Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 19.–22. júní 201524 Fólk Viðtal B laðamaður hittir Þórhildi á fallegu heimili hennar í miðbæ Reykjavíkur. Það er útsýni úr íbúðinni yfir borgina – til allra átta – og kliðurinn af miðbæjarlífinu berst alveg upp á fjórðu hæð. Hlátrasköll unglinga, hróp iðnaðarmanna, mal í vinnuvélum og bílflaut. Um- hverfishljóðin eru þó alls ekki þreytandi, frekar róandi ef eitthvað er. Og Þórhildur kann vel við sig með iðandi mannlífið allt í kring. Kom ekki á silfurfati „Nú eru hundrað ár liðin frá því konur fengu kosningarétt. Það hefur gríðarlega margt áunnist og breyst á þessum tíma, flest af því fyrir tilstuðlan kvenna. Því má ekki gleyma eitt augnablik,“ segir Þórhildur nokkuð áköf þegar við höfum komið okkur fyrir við borð- stofuborðið. Hún ítrekar að það megi aldrei gleymast hverju konur hafa áorkað á liðinni öld. „Ungar konur halda kannski sumar hverjar að öll þau réttindi sem við teljum sjálfsögð í dag hafi komið á silfurfati. En nei, þannig var það ekki. Það voru konur sem færðu öðrum konum þau. Þetta ættu konur alltaf að muna. Það er í krafti samstöðu sem konur ná ár- angri. Þessu er kannski ekki haldið nógu vel að ungum konum í dag, svo þær átti sig á að öll réttindi sem þeim hafa áskotnast má þakka kvennakynslóðunum sem börðust fyrir þeim.“ Að mati Þórhildar er of lítið fjallað um sögu og afrek kvenna í sögubókum nútímans og fyrir vik- ið gleymast verk þeirra og barátta. Eins og minningarhátíð „Nú er til dæmis sýning á Þjóðar- bókhlöðunni um sögu 100 ára kosn- ingaréttar kvenna og það er ekki minnst á kvennahreyfingarnar, Kvennalistann eða Rauðsokkahreyf- inguna. Hvað meina menn og konur með því að fela söguna svona? Saga kvenna er þögguð niður aftur og aft- ur og það fennir í spor þeirra.“ Og talið berst að hátíðarhöldum í tilefni 100 ára afmæli kosningarétt- ar kvenna, þann 19. júní. Þórhildur hefur sína skoðun á þeim. „Þetta á að vera hvatningarhátíð en er nánast eins og minningarhátíð. Það er eins og baráttan sé búin og að nú sé verið að jarða hana.“ Hún hefði sjálf kosið að tækifærið yrði nýtt til að efla bar- áttuandann og vekja athygli á því sem enn má bæta. „Auðvitað á að halda upp á stórafmæli, en dagur- inn á ekki bara að vera hátíðisdagur, heldur líka, og ekki síður, baráttu- dagur,“ segir hún ákveðin. Orðið nauðgun hafði ekki heyrst En Þórhildur hrífst af krafti ungra kvenna í dag og samstöðu sem hefur endurspeglast í svokallaðri Beauty Tips-byltingu þar sem tugir eða hundruð kvenna stigu fram í lokuðum Facebook-hóp og deildu reynslu sinni af kynferðislegu of- beldi undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Byltingin teygði sig fljótlega út fyrir hópinn, á aðra samfélagsmiðla og í fjölmiðla – og vakti einnig athygli út fyrir land- steinanna. Tilgangur byltingar- innar er að skila skömminni þangað sem hún á heima – til ger- enda. Varpa þannig ábyrgðinni af þolendum og stuðla að því að kyn- ferðisofbeldi verði ekki þaggað nið- ur með neinum hætti. „Landslagið er gífurlega breytt. Þegar Kvennalistinn kom inn á þing þá hafði aldrei verið talað um þessi mál á Alþingi, þó að konur hefðu vissulega setið á Alþingi. Kynferð- islegt ofbeldi, heimilis ofbeldi, barnaníð og nauðgun, þetta voru orð sem höfðu aldrei heyrst í hin- um háu sölum Alþingis,“ segir Þór- hildur, en Kvennalistinn bauð fyrst fram til Alþingis árið 1983 og náði þremur konum inn á þing. „Það voru líka Kvennalistakonur sem voru fyrstar til að taka upp málefni samkynhneigðra á Alþingi. Þegar kemur að réttindamálum kvenna og samfélagslegri stöðu þá eru það alltaf konur sem taka málin upp. Konur sem eru ekki hræddar við að styggja karlana.“ „Við þekkjum þessa menn“ Þórhildur bendir á að ofbeldi gagn- vart konum sé alltaf að koma meira og meira upp á yfirborðið. „Konum er nóg boðið. Konur hafa sjálfar ekki gert sér grein fyrir því hve svakalegt ofbeldið og áreitið er, né hve djúp- stæðar og algengar hugmyndir um kynferðislega hegðun gagnvart konum og hugmyndir karlmanna um kynferðislegt eignarhald á kon- um eru í menningunni. Það er varla til sú kona sem ekki hefur orðið fyr- ir kynferðislegu ofbeldi. Konur lifa í skugga ofbeldis, óttinn við það býr Það er óhætt að segja að Þórhildur Þorleifsdóttir sé kvenskörungur mikill. Hún var snemma meðvituð um að það hallaði á hlut kvenna í samfélaginu og lét til sín taka við að bæta úr því. Kom meðal annars að stofnun Kvennafram- boðs í Reykjavík og svo Kvennalistans. En bæði stjórnmálaöflin breyttu pólitísku landslagi og komu málefnum kvenna almennilega í umræðuna. Þórhildur hefur sterkar skoðanir og liggur sjaldan á þeim. Hún segist sjálf alltaf hafa verið í mót- þróa gagnvart kerfinu en kerfið hafi jafnframt hafnað henni. Eftir að hafa reynt fyrir sér sem dansari og leikari á sínum yngri árum fann hún lífi sínu farveg í leik- stjórn og hefur sett upp hátt í áttatíu sýningar og fyrir það er hún þakklát. „Það er ákafi í mér, en ekki reiði“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Það fylgir því að vera kona að karl- maður klípi þig í rassinn eða taki um brjóstin á þér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.