnum og skildi eftir úti í hrauninu. Systurnar fylgdust svo með bíl- stjóranum aka í burtu. Þær ákváðu að fylgjast með svæðinu í kjölfarið og hreyfðu sig ekki fyrr en tæpum klukkutíma eftir að hann var farinn, samkvæmt heimildum DV. Þá óku þær af stað að töskunni. Þær stöðv- uðu við vegarkant og Hlín steig út. Hún gekk í átt að töskunni og allt virtist með kyrrum kjörum – enginn sjáanlegur í grenndinni, hvorki fólk né bílar. Kom nánast upp úr jörðinni Þegar Hlín teygði sig eftir töskunni þá lifnuðu við mosi og steinar fyrir framan hana. Voru þar komnir sér- sveitarmenn í felulitabúningum. „NIÐUR! NIÐUR!“ sagði vopnaður sérsveitarmaður sem, samkvæmt heimildum DV, kom nánast upp úr jörðinni, fáeinum metrum frá tösk- unni sem átti að innihalda pening- ana. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu og ríkislögreglustjóri höfðu skipulagt þetta frá A til Ö. Sérsveitarmenn klæddir felu- búningum duldust í kringum tösk- una og lágu þar í nokkra klukkutíma – ekki liggur fyrir hvenær sérsveitar- mennirnir komu sér fyrir en miðað við þær upplýsingar sem DV hefur undir höndum er nokkuð víst að þeir hafi legið í hrauninu í nokkra klukkutíma og beðið eftir þeim sem höfðu reynt að kúga forsætisráð- herrann. Samkvæmt heimildum DV vissi hvorki lögreglan á höfuðborgar- svæðinu né ríkislögreglustjóri hver stóð á bak við bréfið til Sigmund- ar Davíðs fyrr en atburðarásin í hrauninu hófst. Þess vegna spöruðu menn ekki viðbúnaðinn, voru með alvæpni og tilbúnir í hvað sem er. Hlín lagðist niður með hendur við bak og sérsveitarmaður skellti á hana handjárnum. Aðrir sér- sveitarmenn hlupu að bílnum þar sem Malín Brand beið og var hún handtekin örfáum sekúndum síðar. Voru þær fluttar á lögreglustöðina á Hverfisgötu og settar beint í fanga- klefa. Þar biðu þær á meðan rann- sóknarlögreglumenn undirbjuggu sig fyrir yfirheyrslur. Játuðu báðar aðild Samkvæmt fréttatilkynningu frá lögreglunni játuðu þær báðar að- ild að fjárkúgunarmálinu við yf- irheyrslur lögreglu. Í yfirlýsingu Malínar Brand til valdra fjölmiðla kom fram að hún hafi ekki komið nálægt bréfsendingunni og sjálfri fjárkúguninni og harmaði að hafa blandast inn í málið. Stuttu seinna sagði Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að lögreglan hafi notað óheppilegt orðalag í eig- in fréttatilkynningu. „Þær komu kannski ekki báðar að því að póst- leggja bréfið. En þær játuðu báðar aðild sína að málinu.“ Hlín segir eitt og Malín segir ann- að. Eitt er þó ljóst; að málið telst að mestu upplýst en að lokinni rann- sókn verður það sent til ríkissak- sóknara sem tekur ákvörðun um næstu skref. n SérSveitarmenn Spruttu upp úr jörðinni n Ítarleg lýsing á atburðarás í hrauninu við Vallahverfi í Hafnarfirði 29. maí Atli Már Gylfason atli@dv.is „Þær komu kannski ekki báðar að því að póstleggja bréfið. En þær játuðu báðar aðild sína að málinu. „NIÐUR! NIÐUR!“ öskraði vopnaður sérsveitarmaður Vettvangurinn Á þessum slóðum átti afhendingin að fara fram. Mynd ÞorMAr ViGnir GunnArsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.