Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2015, Blaðsíða 16
16 Fréttir Þvinguð og heilaþvegin af Vottum Jehóva Hlín segir erfiðleika sína hafa byrj- að þegar hún var barn. Hún hafi upplifað sig öðruvísi sem barn en vinir hennar og vinkonur. Móð- ir hennar var meðlimur í Vottum Jehóva, heilaþveginn safnaðar- meðlimur sem í einu og öllu fylgdi því sem söfnuðurinn predikaði. Það þýddi að engin barnaafmæli voru haldin, engin ferming, engin jól og engir páskar – viðburðir sem í augum fjölmargra íslenskra barna eru fullir af gleði og tilhlökk- un. „Þetta var bara afskaplega erfitt. Ég þurfti að lifa tvöföldu lífi því ég vildi upplifa sömu hluti og vin- konur mínar úr skólanum en út af mömmu og söfnuðinum var það stranglega bannað. Ég man þegar ég fékk fyrsta kastið, það var í kringum þann tíma sem besta vinkona mín hélt fermingarveisl- una sína. Ég spurði mömmu hvort ég mætti fara og hún harðbann- aði mér það. Ég varð svo reið að ég á erfitt með að lýsa því. Á þess- um tíma fann ég fyrst fyrir þessum geðröskunum. Mig langaði ekki að lifa og íhugaði að svipta mig lífi. Sem betur fer gerði ég það ekki. Ég veit ekki hvernig ég útskýri fyrsta kastið öðruvísi en að segja að ég bara breyttist í aðra manneskju – þetta var ekki ég.“ Reið út af pabba Hlín segir að á þessum tíma hafi hún byrjað að þróa með sér mikla reiði. Hún tengir það við föður sinn sem hún segir að hafi leyft móður hennar að vaða uppi með allar þess- ar predikanir frá Vottum Jehóva og með aðgerðarleysi sínu leyft móður þeirra að draga þær systur inn í þann „heilaþvott sem Jehóvar eru“ eins og hún orðar það sjálf. „Þetta hefur fylgt mér alla ævi frá því ég upplifði þetta vonleysi með pabba minn. Hann leyfði bara mömmu að ráða. Tók ekki sjálfur þátt í safnaðarstarfinu en leyfði mömmu að ala okkur upp í þessum aðstæðum sem eru ekki nokkru barni bjóðandi. Ég vona að saga mín verði til þess að fólk í þessum söfnuðum, og þá sér- staklega að þeir sem ala upp börn í þessum söfnuðum, hugsi sinn gang. Þessi lífsreynsla, þessi upp- lifun með von- og aðgerðarleysi pabba, söfnuðurinn og hvernig mamma dró okkur inn í þetta mót- aði mig sem manneskju. Þegar ég hugsa út í það þá er ég á þessum tíma líka farin að finna mikið fyr- ir þessum geðsjúkdómi sem ég var síðar greind með.“ „Borderline- persónuleikaröskun“ Þessi geðsjúkdómur sem Hlín tal- ar um er kallaður „Borderline- persónuleikaröskun“ og er sjúk- dómsástand á einhvers konar jaðarsvæði í geðsjúkdómakerfinu. Þeir sem þjást af þessum geðsjúk- dómi eru til að mynda með miklar tilfinningasveiflur, sjálfseyðileggj- andi hegðun, sjálfsvígstilraunir og eiga erfitt með að stjórna reiðitilf- inningum svo eitthvað sé nefnt. Hlín kannast við þetta allt saman, hún hefur upplifað allt rófið. „Mamma var að öllum líkind- um haldin þessum geðsjúkdómi líka og sjálfsvígstíðni þeirra sem af honum þjást er rosalega há. Einn af hverjum tíu sem eru haldn- ir þessari röskun sviptir sig lífi. Enginn annar sjúkdómur hefur jafn háa eða hærri sjálfsvígstíðni fyrir utan anorexíu. Sjúkdómurinn varð sennilega móður minni að bana. Hún fór til Færeyja árið 2008 og ég sá hana ekki aftur. Þegar við töluðumst við var það alltaf í ein- hverri reiði og rifrildum. Henni var aldrei haggað í trúnni,“ segir Hlín sem varð fyrir miklu áfalli þegar móðir hennar lést. Myrkrið færð- ist yfir og hún fann fyrir geðrösk- unum af fullum krafti. „Ég keyrði mömmu út á flug- völl og kvaddi hana. Þegar ég var með henni í síðasta skiptið vorum við að ná sáttum – ég var allavega sátt og sá að hún var hamingjusöm með stöðu mála okkar á milli. Hún sagði við mig: „Ætli ég komi nokk- uð aftur?“ – Ég tók því ekkert alvar- lega. Hún fannst síðan látin úti í sjó í Færeyjum og enginn veit hvað gerðist. Þarna hafði sjúkdómur hennar ágerst mikið og þá sérstak- lega eftir að pabbi varð bráðkvadd- ur árið 2005,“ segir Hlín sem kenn- ir að miklu leyti Vottum Jehóva um hvernig fór fyrir mömmu hennar. „Vottar Jehóva sviptu mömmu sjálfstæðinu og sviptu í raun okkur systurnar sjálfstæðinu líka. Það var ekkert sem hét að hugsa sjálfstætt og treysta á sjálfan sig. Allt snerist um trúna. Ég er enn að glíma við reiðina út af þessu öllu saman og það er erfitt að finna fyrirgefningu því þessi söfnuður svipti mig og fjölskyldu mína svo miklu.“ Verið í meðferð í mörg ár Hlín hefur verið í meðferð vegna persónuleikaröskunar í mörg ár, hitt geðlækna, sálfræðinga og aðra sérfræðinga og margoft verið lögð inn á geðdeild. Hún segir all- ar þessar meðferðir hafa hjálpað til en persónuleikaröskunin sé bara þannig að „það er erfitt að losna við þetta helvíti“ eins og hún orðar það sjálf. „Ef við hugsum okkur graf sem sýnir annars vegar tilfinningar og líðan hjá venjulegri manneskju sem glímir bara við hversdagsleg vandamál og þjáist ekki af nein- um geðsjúkdómi og hins vegar líð- an mína þá myndi vera nokkurn veginn bein lína hjá þeim sem „er venjulegur“, með einhverjum örlitlum undantekningum, í gegn- um það allt en mín lína er bara eins og jarðskjálftamælir í Suður- landsskjálftanum. Ég rokka svo svakalega upp og niður og öll áföll, allt sem kemur upp í lífi mínu hef- ur gríðarleg áhrif á þessa geðrösk- un sem Borderline- persónuleika- röskun er.“ „Ég var bara í áfalli“ Samtalið berst að hinni meintu nauðgun sem nú hefur verið kærð til lögreglu. Í því máli hefur Hlín kært fyrrverandi vinnufélaga sinn, og að hennar sögn vin til tíu ára, fyrir nauðgun sem á að hafa átt sér stað í íbúð hans laugardagskvöldið 4. apríl. Blaðamaður segir við Hlín að efast megi um trúverðugleikann í ljósi fjárkúgunarmálsins og yfirlýsinga systur hennar, Malínar Brand, sem kennir henni um þetta allt saman. „Mér var nauðgað og ég hef farið ítarlega yfir þá atburðarás með lögreglunni,“ segir Hlín. En af hverju fórstu þá ekki fyrr á bráðamóttökuna? Nauðgun- in á að hafa átt sér stað á laugar- dagskvöldi en þú fórst ekki fyrr en á þriðjudegi eða miðvikudegi á bráðamóttökuna?“ „Ég var bara í áfalli. Ég lét þá sem standa mér næst vita af þessu og hafði samband við systur mína og sagði henni hvað hefði gerst. Hún [Malín, innsk. blm.] hringdi í manninn á mánudeginum eft- Helgarblað 19.–22. júní 2015 Komdu til oKKar ...Eða leigðu lyftu og gErðu við bílinn sjálf/ur auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562 Við gerum Við bílinn faglegar Viðgerðir Sér eftir gjörðum sínum Blaðamaður hitti Hlín á heimili hennar í Grafarholti. Mynd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.